Skutull

Årgang

Skutull - 10.01.1962, Side 3

Skutull - 10.01.1962, Side 3
SKUTULL 3 ÚÉárveitanitekin í notknn Islanil «y untheimurinn Framhald af 1. síðu. — Það er öryggi landsins fyrir beztu. Landhelgisdeilan leyst. Síðastliðið ár tókst ríkisstjórn- inni og meirihluta Alþingis giftu- samlega að leysa landhelgisdeil- una við Breta, en það er erfiðasta mál, sem íslenzkur utanríkisráð- herra hefur haft með höndum, eft- ir að við tókum sjálfir að fullu við stjórn og meðferð þeirra mála. Er ekki ofmælt að Guðmundur 1. Guðmundsson, utanríkisráðherra, hafi átt manna mestan þátt í þeirri lausn, sem fékkst. Hélt hann svo vel á málinu fyrir landsins hönd, að fátítt mun vera. Deilurnar um málið hljóðnuðu líka um leið og lausnin var fengin, og m.a.s. kommúnistar, sem höfðu þá stefnu eina, að halda deilunni áfram, til þess að spilla vináttu okkar við aðrar þjóðir í Atlantshafsbanda- laginu, hafa hætt mesta hávaðan- um. Framsóknarflokkurinn bar ekki gæfu til þess að nota það gullna tækifæri, sem honum bauðst í landhelgismálinu, til þess að að- greina stefnu sína frá stefnu kommúnista, og mun það verða flokknum til verðugs áfalls, eins og allt það dæmalausa kommadek- ur, sem sá flokkur hefur ástund- að upp á síðkastið. Handritin á heimleið. Síðastliðið ár skeði einnig sá merkisatburður, að samningar tók- ust milli menntamálaráðherra okk- ar, Gylfa Þ. Gíslasonar, og menntamálaráðherra Dana, Jörgen Jörgensen, um afhendingu ís- lenzkra handrita úr Árnasafni og hinu Konunglega bókasafni Dana, á þann veg, að við megum ágæt- lega við una. Danska þjóðþingið staðfesti síðan þennan samning, en harðsnúnum andstæðingum af- hendingarinnar í Danmörku tókst að fá framkvæmd málsins frestað um stundarsakir. Það breytir þó engu um afhendinguna. Við eigum hana vísa, þegar þar að kemur, og hafa Danir aukið stórlega á vin- sældir sínar hérlendis vegna þess- arar lausnar. Er það fágætt, að þjóðir, sem komizt hafa yfir foma dýrgripi á borð við íslenzku hand- ritin, skili þeim aftur, en við njót- um þess að í Danmörku hafa lengi farið með völd víðsýnir menn og skilningsgóðir á okkar málstað Forsætisráðherra Dana, Alþýðu- flokksmaðurinn Viggó Kampmann, og menntamálaráðherrann, Jörgen Jörgensen, úr róttæka vinstri flokknum, áttu af Dana hálfu mestan hlut að endanlegri lausn málsins. Voru fáar fréttir á s.l. ári meira gleðiefni fyrir sílenzku þjóðina en þær, að nú væri aftur von á kjör- gripum eins og Flateyjarbók og Sæmundar-Eddu til landsins. Viðburðaríkt ár. Þessi mál hafa verið rifjuð upp í tilefni af því, að við höfum nú kvatt árið 1961. Það var óvenju- lega viðburðaríkt ár fyrir okkur í samskiptum við aðrar þjóðir, og málalokin í landhelgisdeilunni og handritamálinu slík, að mörg ár kunna að líða þangað til við getum fagnað jafn mikilsverðum sigrum. Einangrun landsins er rofin fyr- ir fullt og allt, og ekki er að vita, hvaða vanda kann að bera að okk- ar höndum í framtíðinni gagnvart umheiminum. Ýmsar blikur eru á lofti, eins og minnst var á í sam- bandi við vamir landsins, og velt- ur þar á