Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2011, Side 9

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2011, Side 9
þurftu auðvitað líka sína athygli og um- önnun. Það má því alveg segja að ég hafi stundum staðið yfir myndinni útbreiddri á gólfinu með sleifina í annarri hendi en málningarpensilinn í hinni. Þegar kom síðan að því að vinna mynd- ina í sitt endanlega form á sjúkrahúsinu, naut ég góðrar aðstoðar Baldurs Olafs- sonar múrara sem reyndist alveg frábær- lega í alla staði. Hann rappaði og gróf- pússaði vegginn, en ég fór að móta mynd- verkið í steypuna áður en hún þornaði um of. Til þess notaði ég mjög frumstæð áhöld svo sem lítinn vasahníf, teskeið og auðvitað líka berar hendurnar. Allt var unnið fríhendis eftir frumhugmyndinni og það mátti ekkert út af bera, en þetta gekk upp að lokum. Svo þurfti að gæta þess að steypan þor- naði ekki of hratt og við Baldur vorum á ferðinni á ýmsum tímum sólarhringsins að bleyta í henni, allt þar til hún taldist vera orðin tilbúin undir málningu. Á svoleiðis hlutum hafði ég ekkert vit, en Baldur var með allt slíkt alveg á tæru. Ég fékk góðar leiðbeiningar um hvernig liti ég ætti að nota hjá Barböru Árnason vinkonu minni, en henni kynntist ég þegar ég var í myndlistaskólanum. Þeir hafa staðist tímans tönn mjög vel því þetta var árið 1966 og ég hef aldrei síðan þurft að fara yfir hana með pensli til að laga neitt. Það var talsverð hugarleikfimi að finna út hvaða leið ég ætti að fara varðandi múrverkið á sjúkrahúsinu. Ég man að Ólafur læknir var fyrst pínulítið óöruggur og hefur sjálfsagt velt fyrir sér hvað mér myndi nú detta í hug að gera. Hann hefur kannski haldið að ég myndi gera einhverjar fallegar blómamyndir eða eitthvað sem segði frekar fátt í einhvers konar myndrænu afstöðuleysi. En þegar hann sá hvernig myndin ætti að líta út gat ég ekki merkt neinn efa í huga hans, en þá lá hins vegar við að mér féllust hendur vegna þess að ég sá fram á hvað þetta yrði mikil vinna. Ég vildi gera mannlífið eða lífshlaupið að viðfangsefni mínu með öllu því sem fylgir því að vera til, gleði og sorg, lífi og dauða eins og er hjá okkur öllum. En auðvitað líka vonina um bata þegar eitthvað bjátar á. Ég gerði læknagyðjuna Eir að miðdepli myndarinnar, en hún er ein af guðynjunum í goða- fræðinni. Á þessum tíma hafði ég litla þekkingu á því hvernig best og skynsamlegast væri að vinna svona verk og fékk heldur enga leiðsögn neins staðar frá um það. í dag þegar ég hef öðlast heilmikla reynslu og þekkingu, er ég ekki viss um að ég myndi hafa þann kjark og það þor sem þarf til að ráðast í verk Halla og Hjálmar í nýja húsinu, rétt fyrir ofan flœðarmálið þar sem Arnarnesvogurinn breiðir úr sér eins og risavaxið málverk fyrir utan stofugluggann. af þessu tagi. Eftir á að hyggja hef ég sennilega hent mér þarna út í djúpu laugina og komist frá gerðum mínum með einhverjum óskiljanlegum og undraverðum hætti. En þessi mynd átti eftir að hafa meiri áhrif á líf mitt og lærdóm þegar fram í sótti en mig óraði fyrir á þessum tíma. Eftir að ég var flutt suður sendi Ólafur læknir mér bréf þar sem hann segir mér af því hve þessi saga frá veikindum til heilsu og lífsgleði sem myndin lýsir, sé honum ávallt ofarlega í huga. Á erfiðum stundum á sjúkrahúsinu segist hann stund- um ganga niður stigann og setjast fyrir framan hana stundarkorn. Þar líði honum vel og það sé engu líkara en hann finni í henni orku og andlegan styrk. Eftir svolitla nærveru væri hann síðan aftur tilbúinn að halda áfram að takast á við dagsins önn og eril. Ég þakkaði Höllu fyrir spjallið. Vonandi á læknagyðjan með stafinn sinn eftir að stíga aftur fram úr skugganum og verða sýnilegri en hún er nú, öðlast þann virðingarsess og verða aftur það tákn Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar sem lagt var upp með í fyrstu og gleðja gesti og gangandi líkt og hún gerði áður í svo ríkum mæli. LRO

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.