Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1931, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.02.1931, Blaðsíða 17
HEIMILISBLAÐIÐ 37 um, var byrjað að drífa, og dimmdi mjiig, en sléttar eyrar yfir að fara. Lagði eg þá tauminn upp á Rauð og lét hann ráða, og skilaði hann okkur báðum að Áreyjum. Var eg þar um nóttina, en þá gerði vonzku veður og var talsveróur snjór kominn um morguninn, en bjart veóur og mikió frost. Næsta dag lét Jóhann, bðndinn þar, fylgja mér; iijóst hann vió að verra hefði verið í Héraði og barfenni á heiðinni. Lagði hann svo fyrir fylgdarmann minn, að hann fylg'di mér upp fyrir Yxnagii.jýgeri þá ekkert breytt færðin, mundi mér óliætt einum upp heiðina. En sá »góói« fylgdar- maður fór ekki svo langt, en taldi mér trú um að allt væri í stakasta lagi með færó- ina á heiðinni, sagðist hann sjá svo vel til hennar. En reyndin varð sú, að þegar eg kom upp að Yxnagili, þá breyttist færð- in, snjórinn varð meiri og barfenni, bó þannig, að ekki hélt hestinum, og nú kom hvert gilið á eftir öðru, og alltaf varð eg að taka ofan baggana og draga þá yiir og brauzt þá Rauður.yfir um laus. En nú skall á nóttin og á þessu verki varð eg svo dauðuppgefinn, aó um síðir réði eg það af aó skilja aflann efjjr. og komast til bæja lifandi með klárinn. — Gekk nú allt stórslysalaust yfir heiðina og út Búðardal- inn, en er okkur bar að, þar sem Jóka og Brúðardalsá mætast, voru þær svo upp- belgdar, að yfir þær var að sjá sem mjóan fjörð. Var um ekkert annaó að gera, en að leggja út á ísinn í þeirri von, að hann héldi hestinum. Gekk það lengi vel, en allt í einu sveik ísinn og aðeins höfuðið og hrygg- urinn á Rauó stóð upp úr. Gerói hann ítrekaðar tilraunir til að komast upp úr, en árangurslaust. Reyndi eg þá að ná af honum reiðingnum og tókst það eftir mikla mæðu. Og þá komst hann þó eftir margar tilraunir ioks upp á skörina og til lands. Sótti eg síóan reiðfærin, sem þá voru orð- in svo gaddfrosin, að mér tókst ekki að koma g'jörðunum í hringjurnar fyrr en eg hafði þýtt endana meó andardrætti mín- um. En þar eð eg var holdvotur upp í mitti, þá var þetta ekki notalegt verk. — Út Pórudalinn gekk ferðin seint, því að þar tekur við hvert stórgilið af öóru. Var þá af okkur báóum dregió. 'íin eg held að Rauður gamli hafi skilið það ekki síður en eg, að hér varð annaðhvort aó duga eða drepast. Yfir eitt gilið vorum við víst fast að hálftíma. Þá var eg orðinn svo þreytt- ur, að eg mátti helzt ekki hvíla nokkra stúnd, þá ætlaði eg að sofna. En það vissi eg að var sama og bráður bani. — Klukk- an 3 um nóttina komum við svo að Arn- hólsstöóum, og var þar tekið vel á móti okkur báðum. Næsta dag fór eg heim, og svo átti næsta dag þar á eftir að sækja aflann, en þá hafði kyngt nióur blauta- snjó á heióina; fórum vió þá niður eftir, en fundum ekki; var hann allur kominn í snjó, og fannst ekki fyrr en hlánaði og þá ónýtur. Þótti för mín allófrægileg. Allt þetta erfiða ferðalag ryfjaðist nú upp fyrir mér, er eg nú, 34 árum síðar, fór hinn sama veg, á sólbjörtum sumar- degi. Með Brúarfossi fór eg svo að morgni þ. 27. júlí norður um land til Reykjavikur. Kom heim aó morgni þ. 4. ágúst. Hafði eg þá verið í þessu feróálagi í fulla þrjá mán- uði. — Vil eg enda þessar línur með því að taka undir með þjóðskáldinu okkar góða, sem kvað svo; Um fjöll og dali fríða, á fjörugri sumartíð, er Ijúft sem lengst að ríða, [lá lánast veðrin blíð. Ó ferðalífið frjálsa, live fagnar hjartað þá er gyilir hnjúka’ og hálsa in hýra sólarbrá. J. H. Bókhaldarinn: Pyrir mína hönd og samverka- manna minna, vildi eg láta yður vita, herra framkvæmdarstjóri, að nú þegar fyrirta:kið heldur hundrað ára afmælisfagnað sinn, óskum vér kauphækkunar. Framkvæmdarstjórinn: Við hækkum kaupiö að- eins hjá þeim, sem starfað hafa hjá fyrirtækinu síðan það var stofnað.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.