Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 1991, Blaðsíða 4

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 1991, Blaðsíða 4
4 SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ í REYKJAVTK OG NÁGRENNI Afmælis- fagnaður SÍRON 11. okt. á Sögu Siglfirðingafélagið í Reykjavík og nágrenni (sem Fréttabréfið hefur tekiðsérþaðbessa- leyfi að skammstafa SÍRON) er þrjátíu ára í haust nánar tiltekið 14. okt. n.k. Á þeim tímamótum hefur stjórn SÍRON og skemmtinefnd ákveðið að halda upp á þetta með afmælisfagnaði þann 11. október að Hótel Sögu. Undir- búningur er skammt á veg kominn en óhætt mun vera að uppljóstra þvíaðnú er unnið að því hörðum höndum að safna saman og sýna ljósmyndir frá Siglufirði frá alda- mótum til okkar daga. Hér er því kominn enn einn dagurinn til að merkja við á daga- talinu eða minnis- bókinni. Félag áhugamanna um minjasafn: Síldarminja- safn opnað 20. maí Það hefur mikið verið að gerast hjá okkur í FÁUM síðustu mán- uði. Roaldsbraggi var fluttur á nýjan grunn síðastliðið haust og þar með var náð fyrsta áfanga í endurbótum á húsinu. Félagar unnu við gerð nýrra sökkla og spöruðu með því stórfé. Jón Dýrfjörð og starfsmenn hans sáu um flutning hússins oft við hinar erfiðustu aðstæður. Þarna var unnið stórvirki sem kostaði meiri pening en FÁUM gat borgað, þannig að í byrjun árs 1991 skuldum við nokkurt fé. En vegna sérstaks velvilja lána- drottna okkar ætti það ekki að þurfa að trufla fyrirhugaðar fram- kvæmdir 1991, ef nægjanlegt fé fæst til þeirra. Það þarf að lyfta húsinu í rétta hæð á ný og smíða útveggi neðstu hæðar, áætlað er að það kosti um 1 milljón króna. Þannig að nú í byrjun árs er unnið að fjáröfl- un og leitað er til ýmissa aðila í því sambandi. Jafnframt er stöðug vinna í gangi hjá félögum við að gera klárt á Hafnar- hæð, en eins og mörg- um er kunnugt lánaði Síldarútvegsnefnd FÁUM einbýlishús sitt á Hafnarhæð til afnota fyrir alla muni af smærri gerðinni. Nú er sem sagt unnið að því að koma þar fyrir munum og myndum (aðallega síldarminj- um) til sýningar og opna bráðabirgðasafn með formlegum hætti þann 20. maí, á af- mælisdegi kaupstaðar- ins. Þá rætist væntan- lega gamall draumur Siglfirðinga: Að eiga minjasafn um sögu staðarins. Ráðgert er að hafa safnið opið í sumar á laugardögum kl. 14-16. Þeir ferða- menn, einstaklingar eða hópar sem vilja sérstaka fyrirgreiðslu geta haft samband við einhvern undirritaðan: SIGLFIRÐINGAPÉLAGIÐ í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI 5 Steypumót smíðuð fyrír nýjan grunn. Áhugamenn vinna saman „létt“ verk og skemmtilegt. Birgir Steindórsson sími 71828 -71301 Regína Guðlaugsdóttir sími 71100 Anton Jóhannsson sími 71528 Örlygur Kristfinnsson sími 71728 Orðsending til Hóps 1951 Hópur ’51 hefur ákveðið að hittast, ásamt mökum, á Kringlukránni laugardaginn 27. apríl n.k. kl. 19.30 og fara síðan saman á Siglfirðingaballið í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi um kvöldið. Nefndin Siglfirðingur! • Ert þú skráður í SÍRON? • Ert þú rétt skráður, þ.e. heimilisfang og sveitarfélag? • Veist þú um einhvern sem ekki er í félaginu en langar til þess? • Eru allir í þínum árgangi í SÍRON? • Eru allir ættingjar þínir í SÍRON? Ef þú vilt nánari upplýsingar þá er þær að finna hjá Önnu Laufeyju í síma 616342 eða Gunnari Trausta 657126 - 76075. Kæru fermingar- og skólasystkin módel 1931 frá Siglufirði Þá er nú komið að því að hittast aftur, en nú í Stykkishólmi það er miðsvæðis. Við erum búin að fá Hótelið 13.-14. júlí. Ætlunin er að við hittumst um hádegi laugar- daginn 13. júlí þáfáum við herbergin. Síðaner ætlunin að fara í Eyjaferð með bátnum (þeir sem hafa áhuga á því). Borða svo saman góðan mat um kvöldið. Sofum svo út á sunnudaginn, annars fáið þið bréf frá okkur. Verum öll með! Það var frábært að hittast síðast, höfum þetta ekki síðra. Sjáumst öll hress og kát 13.-14. júlí. Kveðja, Soffía Jóhanns. sími 91-37313. Stefanía Péturs. sími 91-41706. Svanfríður Eyvinds. sími 91-52006.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.