Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 1991, Blaðsíða 2

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 1991, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ í REYKJAVIK OG NÁGRENNI FRÉTm * BRÉF Útgefandi: Siglfirðingafélagið i Reykjavík og nágrenni Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Félagsgjaldið Frh. af bls 1. r A aðalfundi SÍRON sl. haust var sam- þykkt svohljóðandi tillaga: Félagsgjald í SÍRON skal inn- heimta árlega og skal aðalfundur ákveða upphæð þess. Félagsmenn 67 ára og eldri greiða ekki félags- gjald. Niðurstaða meiri- hluta fundarins var sú að þar sem starfsemi Siglfirð- ingafélagsins hafi aukist hin síðari ár, ekki hvað síst með útkornu Fréttabréfs- ins, þótti rétt að treysta fjárhag félagsins með innheimtu félags- gjalda sem gerir því auðveldara að vinna að markmið- um félagsins sem erum.a. að vinna að menningarmálum í Siglufirði og efla tengsl félaganna við Siglufjörð. Auðvitað eru skiptar skoðanir um hvort félag eins og SÍRON eigi að innheimta félags- gjöld. En flest getum við verið sammála um að 500 kr. á ári breyta ekki afkomu hvers og eins. Þeim félags- mönnum sem orðnir eru 67 ára og eldri er í sjálfsvald sett hvort þeir greiða eða ekki. Og menn verða ekki strikaðir út af skrám þó að félagsgjald dragist. Með von um skjót viðbrögð og góð sendir stjórn SÍRON öllum Siglfirðingum nær og fjær sumar- kveðjur. Á góðri stundu: Sólveig Ólafs, HeiðarÁstvalds, Ásta Einars, Steinunn Friðriks ogHalli Óskars. Fjölsky ldudagurinn: Hliðarsal bætt við - og nú komast allir fyrir Eins og gat um í síðasta Fréttabréfi verður eitthvað að láta undan þar sem 200 Siglfirðingar koma saman. Nú er unnið að því að bæta við í Kirkjuhvoli í Garðabæ hliðarsal þar sem sjónvarpa má úr aðalsal til að gera öllum kleift að fylgjast með skemmtiatriðum á sviði og til að allir geti fengið sæti á þessum hátíðisdegi Siglfirðinga. Fjöl- skyldudaginn ber að þessu sinni upp á 12. maí n.k. og mun kvennahersingin undir forystu Ástu Einars bera fram kaffi og siglfirskt meðlæti af sinni alkunnu snilld. Þarna hittast ungir og aldnir Siglfirðingar og þarna myndast ný tengsl sem hafa rofnað í amstri daganna. Fréttabréfið vill sér- staklega hvetja þá sem aldrei hafa látið þann munað eftir sér að hringja nú í Siggu vinkonu eða Palla frænda og fá að fljóta með og upplifa ógleymanlega stemn- ingu. Þarna er ýmis- legt til skemmtunar fyrir börn s.s. krakka- happdrætti og vídeó- horn.Semsagtl2.mai er frátekinn fyrir fjölskyldudaginn.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.