Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2011, Síða 8

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2011, Síða 8
læknagyðjunnar Eirar í magnþrungnu umhverfi sínu á veggnum, hvert einasta sinn sem ég á leið inn á stofnunina sunnan undir Hvanneyrarhólnum. Fyrir nokkru þegar ég var staddur á Siglufirði, gerði ég mér sérstaka ferð til að leita hana uppi og var vel tekið af starfsfólkinu eins og vænta mátti. Þau Þóra Jónsdóttir og Birgir Ingimarsson (Láka) lóðsuðu mig að fótstalli gyðjunnar, en það skal fúslega viðurkennt að ég rataði ekki þangað hjálp- arlaust. Reyndar áttaði ég mig á villu míns vegar þegar ég stóð andspænis gyðjunni og horfði þaðan til stigans sem liggur upp á efri hæðirnar. Þarna voru iðnaðarmenn að vinna við breytingar á hús- næðinu sem áður hýsti m.a. læknastofur, lækna- ritara, gamla anddyrið, móttökuna og eitthvað fleira. Mig fýsti að vita hvað til stæði og Birgir veitti mér, eins og vænta mátti, greið svör við spurningum mínum. „Jú, það hefur komið fólk beinlínis til að spyrja um myndina og við höfum þá bent því á hvar hana er að finna. En hérna að norðanverðu er núna inn- keyrsla sjúkrabílsins og í gömlu forstofunni sem er að vísu orðin talsvert stærri en hún var hérna áður fyrr, verður bráðamóttakan. Svo verður öldrunar- deildin sem núna er á þriðju hæðinni flutt hingað niður.“ Fyrirætlanin hljómaði alls ekki svo illa við fyrstu hlustun og vonandi mun þessi hluti húsnæðisins sem hefur staðið auður síðustu misserin öðlast nýtt og gagnlegt hlutverk í framtíðinni. Vonandi munu vist- menn og starfsfólk HS gæða hann lífi og vonandi munu þá fleiri njóta listaverks Höllu Haraldsdóttur. Þegar ég átti leið suður yfir heiðar næst setti ég mig í samband við Höllu sem nú býr í Garðabæ og spurði hana hvort ég mætti ekki forvitnast örlítið um söguna á bak við verkið og tilurð þess. Hún tók erindi mínu vel og ég heimsótti hana í nýliðinni dymbilviku. „Upphaflega bað Skúli Jónasson (byggingameistri sjúkrahússina) mig um að gera varanlegt verk á vegg í anddyri nýja sjúkrahússins og síðar ítrekaði Olafur Þorsteinsson læknir þessa sömu ósk. Engar kvaðir eða óskir voru uppi um út á hvað verkið ætti að ganga eða hvernig það ætti að líta út, ég hafði því algjörlega frjálsar hendur og vann alla hug- myndavinnuna alveg frá grunni. Þegar hún var að baki, stækkaði ég myndefnið upp í 8-10 fermetra á gólfinu heima á Hólaveginum þar sem við bjuggum. Óhætt er að segja að það hafi þrengt talsvert að fjöl- skyldunni þann tíma sem sá hluti undirbúningsins stóð yfir, því að plássið í íbúðinni var nú ekkert allt of mikið fyrir. Þrír litlir strákar sem hlupu, hopp- uðu, skoppuðu og skriðu um gólfin VeKKmyndin í anddyri hins nýja sjúkraliúss. Listakonan, frú Hulla Haraldsdóttir, sézt á myndinni við verk sitt. — Ljósm.: S.K. Ólafur 1». Þorsteinsson, sjúkrahúslæknir og for- maður byggingamefndar, rekur aðdraganda að byggingu sjúkraluissins og byggingarfrnm- kvæimlurn. — Ljósm.: S.K.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.