Vesturland


Vesturland - 27.03.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 27.03.1927, Blaðsíða 2
VESTURLAND. í mm Þeir sem ætla sér að kaupa útlendan áburð eru vinsamlega beðnir að senda pantanir sínar sem allra fyrst, tökum lítið umfram það, sem fyrirfram er pantað. — Verðið lægra en áður. Neðstakaupsfetðar- Scaupiei. Blaðið Skutull frá 22. þ. m. skýrir óráðvandiega frá gangi þessa máls, sumpart blekkjandi, sumpart alrangt. Teljum vér oss skylt að leiðrétta þau atriði, er mestu máli skifta. í fundargerð hafnarnefndar, sem vér birtum hér á eftir, stendur: „Kom fram svohljóðandi tillaga frá Finhi Jónssyni: „Nefndin ályktar að gera tilboð fyrir hönd Hafnarsjóðs um kaup á Neðstakaupstaðareigninni upp að Mjósundum, svo sem lóðum, húsum, bryggjum, uppskipunar- og fiskverkunartækjum, einnig hluta Hinna sameinuðu ísl. versl- ana í Skipeyri og öðru landi henn- ar á Kirkjubólshlíð fyrir alt að 120 þús. krónur." Svohljóðandi viðbótartillaga kom fram: „Að Togarafélagi ísfirðihga frá- gengnu, annað hvort af því félag- ið taki aftur sitt tilboð eða því verði hafnað, og að trygging sé fyrir nægilegri leigu á eigninni." Fyrri hluti tillögunnar bor- inn undir atkvæði og 'feldur með 3 atkv. gegn 2." Síðan ér tillagan borin upp í heild með viðaukanum og sam- þykt með fyrirvaralausum atkvæð- um þeirra þriggja, er atkvæði greiddu á móti fyrri fillögunni. Finnur* Jónsson greiddi henni at- kvæði með fyrirvara til síðari hlutans, en Jónas. Tómasson greiddi ekki atkvæði. Qreinarhöfundur í Skutli lætur líta svo út, aðfyrri hluti tillögunnar hafi verið samþyktur sérstaklega með sámhljóða atkvæðum. Þetta er vísvitandi blekking. Tillagan, sem samþykt var, ákveð- ur, að ekki skuli kaupa eignina, nema að togarafélagið sé frágeng- ið og trygging sé fyrir nægri leigu. Hvorugt þetta skilyrði er eða hefir verið nokkru sinni uppfylt. Þá segir greinarhöfundur: „Svo fór að tilboði togaraféjagsins var hafnað". Vill hann sýnilega láta líta svo út, að uppfylt hafi verið fyrra skilyrði í tillögu hafnarnefnd- ar. En þetta er einnig blekking. Togarafélagið hefir að minsta kosti gert þrjú staðfest tiiboð og getur hver maður séð, að samn- jngaumleitanir eru ekki hættar, þó einu tilboði sé hafnað. Það sem greinarhöfuudurinn birtir úr fund- argerð togarafélagsins, sanhar líka ad félagið var ekki orðið kaupunum afjhuga. Þá segir greinarhöfundur. „Sum- ! ír vilja halda því fram, að bær- inn haíi hlaupið í kapp við tog- arafélagið" og ennfremur „eins og áöur er sagt, lagði bærinn fyrst inn tilboð sitt, eftir aö tog- arafélagið var úr sögunni og í fullum friði við það, og annað tilboð gerði hann aldrei". Öll at- riði rnálsgreinar þessarar eru ó- sánnindi Eins og fundargerð hafnarnefnd- ar ber með sér, mætir framkværnd- arstjóri togarafélagsins á fundin- um og lýsir því yfir, að félagið sé búið að gera tilboð í eignina, og þetta er á fundi, þar sem bæjar- völdin fyrst ræða um kaup á eign- inni, og áður en bærinn gerir nokkurt tilboð. Samt segir greinarhöfundur, að bærinn hafi byrjað á að leita kaupa á undan togarafélaginu. í þessari málsgrein neitar hann að bærinn hafi hlaupið í kapp við togarafélagið. Sannleikurinn er sá, að öll boð bæjarins, hafa verið kapphlaup við togarafélagið og í bág'a við það, þó það yrði að þola þau sem óumflýjaníegan hlut. Greinarhöfundi virðist vera það aðaláhugamál, að koma því inn hjá bæjarbúum, að bærinn hafi ekki hlaupið