Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1931, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.02.1931, Blaðsíða 18
38. HEIMILISBLAÐIÐ Bókafregn. Ársrit Hins ísl. garðyrkjufélags 1930 hefir verið sent Heimilisblaðinu. I þessu riti eru, eins og ætíð þarfar leiðbeining- ar í blómarækt og garðrækt. Þó {Detta árs- rit sé ekki stór bók, þá er hún ein af þeim allra nauðsynlegustu, sem út koma. Að þessu sinni er efni ársritsins þetta: St.jú'publómin. Eftir Hannes Thorsteins- son. Gróóurhús. Skrá yfir útlendar blómjurtir. Eftir Ein- ar Helgason. Blómlaukar. Víst eftir saraa, og síðast smágrein um Jaróyrkjufélagió og síðasta aðalfund þess. — »Fundarmenn tóku að sér að útvega tvo nýja félagsmenn hver þeirra«, segir í greinargerð þessari. Og þar sem árstillag er ekki nema 2 krónur, en félagið eitt af þeim allra þörfustu í landinu, þá ætti sú liðsöfnun að ganga vel. — -—>^X— kuggjjá. Þó að Frakkland og Pýzka- land hefðu hvort fyrir sig l'leiri særða hermenn eftir heimsstyrjöldina en Bretar, þá hefir England þó greitt uppgjafahermönnum sír.um nærri jafnmikið fé 1 lífeyri og bæði hin 'ríkin til samans. 1 marz (1929) var lífeyrir særðra enskra hermanna orðjnn 1300 miljónir sterlingspunda. Til samanburðar má geta þess, að þessi þrjú ríki hafa síðan í nóv. 1918 greitt I lífeyri sem hér segir: Þýzkaland 1850 milj. sterlingspunda, Frakkland 2250 milj. og brezka rlkið 3935 miljónir. Nokkuð af þessu fer til þess að kenna hermönnum ýms friðsam- leg störf. Af þessu leiðir að meðal uppgjafaher- manna þessara eru ekki nema fimm af hverju hundraði vinnulausir, en af algengum verkamönn- um (í marz 1919) tlu af hundraði. Þá voru líf- eyrismenn samtals 970 þús. og af þeim 19 þús„ sem eru atvinnulausir, eru 7 þús. eigi vinnnu- færir. Viltu verða heimsmeistarí? Það er hægðarleikur. Ekki þarf annað en eta 200 Vtn- arbrauð á einni klukku- stund. Þá ert þú orðinn heimsfrægur, þangað til annar etur 201 stykki á sama tíma. Það eru fádæma margir kynlegir menn sem eru þátttakendur í því að set^a met í þessari vitleysu. í París er ölkolla ein og á hana merkt nöfn þeirra manna, sem tæmdu hana fulla af öli. Hún rúmar 9 lltra, og I fyrsta skifit var hún tæmd á 1 mínútu og 7 sekúndum. Þetta hefir verið lækkað tólf sinnum síðan og síðasti heimsmeistarinn tæmdi kolluna á rúmum 23 sek- undum. — Hr. Fritz Söner varð frægur í Berlín fyrir það, að hann át 300 punda grís á 10 dög- um. Annar Berlínarbúi át bjúga^ sem var 7 stik- ur og 4 þumlungar á lengd, á tæpum hálftíma. Englendingur nokkur setti annars konar met, en það var I því fólgið að leika lagið »Always« (»Avalt«) 1000 sinnum í eínum rykk, á slag- hörpu sína. - Pólskt »Jazz-orkestur« lék hvíld- arlaust í 33 klukkustundir. Tyrkland er að verða ný- tízkulegt; en mikið af liinu einkennilega er að hverfa fyrir þeirri tízku. Eitt af hinum nýju umbötum, eru hinar nýju kaupsýslur, þar er harðbannað að »prútla« um verðlagið. Þetta kemur ferðamönnum vel, en Tyrkir líta hornauga til þessarar nýlundu. Hverjum Tyrkja er verzlun hinn mesti unaður. Þar fara öll kaup og söíur fram með sérstökum hætti. Kaupandi sýnir þeirri vöru, sem hann ætlar að kaupa, hina megnustu fyrirlitningú, en hins vegar segir seljandi, að har.n vildi heldur missa hægri hönd sína en láta svo dýra vöru af hendi. Þannig getur það gengið tímum saman að þjarkað er um málið. Þeir reykja marga vindlinga og einn kaffibollann eftir annan, meðan þeir eru að koma sér saman um verðið. Loks fer viðskiftamaðurinn sína leið buj tu af söluþinginu bálreiður út af þessu blygð- unarlausa verði, en kaupmaðurinn hleypur á eft- ir honum og dregur hann til baka. Og endirinn verður venjulega sá, að hann selur vöruna íyrir þriðjung af hinu upphafiega verði; kveinar lcaup- maður þá sáran og kveðst hafa verið »settur á höfuðið«. — Þessi leikur er einkennilegur, en hann eyðir tíma og er alls eigi hagkvæmur. útgefandi Jóu Helgason.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.