Skutull - 24.12.1961, Qupperneq 8
8
SKUTULL
Ofreiknað uin einn líkmann
Enginn matarbiti til
AÐ ER FRÓÐLEGT, lær-
dómsríkt og stundum
skemmtilegt að glugga í ýmsum
heimildum frá liðnum tíma.
Hinar hversdagslegustu frá—
sagnir og skjöl frá liðnum árum,
sem til urðu mitt á önn dagsins,
en sem ekki voru til þess skráðar
að geymast sem trú heimild um
málefni og menn eftirkomendum
til skilningsauka, heldur aðeins á
blað festar sem nauðsynlegur þátt-
ur í ósköp hversdagslegu og oft
heldur óskemmtilegu starfi, sem
skyldan bauð að ráða fram úr.
Slíkar frásagnir, sem oftast eru
slitróttar og um margt ófullnægj-
andi, leynast víða, ef vel er leitað,
en er of lítill gaumur gefin. En
einmitt þær gefa gjarnan býsna
glögga, sanna og áhrifaríka mynd
af baráttu genginna kynslóða, og
eru því sízt ómerkari heimild um
lífskjör og lífsbaráttu almennings,
en þau hin þekktari skjöl, sem
meira er á lofti haldið, og má hér
til sanns vegar færa hið forn-
kveðna, að „oft er það í koti karls,
sem kóngs er ekki í ranni.“
Hér verða birtir fáeinir kaflar
úr fundargerðabókum „fátækra-
nefndar" ísafjarðar, en svo var
framfærzlunefndin kölluð fyrr á
árum.
Ekki hafa varðveitzt eldri fund-
argerðir fátækranefndar en frá
1903, þær eldri munu hafa brunn-
ið í fangahúsbrunanum, ásamt
með ýmsum öðrum merkum skjöl-
um viðkomandi sögu bæjarfélags-
ins.
Þau fáu og strjálu atriði, sem
hér eru birt, eru fyrst og fremst
valin með þetta fyrir augum:
Að bregða upp raunsærri mynd af
þeirri sáru fátækt og um-
komuleysi, sem svo margir
alþýðumenn áttu við að stríða
á þessum árum.
Að sýna, að þau voru margvísleg
viðfangsefnin, sem „fátækra-
nefnd“ í íslenzku sjávarplássi
hafði til meðferðar á þessum
erfiðu árum, þegar bitrafeti
skortur, aillsleysi og öryggis-
leysi var hlutskipti svo
margra, og þjóðin beygð og
vanmegnug eftir langvinna,
erlenda yfirstjórn, og rétt-
indabarátta alþýðunnar aðeins
fjarlægur draumur í hugum
fárra manna, sem einskis voru
megnugir til áhrifa.
„Ekkert af matvælum ...“
Arið 1903:
Hinn 19. marz það ár skrifaði
fátækranefnd Isafjarðar hrepps-
nefnd Gufudalshrepps eftirfar-
andi:
„9. dag janúarmánaðar þ.á.
fékk fátækranefndin hér í kaup-
staðnum bréf frá héraðslækn-
inum hér á ísafirði, þar sem
hann skorar á fátækranefndina
að útvega N.N. frá Skálanesi í
Gufudalssveit, sem sé veikur,
verustað, þar sem hann geti
fengið kost og aðhlynningu,
og leggur læknirinn sérstaklega
áherzlu á, að hann geti fengið
mjólk. Fátækranefndin kynnti
sér þá ástæður þessa manns, og
komst þá að því, að herbergi
það, er hann hafði, var mjög
lítið, eldstóarlaust og í alla
staði lélegt, að hann hafði ekk-
ert af matvælum nema eitthvað
lítið af brauði og margarine,
og að inneign hans í kaupstað
var engin, nema fáeinar krónur
við eina verzlun á ísafirði, sem
hann var að fá brauð og marg-
arine fyrir.
Sá fátækranefndin, að svo
framarlega, sem hann ætti að
geta fengið heilsu aftur, yrði
hann að fá betra húsnæði og
sæmilegan kost og mjólk. Leit-
aðist nefndin þá við að útvega
honum kost og húsnæði, þar
sem hún áleit tiltækilegt, en
árangurslaust. Að vísu gat hún
útvegað honum nokkurnveginn
kost til bráðabirgða, en alls
ekki húsnæði. Fátækranefndin
hafði þá ekki önnur úrræði en
eftir samráði við lækninn að
leggja hann inn á spítalann hér
í kaupstaðnum, og var það gjört
18. janúar þ.á., og hefir hann
síðan verið þar allt til þessa
dags. Nú er hann að kalla má
heill helsu, en til fyrirstöðu því,
að hann fari þegar af spítalan-
um er það, að hann getur hvergi
fengið húsnæði.
Með því að N þessi hefur,
eins og nú er ástatt fyrir hon-
um, engin efni til þess að borga
þann kostnað, er stafar af
þessum veikindum hans, þá
verður fátækranefndin hér með
að snúa sér til hinnar heiðruðu
hreppsnefndar Gufudalshrepps,
sem mun vera framfærslu-
hreppur hans, um endurgjald
á þessum kostnaði, sem mun
verða rúmar 100 krónur. Sund-
urliðaðan reikning yfir kostnað-
inn getur fátækranefndin eigi
sent í þetta sinn, en mun senda
hann við fyrstu hentugleika".