í kapp við togara- félagið. Um það verður nú ekki lengur deilt. Og þarf ekki frekari andsvara. En eins verður ekki hjá komist að geta hér. Það er, að einn af bæjarfulltrúunum, Finnur Jónsson, átti að vorri hyggju aðalsökina á því, með símtali sínu yið banka- stjóra Landsbankans í Reykjavík 11. mars, að togarafélagið gat ekki fengið þá tryggingu hjá Landsbankanum, sem þurfti til þess að geta gert endanleg kaup á Neðstakaupstaðareigninni. Tjl þess að gera það skiljan- legt, hvernig þetta umgetna sím- tal gat verið skaðlegt fyrir tog- arafélagið, verður ekki hjá því komist, að skýra frá, hvað gerðist þennan dag: Kl. 9—10 urn morg- uninn var einn úr sljórn togarafé- lagsins, Jón S. Edwald, hringWur upp af seljanda H. Westergaard, sem tilkynnir, að nú hafi átt að selja Neðstakaupst.eignina niðri í- Kaupmannahöfn þennan dag. En þar sem togarafélagið hafi staðið svo lengi í samningatil- raunum og verið komið svo nærri kaupum, þá hafi hann talið það kurteisisskyldu við félagið, að láta það vita af þessu, og hafi hann komið því til leiðar, að þvi stæði enn til boða að ganga inn í kaupin, ef það byði 130 þús. kr. og sendi tilboð. sitt áður en dag- urinn væri liðinn. Korn nú stjórn togarafélagsins saman til að ræða hvað gera skyldi. Einnig voru varamaður í stjórninni, Magnús Ólafsson bæj- arfulltrúi, og hafnarnefndarmaður Jónas Tómasson kallaðir á þenn- an fund. Stjórnin kom sér saman um, að þvi aðeins væri fært að gera tilboð, að vissa fengist áður fyrir þvf, að bæjarstjórnin stæði að minsta kosti hlutlaus í málinu, þar til útgert væri um árangur þessa tilboðs. Fór þá stjórn togarafé- lagsins á fund útbússtjórnarLands- bankans og skýrði henni frá því er gerst hefði þennan dag í mál- inu, og að hún hefði í hyggju að senda tilboð í eignina. Spurðumst vér fyrir um það, hvort útbúið eða Landsbankinn myndi fáanlegur til þess að veita félaginu áheyrn og aðstoð. Feng- um vér þau svör, að Landsbank- inn mundi ekki styrkja félagið til kaupa, nema á þann hátt, að fult samkomulag fengist milli togara- félagsins og bæjarins, og þá að- eins með þeim skilyrðum, er bank- inn áður hafði set't. í þvi skyni að sanna bankanum að fult sam- komulag væri fengið, komum vér ásamt bæjarfulltrúa'Magnúsi 01- afssyni aftur á fund útbússtjórn- arinnar. Lýsti hann því yfir í á- heyrn hennar, að á ^essu stigi málsins myndi bærinn ekki hugsa um kaup á eigninni og hefði full- trúum meirihlutans komið saman um þetta á fundi, er þeir hefðu haldið með sér þennan sama dag. Til skýringar skaí þess getið hér, að þegar þetta var að gerast, átti bærinn ekkert tilboð inni hjá seljanda ósvarað. Finnur Jónsson hafði tjáð oss þá um daginn, og áður, að hann hefði fengið afsvar í símtali á 120 þús. kr. boði bæjar- ins. Varð það að samkomulagi hjá stjórn togarafélegsins að bjóða 130 þús. kr. í eignina, með 30 þús. kr. útborgun, 40 þús. banka- trygðar og 60 þús. kr. gegn 1. veðrétti í eigninni. Símaði nú íit- biísstjórnin til Landsbankans í Reykjavík viðvíkjandi tryggingunni og lét þess getið um leið, að bær- inn ætlaði sér alls ekki að gera neitt í málinu að svo stöddu. Mun frásögn bæjarfulltrúans hafa verið talin full trygging fyrir því að svo væri. Var tilboðið frá togarafélaginu síðan sent þá um kvöldið, en með fyrirvara hvað bankatrygg- inguna snerti, sökum þess, að fullnægjandi svar frá bankanum var ekki hægt að fá fyr en dag- inn eftir, en stjórnin taldi alveg