Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 1993, Qupperneq 7

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 1993, Qupperneq 7
B 4 Hvanneyrarskál 1993- 1996. 3. Tynesarbrakki - samkomuhús endurbyggt1994-97. 4. Siglingar, hestamennska o.þ.h. Kaup á tækjum og búnaði og skipulagning þyrfti að fara fram áður en langt um líður svo reynsla fáist af þessari þ jónustu/afþreyingu tímanlega. 5. Kynning á áætlunum og hugmyndum um ferðamannaþjónustu á Siglufirði. Ferðamálaráði, Byggðastofnun og öðrum þeim sem þessi mál kunna að heyra undir verði kynntar hugmyndir og stefna Siglfirðinga.Heppilegt væri að hafa fullan stuðning opinberra aðila og vinna að þessum málum í samráði við þá. Fegrun bæjarins Samhliða því að ákveðin stórverkefni eru unnin til undirbúnings því að taka á móti ferðamannahópum, þá þarf að vinna áfram markvisst að því að fegra bæjarins. Lóðir og opin svæði verði snyrt og prýdd með runnum osfrv.Bæjarfélagið hafi þar forgöngu með verkum sínum og skipulagi og hvetji fyrirtaeki og einstaklinga til að leggjast á eina sveif til að gera Siglufjörð að aðlaðandi bæ. Niðurlag Á þessum blöðum er reynt að setja skipulega fram hugmyndir um uppbyggingu ferðaþjónustu á Siglufirði. Þetta verk gæti verið sem leiðarljós við stefnumörkun á því sviði. Hagsmunaaðilar stilli saman krafta sína í því verkefni að byggja upp þá þjónustu og afþreyingu sem laðaði Sunnubrakki umkringdur mastursskógi á síldarárunum. ferðamenn til Siglufjarðar í stórum stíl. Höfuðáherslan verði lögð á að varðveita minjar um sérstæða sögu staðarins. Síldarminjasafnið, ferðir um stórbrotið landslag og góð aðstaða til vetraríþrótta ásamt annarri afþreyingu yrðu aðdráttaraflið. Mikilvægt er að fegra svipmót bæjarins og gera sér grein fyrir því að "Gamlar og ljótar" byggingar geta öðlast nýtt hlutverk við endurgerð þeirra. Á tiltölulega fáum árum væri hægt að gera Siglufjörð að ferðamannastað ef vel verður að verki staðið og fjármagn fæst til framkvæmda. Til þess þarf samstöðu heimamanna og góða kynningu á markmiðum þeirra í ferðamálum. ■ SIGLFIRÐINGUR ! • Ert þú skráður í SÍRON ? • Ert þú rétt skráður, þ.e. heimilisfang og sveitarfélag ? • Veist þú um einhvern sem ekki er í félaginu en langar til þess ? • Eru allir í þínum árgangi í SÍRON ? • Eru allir ættingjar þínir í SÍRON ? Ef þú vilt nánari upplýsingar þá er þær að finna hjá Önnu Laufeyju í síma 61 63 42 eða Gunnari Trausta 65 71 26

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.