miklu, að þjóðinni lærist að standa betur saman en hingað til. Efnahagsbandalag Evrópu. Evrópuríkin hafa síðustu árin eflt stórum samvinnu sína á sviði efnahags- og viðskiptamála, og voru mynduð tvö bandalög, sem oftast eru kölluð sexveldin og sjöveldin. Samstarf þeirra fyrr- nefndu var frá byrjun mjög náið, en samstarf hinna síðarnefndu lausara í reipum. Nú eru allar horfur á, að þessi tvö bandalög muni renna saman í eina heild, Efnahagsbandal. Evrópu, og taka upp mjög náið samstarf. Fella aðildarríkin smám saman niður innbyrðis tollmúra, og gefa við- skipti frjáls. Vinnumarkaður verð- ur sameiginlegur, og samstarfið yfirleitt svo náið, að talað er um, að í uppsiglingu séu einskonar Bandaríki Evrópu með 300 millj. íbúa, og muni það ríki hafa mögu- leika til þess að verða eins vold- ugt, eða voldugra, heldur en Bandaríki Norður-Ameríku og Sovétríkin. Þessi þróun hefur geipilega víð- tæk áhrif, einnig fyrir íslendinga. Margar af beztu viðskiptaþjóðum okkar verða í Markaðsbandalagi Evrópu, og innan bandalagsins verða geysilegir markaðir, sem að- ildarríkin njóta fyrst og fremst. Þau ríki, sem utan þess standa, eiga hinsvegar á hættu að glata mörkuðum, vegna sameiginlegra tollmúra bandalagsins út á við. Island getur hvorki opnað vinnu- markað fyrir alla Evrópu, né hleypt öðrum fiskveiðiþjóðum inn í íslenzka landhelgi, en augljóst er, að svo miklir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðina í sambandi við Mark- aðsbandalag Evrópu, að við hljót- um að kynna okkur allar aðstæður til hlítar og athuga, hvort um það geti verið að ræða, að við fáum aðild að Efnahagsbandalaginu með skilyrðum, sem aðgengileg séu fyrir okkur. Á GAMLÁRSDAG boðaði bæjar- stjórinn á Isafirði, Jón Guðjóns- son, fréttamenn á fund sinn. Hann og vatnsveitustjóri bæjarins, Dan- íel Sigmundsson, skýrðu þar frá því að lokið væri byggingu vatns- veitunnar frá Úlfsá, en á því mannvirki var byrjað s.l. sumar, og að vatni hafi verið hleypt á þessa aðalvatnslögn bæjarins kl. 20,30 daginn áður. Síðan gáfu þeir, ásamt þeim Oddi Péturssyni, bæjarverkstjóra, er hafði á hendi verkstjóm við ýmsa þætti verksins, og Daníel Kristjánssyni, byggingameistara, sem sá um byggingu stíflugarðs- ins, sem myndar vatnsbólið í úlfsárgljúfrunum, — greinar- gott yfirlit um þetta mann- virki, sem er lokaþátturinn í stór- framkvæmdum í vatnsveitumálum kaupstaðarins, sem að hefur verið unnið síðustu árin. Árið 1958 lauk byggingu vatns- hreinsunarstöðvar í Stórurð, en það er rétt ofan við bæinn. Þetta er eina mannvirki sinnar tegundar í landinu. Þar er allt neyzluvatn bæjarins hreinsað á fullkomnasta hátt. Árið 1959 var lokið byggingu 900 smál. vatnsgeymis í Stórurð til þess að nýta sem bezt nætur- rennslið til bæjarins. Fyrir var 100 smál. geymir. Lokaáfanganum í þessum fram- kvæmdum, aðalvantsleiðslunni frá Úlfsá, var náð nú um áramótin. Fullyrða má, að þar með sé ör- ugglega séð fyrir vatnsþörf bæjar- félagsins um næstu framtíð, enda mun ekkert bæjarfélag hafa sýnt meiri stórhug í þeim efnum en Isafjörður. Úlfsárleiðslan