víst, að hún fengist. Hljóta nú all- ir að skylja, hve skaðlegt það var fyrir togarafélagið, að Finnur Jónsson hringir til bankastjóra Landsbankans r Reykjavík og læt- ur þess getið, að bærinn sé alls ekki hættur við kaup, einmitt á sarna tíma sem bankinn fær þá yfirlýsingu samhliða beiðni tog- arafélagsins um tryggingu, að bærinn hugsi ekki um kaup að sinni. Finnur Jónsson hefir því með símtali sínu ekki einungis stuðlað að því, að togarafélagið gat ekki fengið trygginguna, heldur þefir hann og hækkað eignina í verði fyrir bænum, því stjórn togarafé- lagsins hefði alls ekki sent neitt tilboð í þetta sinn, ef hún hefði ekki verið búin að fá áðurgreinda yfirlýsingu frá bæjarstjórnarmeiri- hlutanum. Ennfremur hefir hann með þessu athæíi sínu gert, fyrst og fremst flokksbróður sinn Magnús Ólafs- son, í öðru lagi togarafélagsstjórn- iha og í þriðja lagi útbússtjórn Landsbankans að ósannindamönn- um. \ Eftir að þér háttvirtir bæjarbú- ar, hafið nú lesið það sem hér er sagt, ætti yður að vera ljós sann- leikurinn í þessu máli. Vér höfum skýrt frá eftir bestu vitund, og getum og erum reiðubúnir til að staðfesta frásögn vora, hvenær sem er. Fyrst og fremst með það fyr- ir augum að vinna að viðreisn bæjarfélagsins, höfum vér og all- ir þeir, af hluthöfum togarafélag- anna, er með oss standa í þessu máli, gert það sem oss var unt, til að fá eignajrétt á umræddri eign. Að vísu hefir það borist til eyrna vorra, að foringjar alþýð- unnar í þessum bæ, eigni oss aðrar hvatir, sem sé þær, að vér, einstakir meðlimir félaganna, höf- um með þessum kaupum ætlað að sölsa undir sjálfa oss eignina síðar meir, er vér hefðum látið „alt fara á hausinn". Þessum ódrengilegu getsökum ætlum vér ekki að svara, en lát- um hvern bæjarbúa sjálfráðan um, hvaða hugmyndir hann gerir sér um það. Það var heillavænlegast fyrir alla borgara þessa bæjar, að tog- arafélögin óáreitt og í fullum friði við bæinn hefðu náð eignarhaldi á eigninni, þar sem það var eina leiðin, til að tryggja það, að bæði félögin hefðu heimilisfang sitt og alla starfrækslu hér i bænum. Togarafélagsstjórnin hefir hrein- an skjöld í þessu máli. Sú tiifinn- ing, er vaknar, er horft er á eymd- arástandið, sem atvinnuleysið í bænum leiðir af sér, hefh átt sinn þátt í því, að knýja oss til að á- kveða að ráðast í kaupin. Vér lítum svo á, að hinar hryggilegu afleiðingar atvinnuleysisins komi svo þunglega niður á alþýðu manna í þessum bæ og alla sem þennan stað byggja, að það hafi verið heilög skylda hvers góðs drengs, að gera sitt til að rétta við hið aumlega ástand. Vér lítum svo á, að togarafél. hafi gert skyldu sína í þessu efni. Bæjarbúum er ljóst, hvernig við var brugðist þeirri viðleitni. ísafirði, 24. mars 1927. Karl Olgeirsson. Jón S. Edwald. 01. Kárason. Utskrift úr hafnarnefndarbók ísafjarðar Ar 1927 hirm 17. febr. átti Hafn- arnefndin fund með sér á skrif- stofu bæjarfógeta kl. 5 síðd. Allir nefndarmenn mættir. Fyrir tekið að ræða um kaup á Neðstakaupstaðareigninni. Tr. Jóakimsson frkv.stjóri mætti á fundinum og gaf upplýsingar urn að Togaraféíag ísfirðinga hefði gert tilboð í eignina, var hann spurður að hvort hann vildi taka tilboðið aftur ef hann fengi að- gengilega leiguskilmála, en hann kvaðst ekki hafa umboð til þess. Taldi hann að togarinn Hafstein myndi einnig verka fisk á eigninni, ef Togarafél. keypti hana. Eftir

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.