Skutull - 10.01.1962, Qupperneq 1
BIRGIR FINNSSON:
ísland oi uniheiinnrinn
Afleiðing erlendra atburða síðastliðið ár er m.a. betri samstaða lslend-
inga um aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu. Árið 1961 unnum við
stórsigra í landhelgismálinu og liandritamálinu. Einangrun landsins
er að fullu rofin, og á hinu nýbyrjaða ári stöndum við frammi fyrir
þeim mikla vanda, að taka afstöðu til Efnahagsbandalags Evrópu.
Dropi í hafi þjóðanna.
Islendingar eru aðeins 170 þús-
und, en samt hafa þeir haslað
sér völl á alþjóðlegum vettvangi
með margháttuðu samstarfi og
samskiptum við aðrar þjóðir,
margfalt stærri. Smæð okkar sést
gleggst, þegar athugað er, t.d., að
árleg fjölgun mannkynsins nemur
46—55 milljónum, en íbúatala
heimsins 1960 er talin hafa numið
3000 milljónum.
Síðastliðin 40 ár er talið að
jarðarbúum hafi fjölgað um rúm-
lega 1000 njilljónir.
Þegar þetta, m.a., er haft í
huga, þarf okkur í rauninni ekki
að furða á því, þótt ekki fari mik-
ið fyrir íslandi, eða málefnum þess
í viðskiptum þjóða í milli, en hitt
er staðreynd eigi að síður, að
aldrei hefur okkur vegnað betur
en eftir að við fengum að fullu og
öllu stjórn allra málefna landsins
inn á við og út á við í eigin hend-
ur, og það umboð megum við
aldrei fela öðrum. Sjálfstæðið er
dýrmætt fjöregg, og ennþá eru
margar þjóðir í heiminum, sem
hafa aldrei eignazt slíkt fjöregg,
eða þá glatað því aftur vegna of-
beldisverka annarra þjóða. Sérhver
þjóð verður sjáif að berjast fyrir
frelsi sínu, en lalþjóðleg samtök
geta veitt mikinn styrk í slíkri
baráttu, og veitt vernd þeim þjóð-
um, sem smæstar eru.
Þess vegna erum við íslending-
ar, þótt ekki séum við nema agn-
arsmár dropi í hafi þjóðanna, virk-
ir þátttakendur í alþjóðlegu sam-
starfi á fjölda mörgum sviðum: 1
Sameinuðu þjóðunum, í Atlants-
hafsbandalaginu, í Evrópuráðinu,
í Norðurlandaráðinu o.s.frv., og
þess vegna höfum við okkar eigin
utanríkisþjónustu.
Þessa þátttöku í alþjóðlegu
samstarfi þurfum við frekar að
auka heldur en minnka, þó af því
leiði talsverðan kostnað fyrir hið
fámenna þjóðfélag okkar. Með
þeirri þátttöku styrkjum við sjálf-
stæði landsins og tryggjum öryggi
þess, eftir því sem föng eru á.
Þetta alþjóðlega samstarf opnar
okkur einnig leiðir til marghátt-
aðra viðskipta og menningar-
tengsla, sem ekki má vanmeta.
Öryggi landsins.
Meðan svo er ástatt i heiminum,
að ekki hefur verið komið á al-
þjóðlegu kerfi, sem tryggt geti
varanlegan frið, og komið í veg
fyrir ofbeldisárásir, hljóta Islend-
ingar að skipa sér í sveit með
þeim þjóðum, sem vilja varðveita
frelsi og lýðræði, og byggja upp
samtök sín í vamarskyni, en ekki
til þess að hefja árásir á aði'a.
Þessa stefnu styður meirihluti
þjóðarinnar, en kommúnistar, og
nokkrir „nytsamir sakleysingjar“,
sem þeir hafa í eftirdragi, berjast
gegn henni með litlum árangri.