er 5 km á lengd. Pípurnar eru frá Vestur-Þýzka- landi. Þær eru úr „eternit" og eru 8" víöar. Þær flytja 80 sek/1 af vatni. Innkaupastofnun ríkisins annaðist um útvegun verðtilboða í pípur og tilheyrandi tengingar. Byrjað var að grafa skurðinn 8. júní s.l. Grafið var með skurð- gröfu bæjarins og vann það verk einn maður, Sigtryggur Jörunds- son. Jón H. Guðmundsson, skóla- stjóri, sá um verkstjórn við skurð- gröft og lagningu pípunnar til hausts, en þá tók Oddur Pétursson við því starfi. Lagningu pípunnar var lokið um miðjan nóvember s.l. Vinnan við vatnsbólið, sem er mikil uppistaða neðan við Tungu- Afstaðan til bandalagsins verður tvímælalaust eitt vandamesta mál- ið gagnvart umheiminum, sem við ' Islendingar þurfum að fja-lla um í nánustu framtíð. leitisfoss, hófst 1. ágúst s.l., en þá var byrjað að fjarlægja jarðveg og undirbúa uppslátt steypumóta. Byrjað var að steypa í mótin 12. september s.l. Á tímabili leit út fyrir, að ekki yrði hægt að fullgera yfirfallsvegginn, þar sem ekki væri hægt að steypa vegna frosta, og var þá í ráði að byggja bráðabirgðatimburþil í skarðið, svo unnt væri að taka lögnina í notkun í vetur. En í desemberbyrj- un kom hlýviðriskafli og var þá fulllokið að steypa yfirfallsvegg- inn, og lauk því verki 10. f.m. Lónið, sem þarna myndast, tekur 2000 smál. vatns. Yfirborð vatnsins í lóninu er 164,2 m yfir sjávarmál. Fallhæðin frá vatns- bólinu í vatnshreinsunarstöðina í Stórurð er 139,5 m. Yfirfallsstífl- an með þéttiveggjum og inntaks- þró er 60 m á lengd. Jarðfylling var gerð upp að þéttiveggjunum. Mesta hæð yfirfallsstíflunnar er 3,9 m. Aðflutningur á efni var þama erfiður og öll vinnuskilyrði torveld. Vatnsveitustjóri bæjarins, Dan- íel Sigmundsson, sá um daglega yfirstjórn verksins ásamt verk- stjórunum. Verkfræðifyrirtæki Sigurðar Thoroddsen, Reykjavík, sá um allan verkfræðilegan undirbúning, og var það Jóhannes Guðmunds- son, verkfræðingur, sem hafði það aðallega með höndum. Sama fyrir- tæki var til ráðuneytis um kaup á pípum og tengistykkjum. Sigurður Thoroddsen hefur einnig haft með höndum verkfræðilegan undirbún- ing hinna tveggja vatnsveitufram- kvæmda bæjarins, vatnsgeymisins og vatnssíuhússins. Ýmsir álitu að auka mætti vatn- ið til bæjarins með nýrri aðallögn úr Tunguá, en sú, sem fyrir er, Tunguárveitan, flytur 30 sek/1. En á árunum 1959 og 1960 voru gerðar allvíðtækar rennslismæl- ingar í Tunguá og Úlfsá. Þær mæl- ingar sýndu, að í langvarandi frostum þvarr vatnsmagnið í Tunguá svo mjög, að augljóst var, að verulega skorti á, að þar væri um öruggt vatnsból og nægilegt að ræða. Að þessu athuguðu var ákveðið að byggja Úlfsárveituna. Þessar tvær aðalvatnsæðar flytja til bæjarins um 9 700 tonn af vatni á sólarhring, en það sam- svarar því, að hver bæjarbúi fái um 3 600 lítra vatns á sólarhring hverjum, og eftir því, sem verk- fræðingar telja, þá mun slíkt vatnsmagn á íbúa vera mjög fátítt. Kostnaðurinn við Úlfsárvirkjun- ina verður sem næst 3,5 milljónir Framhald á 5. síðu.

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.