Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 1993, Qupperneq 1
SIGLFIRÐINGAFELAGIÐIREYKJAVIK OG NAGRENNI
FRÉTIA ■ » BRÉF
Jón Sæmundur Sigurjónsson
VANTAR TUNNU!
Jr1 etta kall í miðju
atinu er gömlum
Siglfirðingum vel
kunnugt. Þegar
söltunin stóð sem
hæst var ekki gott
fyrir síldarstúlkuna að
standa uppi
tunnulausa. Það
þýddi að hún komst
ekkert áfram með
söltunina og krafan
var því sett fram af
töluveðri ákveðni og
eins gott fyrir
tunnudrenginn að
hlýða kalli hið fyrsta.
Siglfirðingafólagið í
Reykjavík og nágrenni
er nú brátt að komast í
svipaða aðstöðu og
síldarstúlkan, sem að
vísu er búin að salta í
fjölmargar tunnur, en
vantar nú nýja. I
Siglfirðingafélaginu
eru tæplega
tólfhundruð félagar.
Við vitum að á
svæðinu eru miklu
fleiri Siglfirðingar og
velunnarar
Siglufjarðar,
sérstaklega í hópi
hinna yngri árganga.
Þá er ég sérstaklega að
tala um ungt fólk að
heiman, sem er að
vísu enn með
lögheimili á
Siglufirði, en er hér
við nám og ýmis störf
mestan part ársins.
Þetta á auðvitað líka
við um yngra fólk,
sem tekið hefur hór
búsetu og ekki drifið í
að munstra sig hjá
félaginu.
Þetta er því ákall til
unga fólksins,
almennt ræs, að koma
og taka þátt með
okkur í
Siglfirðingafélaginu,
því þrátt
fyrirtólfhundruð
félaga á skrá, þá þarf
söltunin auðvitað að
ganga áfram og félagið
að dafna.
Með þetta markmið í
huga hefur stjórn
félagsins komið fram
með þá hugmynd að
komið verði á fót
"trúnaðarmannaráði",
sem starfi náið með
stjórn félagsins, en
þessi hópur verði
þannig saman settur,
að hver árgangur frá
1903 til 1973 eigi sinn
eða sína fulltrúa í
hópnum. Hlutverk
fulltrúanna verði að
halda sambandi
árgangsins lifandi við
félagið og beita
sérstaklega
ótæpilegum áróðri við
samtíðarmenn sína að
láta sjá sig og taka
þátt þegar eitthvað
stendur til hjá
félaginu.
Fyrst í stað mun
stjórnin svona frekar
sýna á sér hina blíðari
hliðina og æfa sig í
biðlund og
þolinmæði. A því
tímabili er ætlast til
að fjöldi fólks gangi
fram fyrir skjöldu og
tilkynni að það vilji
meira en gjarnan taka
að sér og verða
trúnaðarmenn í
árgangi og hvetja
mannskapinn til dáða.
Ef svo ólíklega skyldi
fara að ótrúleg
óframfærni vel upp
alinna og kurteisra
Siglfirðinga aftraði
þeim frá því að láta
undan þeirri sterku
hvöt að taka þátt í
starfinu, þá hyggt
stjórnin berja bumbur
og hafa frammi alls
kyns klæki til að
lokka menn úr
fylgsnum feiminnar,
því það er alveg ljóst
og það hafa
Siglfirðingar lært í
gegnum tíðina, að
þegar kallað er á
tunnu, þá verður hún
að koma.
Það er líka gaman að
starfa í Siglfirðinga-
félaginu. Þar er nóg
síld og kryddið er til
staðar. ■
Jón Sæmundur, formaður og Karl Ragnars, gjaldkeri,
tveir gamlir tunnustrákar að norðan!