Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 1991, Blaðsíða 8

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 1991, Blaðsíða 8
ARBOK UM SIGLUFJÖRÐ í ÁSKRIFT Á árunum 1975-76 gaf Sögufélag Siglufjarðar út rit um Siglufjörð, Siglufjarðarbók 75 og 76. Innihald þeirra voru stuttir þættir og fróðleikur um mannlíf og sögu síldarbæjarins. Viðtökurnar voru mjög góðar. En einhverra hluta vegna lagðist útgáfa þessi af. Nú hefur Myllu-Kobbi forlag ákveðið að endurvekja þessa útgáfu og mun Siglufjarðarbók '91 koma út með haustinu. Útgáfan fer af stað vegna fjölda áskorana á forráðamenn forlagsins. Meðal efnis í Siglufjarðarbók ’91: • Saga Gautanna, skráð af Karli E. Dalssyni fréttamanni á Akureyri, en hljómsveitin er ein elsta danshljómsveit á íslandi í dag. • Viðtalsþáttur. þar sem Benedikt Sigurðsson, kennari ræðir við Guðmund góða. • BlýkerlingarmelureftirGuðbrandMagnússon. • Uppboðið mikla á Siglunesi 1890. • Saga Roaldsstöðvarinnar. • Siglfirsk tíðindi áranna 76 og '90. • Slysfaraþáttur og m.fl. Fyrirhugað er að selja Árbókina eingöngu í áskrift, þess vegna er mikilvægt að fólk skrái sig inn til forlagsins sem fyrst til að hægt sé að skipuleggja verkið betur og áætla kostnað og verð. Það er von okkar og ósk að Siglfirðingar nær og fjær taki nú við sér og hjálpi okkur við að varðveita sögu mannlífs á Siglufirði á þann hátt að sómi sé að og í þeim umbúðum sem hæfa. Til verksins hefur ráðist Benedikt Sigurðsson, sem er ritstjóri.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.