Heimilisblaðið - 01.02.1931, Blaðsíða 4
24
HEIMILISBLAÐIÐ
landi til annara landa. I Kína, Rússlandi,
Suóurhafseyjum og jafnvel á Egiptlandi
bendir allt til, að konur hafi verið látnar
fylgja mönnum sínum dauðum.
Nú á tímum hafa ekkjurnar þad
ekki alt af r/ott, þerjar madurinn er
dáinn. f’rssi selur ávexti á götunni.
Það er sag't að Alexander hinn mikli
hafi á herferó sinni til Indlands verið við-
staddur, er ekkjur voru har brendar, og
féll honum og mönnum hans það mjög illa
og kenndu í brjósti um konurnar. Og
sagt er að Mogúl-keisararnir, sem réðu
fyrir miklum hluta Indlands frá 1500, hafi
barist ósleitilega gegn þessum sið.
Þegar Englendingar lögðu Indland und-
ir sig, þá skiftu þeir sér fyrst ekkert af
jiessum ekkjubrennum; þeir vissu hverjum
erfiðleikum það mundi valda, ef þeir færu
að blanda sér í trúarsiði Indverja. En til
lengdar gátu þeir ekki þolað þennan
hrottalega sió. Og þar sem margir Ind-
verskir þjóðhöfðing'jar voru andvígir þess-
um sió, þá þótti Englendingum í’étt að
taka í taumana.
Árið 1815 fóru fram 378 ekkjubrennur
og 1818 ekki færri en 839. Þegar svo bann-
ið var gefið út, var búist við uppreist
hjá her Indvei’ja, og stjórnin í Kalkútta
sendi Englendingum mótmælabréf; en það
bar engan árangur.
I smáríkjunum uppi í landi, sem ekki
lutu Englendingum en Englendingar voru
aðeins ráðgefandi, .hélst siðurinn enn lengi.
Og það kemur jafvel fyrir enn. Árið 1927
stökk ekkja ein í Bihar í bál manns síns
og múgurinn aftraði lögreglunni frá að
skifta sér af því. Þegar konan sá að log'-
inn hafði læst sig í hana, þá hljóp hún
samt ofan og stökk út í fljótið. En þótt
henni væri bjargað frá drukknun, þá var
læknum ómögulegt að komast til hennar
fyr en hún var dauð af brunasárunum;
svo var hún umsetin af Indverjum, sem
streymt höfóu þangað úr öllum áttum til
þess að tilbiója hana. —
Minnisvarðar margra þjóóhöfóingja bera
vott um margar ekkjubrennur á liðnum
öldum. Meó öllum veginum upp að borg-
inni Chitor, sem áður var blómleg borg,
standa minnisvaróar; eru á þá markaðar
hendur kvenna, er týnt hafa lífi sínu á
þenna hátt til að fylgja mönnum sínum.
Og á Mahasatisvæðinu, fyrir utan Udaj-
púr, er fjöldi legsteina, sem bera vott um,
að drottningar hafi fylgt konungum sín-
um á sama hátt. Eru það silfraóir stein-
ar í hóp utan um rauðmálaóa steina. Það
var yfirleitt sjaldgæft, að einstök kona
stigi á bál — þær geróu það oft svo hunar-
uðum skifti. Og á einum stað á Suður-Ind-
landi tvö til þrjú þúsund konur í einu, er