Skutull

Volume

Skutull - 16.09.1971, Page 1

Skutull - 16.09.1971, Page 1
FRAMBOBSLISTI ALBfBLFLOKKSIlS við bæjarstjórnarkosningarnar á ísafirði 3. október 1971 Á sameiginlegum fundi Alþýðuflokksfélaganna á ísafirði, sem haldinn var 31. ágúst sl. var endanlega gengið frá framboði flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar 3. okt n.k. Helzta breytingin á listanum frá því í kosn- ingunum á sl. ári er sú, að Björgvin Sighvatsson hefur kosið að draga sig í hlé og skipar því svonefnt heiðurssæti að þessu sinni. Björgvin hefur verið bæjarfulltrúi síðan 1954. Hann var í mörg ár varaforseti bæjarstjórnar, en eftir kosningarnar 1966 var hann kjörinn forseti og því starfi gegndi hann þar til í byrjun þessa árs. Hann átti löngum sæti í bæjarráði, auk þess sem hann starfaði í fræðsluráði og hafnarnefnd \ auk fjölda annarra trúnaðarstarfa, sem honum voru falin, sem bæjarfulltrúa. Öll þau fjölþættu störf er Björgvin voru falin 1 þágu bæjarfélagsins leysti hann af hendi af þeirri samviskusemi og dugnaði, sem honum eru eiginleg. Við lausn sérhvers máls sátu hagsmunir bæjarfélagsins ætíð í fyrirrúmi, en hann var manna gleggstur við að koma auga á aðalatriðin hverju sinni. Alþýðuflokkurinn stendur í mikilli þakkarskuld við Björgvin Sighvatsson fyrir öll hans miklu og heilladrjúgu störf í þágu ísafjarðarkaupstað- ar. Er vissulega skarð fyrir skildi, er maður með jafn mikla þekkingu og reynslu í bæjarmál- um og Björgvin hverfur úr bæjarstjórninni Ekki skal fjölyrt um frambjóðendur Alþýðu- flokksins að þessu sinni. Að megin hluta er list- inn skipaður sama fólki og í kosnigunum á sl. ári. Þó eru fimm ný nöfn á listanum. Ber þar fyrst að nefna Auði H. Hagalín, er skipar þriðja sætið. Auður hefur ekki átt sæti fyrr á lista hjá Alþýðuflokknum. Hún hefur starfað mikið að fé- lagsmálum og þá einkum að málefnum æskufólks og valist til trúnaðarstarfa þar að lútandi. Skal á engan hátt leynt, að við bindum miklar vonir við störf Auðar í þágu bæjarfélagsins, en hvar vetna hefur hún getið sér góðan orðstí. Skal á það bent, að miðað við seinustu kosningaúrslit Framihald á 2. síðu Sigurður Johannsson Petur Sigurðsson Gunnar H. Jónsson Jens Hjörleifsson Gestur Halldórsson Marías Þ. Guðmundsson Auður H. Hagalín Gunnlaugur Ó. Guðmundsson Kristín Ólafsdóttir

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.