Þótt þjóðin hafi ekki verið ginn-
keypt fyrir rússadekri íslenzkra
kommúnista til þessa, þá skeði
tvennt á árinu 1961, sem varð til
þess að opna augu manna enn þá
betur en áður fyrir eðli og bar-
áttuaðferðum kommúnista: Rúss-
ar rufu hið frjálsa samkomulag
um bann við tilraunum með kjam-
orkusprengjur, og gerðu hverja til-
raunina á fætur annarri í and-
rúmsloftinu með kjamorku-
sprengjur af stærstu gerð, með ó-
fyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir
líf og heilsu þess fólks, sem verð-
ur fyrir geislavirku ryki frá
sprengingunum. í annan stað
steyptu Rússar dýrlingnum Stalín
af stalli, og ljóstuðu því upp, að
hann hefði raunar verið argasti
óþokki og glæpamaður alla þá ára-
tugi, sem hann fór með æðstu
völd í Rússlandi, og var dýrkaður
með gapandi aðdáun af kommún-
istum úti um allan heim, lika hér
á landi.
Hvað þarf nú meira en þetta
tvennt til þess að opna augu
manna fyrir því, hverskonar fyrir-
brigði kommúnisminn er? Þegar
hulu fortíðarinnar er svipt frá,
sjást Stalín og böðlar hans myrð-
andi félaga sína, í sjúklegri valda-
streitu, en í nútíðinni horfum við
á Krútschev ógna öllum heiminum
með mestu morðtólum, sem upp
hafa verið fundin.
Það má segja um þá menn, sem
ennþá trúa á kommúnismann í ein-
lægni, að sjáandi sjá þeir ekki og
heyrandi heyra þeir ekki, en mesta
ófriðarhættan í heiminum í dag
stafar frá útþenslustefnu komm-
únista, sem nota það kænskubragð
EITT HELZTA VIÐFANGSEFNI
kvennasamtakanna í landinu hefur
verið barátta fyrir fullkomnu
launajafnrétti kvenna og karla,
þ.e. að sömu laun séu greidd fyrir
sömu vinnu, hvort sem það er
karl eða kona, sem verkið leysir
af hendi.
öflugastan stuðning við þetta
réttlætismál kvennanna hafa
verkalýðssamtökin sýnt, sem um
árabil hafa markvisst stefnt að
fyllra launajafnrétti með þeim á-
rangri, að bilið milli launa karla
og kvenna hefur minnkað ár frá
ári.
Undir þetta réttlætismál hafa
hin pólitísku samtök alþýðustétt-
anna, Alþýðuflokkurinn, tekið af
festu og drengskap, og leitast við,
eins og jafnan, að bera málið
fram til sigurs í stamstarfi við
aðra aðila, og á þann hátt, að um
raunverulegar kjarabætur væri að
ræða, en ekki sýndarskrum eitt,
Birgir Finnsson
til að villa á sér heimildir, að
bregða yfir sig hjúpi hlutleysis, og
tala fagurlega um „friðsamlega
sambúð“ þjóða með ólíka skipu-
lagshætti.
Meðan ófriðarhættan er eins á-
þreifanleg og raun ber vitni, hljót-
um við að treysta varnir landsins
með nánu samstarfi við vinaþjóðir
okkar í Atlantshafsbandalaginu.
Fnamhald á 3. síðu.
sem strax yrði að engu gert.
Á síðasta þingi náði loks fram
að ganga, í góðri samvinnu við
liinn stjórnarflokkinn, Sjálfstæðis-
flokkinn, tillaga, sem fram var
borin af nokkrum þingmönnum Al-
þýðuflokksins, þess efnis, að
launajafnréttið skyldi koma til
framkvæmda í áföngum, — þ.e.
að konur, sem vinna verkakvenna-
störf, iðnaðarstörf eða verzlunar-
störf, skuli í sex áföngum á árun-
um 1962—1967 ná kaupi karla í
þessum greinum athafnalífsins.
Fullyrða má, að einmitt þessi
lausn var sú viturlegasta, þegar á
allt er litið, enda hafa þær þjóðir,
sem bezt tryggja farsæld og jafn-
rétti þegna sinna, leyst málið á
hliðstæðan hátt.
Nú skyldu menn ætla, að hinir
orðmörgu og baráttuglöðu „vinir“
alþýðunnar, kommúnistarnir, hafi
fagnað því, að fyrir lá jákvæð
lausn langþráðs baráttumáls al-
Lamiaiafiirétti hvciinn oú karla