„Þá sé 50 til 75 aurar um
nóttina nægileg borgun“.
Arið 1903:
Hinn 15. apríl skrifaði nefndin
bæjarstjóm ísafjarðar eftirfarandi
bréf:
„Fátækranefndin hefur athugað
skjöl þau viðvíkjandi N nokkurri
N-dóttur, er sýslumaðurinn í
Barðastrandarsýslu hefir sent
sýslumanninum hér og bæjar-
stjórnin á fundi sínum í gær fól
nefndinni tii athugunar og um-
sagnar.
Eins og tekið var fram á bæj-
arstjórnarfundinum leikur enginn
vafi á því, að stúlka þessi er fædd
hér í kaupstaðnum og á því fram-
færsluhrepp hér.
Hvað viðvíkur máli þessu, þá
virðast skjölin bera það með sér,
að stúlka þessi hafi verið og sé
þetta ár vistráðið hjú hjá Ólafi
Guðbjartssyni í Hænuvík og getur
nefndin því ekki séð, að kaup-
staðnum, samkvæmt 23. og 24. gr.
í tilskipun um vinnuhjú á íslandi,
26. jan. 1866, beri að greiða annan
kostnað, sem stafað hefur af veik-
indum stúlkunnar, en fyrir lækn-
ishjálp og sérstaka aðhjúkrun og
það þó því aðeins, að stúlkan sjálf
hafi engin efni til að greiða þennan
kostnað að neinu leyti. En það
atriði er alveg óupplýst með skjöl-
unum.
Hvað viðvíkur meðlagi því, sem
hreppsnefndin í Rauðasandshreppi
hefur samið um að greiða með
nefndum kvenmanni, þá fær nefnd-
in ekki betur séð sakvæmt áður-
nefndum lögum, en að húsbónda
hennar beri að greiða það.
Að öðru leyti leggur nefndin til,
að stúlka þessi verði flutt hingað
venjulegum fátækraflutningi þeg-
ar vistár hennar er á enda, ef
hún ekki þá er svo frísk, að hún
geti unnið fyrir sér sjálf“.
Seinna þetta sama ár, eða hinn
14. október, heldur fátækranefnd-
in fund með sér í sambandi við
þetta mál, og athugar þar fram-
komið bréf og skjöl frá sýslu-
manni Barðstrendinga, varðandi
stúlku þessa.
Á fundinum samþykkti nefndin
að skrifa bæjarstjórninni, en hún
hafði sent fyrrgreind skjöl til um-
sagnar og athugunar í nefndinni,
eftirfarandi viðvíkjandi legukostn-
aði N.N.:
„Fátækranefndin hefir athugað
svar hreppsnefndarinnar í Rauða-
sandshreppi og sýslumannsins í
Barðastrandarsíslu út af bréfi
bæjarfógetans á áísafirði, dags.
5/5 1903, viðvíkjandi legudögum
N.N., og gleður nefndina að sjá,
að hreppsnefndin ekki vill fara
fram á að fá annað eða meira
borgað frá ísafjarðarkaupstað af
fyrri reikningi sínum, en það sem
lög leyfa.
Að öðru leyti hefir nefndin það
að athuga við bréf þessi:
1. að bréfin bera ekki með sér, að
neitt hafi verið grennslast eftir,
hvort stúlkan N.N. hafi átt
nokkuð sjálf til að greiða upp
í legukostnaðinn.
2. er reikningur læknisins of hátt
settur á hinum nýja reikningi
hreppsnefndarinnar. Þar eru
settar kr. 36,50, en samkvæmt
orginalreikn. dags. 16/12 1902,
sem fylgdi með skjölum !í vetur,
er reikningsupphæðin 31,55 og
því ofreiknað kr. 4,95.
3. stendur í fyrri reikningi hrepps-
nefndarinnar dags. 31/12 1902:
„Matur og húsnæði N. ásamt
vökukonu 1/50 pr. dag, en á
hinum nýja reikningi er sleppt,
eins og á að vera, mat og hús-
næði, en vökukonan sett þar
með 1/00 pr. dag, og virðist
fátækranefndinni það órýman-
legt, því fyrst og fremst er eng-
in sönnun komin fram er sýni,
að stúlkan hafi þurft vökukonu
allan þann tíma, er hún lá rúm-
föst, að minnstakosti ber vott-
orð læknisins ekki með sér að
þess hafi gjörzt þörf, og svo
álítur nefndin, að enda þótt
vökukonu hafi þurft þann tíma,
sem stúlkan var veik, þá sé 50
til 75 aurar um nóttina nægileg
borgun fyrir það.
Af framangreindum ástæðum leyf-
ir fátækranefndin sér að leggja til
að frestað verði að borga fyrr-
nefndan reikning hreppsnefndar-
innar í Rauðasandshreppi þar til
fullnægjandi svar er komið frá
sýslumanninum í Barðastrandar-
sýslu."