Vesturland

Volume

Vesturland - 30.06.1927, Page 1

Vesturland - 30.06.1927, Page 1
Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. AND IV. árgangur. tsafjörður, 30. júnf 1927. 23. tölublað. Þjóðmálablekkingar. Skutull frá 24. þ. m. skýrir frá kjósendafundi þeim er Haraldur Guðinundsson hélt hér á ísafirði þann 15. þ. m. Flytur blaðið út- drátt úr ræðu H. G., og verður að svo stöddu að gera ráð fyrir, að þar séu birt hans óbreytt orð, eða þau er hann vill láta eftir sér liafa. Úir svo og grúir af blekk- ingum og hreinum og beinum ó- sannindum í þessari ræðu fram- bjóðandans, að ekki má því með öllu ósvarað, þótt hér verði ekki nema nokkur atriði tekin til at- hugunar. Einn kaflinn í frásögn þessari er um frv. það, er stjórnin flutti 1925 um breytingu á lögum frá 1919 „um skipun barnakennara og laun þeirra". Þar stendur: „Sparnaður á barnafræðslu. Þá flutti stjórnin og fruinvarp um að lengja vinnutfrna barnakennara um t/í lilula, og að helmingur aldurs og dýrtfð- aruppbótar skyldi framvegis greiðast af bæja og sveitasjóðum, en eigi rfkissjóði eins og verið hafði. Viðurkcndi þó stjórn- in að enginn b e i 11 n sparnaður yrði af þeirri breytingu íyrir þjóðina, lieldur færð- ust þessi gjöld að eins yfir.áfátæksveita og bæjarfélög. En hún'vonaði jafnfraint að þetta gæti orðið til þess að sveitir og bæjir reyndu tneira að d raga úrkostn- aði við fræðsluna (ogþar 111 eð auðvitað íræðslunni sjálfri) ef þaugreiddu meira af kostnaðin- u m v i ð h a n a. Árangur þessa frumvarps, ef það liefði náð samþykki, hefði hlotið að vera sá, að dregið hefði verið úr alþýðufræðslu og minni trygging verið fyrir þvi, að sæmilegir menn fengist 1 barnakennara stöður. Þetta tvent, ásamt skólagjöldunuin, sýn- ir glögglcga hug íhaldsins til alþýðufræðsl- unnar i landinu". Það er augljóst aí þvi, sem hér er tilfært, að frambjóðandanum hefir ekki unnist tími til að setja sig inn í mál það, er hann hér gerir að umtalsefni. Annað tveggja þekkír hann ekki lögin frá 1919, eða honum hefir láðst að lesa frumvarpið frá 1925, sem hann gerir þó að umtalsefni. í 11. gr. laga nr. 75 frá 1919 er ákveðið að a/8 hlutar launa barnakennara greiðist úr bæjar- sjóðum, en í frumvarpinu frá 1925 var stungið upp á, að dýrtíðar- uppbót og launabætur eftir starfs- aldri greiddust eftir sömu hlutföll- uin úr bæjarsjóðutn, en ekki helm- ingur eins og segir í Skutli. Þessi inissögn sýnir aðeins kæruleysi og skeytingarleysi H. G. um að setja sig inn í mál þau er liann talar eða skrifar um, en hefir að öðru leyti ekkert að segja viðvíkjandi markmiði greinarinnar, sem er það, að sverta íhaldsflokk- inn, og á að sanna, að íhalds- tnenn vilji draga úr alþýðuinent- un landsmanna. Munum vér nú segja sögu frum- varpsins frá 1925 og segja ekkt. um það hálfan sannleika heldur allan, eins og auðvelt er að sanna hann skjallega með þingtíðindun- unr frá því ári. A þinginu 1924 var í efri deild samþykt þingsályktun til stjórnar- innar um, að stjórnin skyldi á næsta þingi kojna fram með til- lögur um sparnað í ríkisrekstrin- um. Skyldi stjórnin skipa ölaunaða nefnd í þessu skyni og leggja til- lögur hennar fyrir þingið. Frá þessari sparnaðarnefnd er fram- komin tillagan um, að bæja- og sveitasjóðir greiði að sínum hluta dýrtíðaruppbætur og starfsaldurs- uppbætur til barnakennara eftir sömu hlutföllum og þeir aðilar greiða launin samkv. lögunum frá 1919. Greinargerð neíndariunar fyrir þessum tillögum geta menn séð á þingskjali 15 í A-deild Alþing- istíðindanna frá 1925. Þessar til» lögur nefndarinnar var skylda stjórnarinnar að leggja fyrir þingið. Það er nú aðallega þetta atriði, sem H. G. gerir að umtalsefni úr frv. frá 1925 og skulum vér því halda oss við það og skýra frá gangi og afdrifum málsins á þing- inu 1925. Frumvarpið var lagt fyrir Neðri deild og mætti þegar viö fyrstu uinræðu málsins inótstöðu frá tveim þingmönnum (Ásg. Asg. og Sigurj. J.), en var að þeirri um- ræðu lokinni vísað til mentamála- nefndar. Mentamálaneínd verður svo öll saminála um að mæla á móti einmitt þeim atriðum, sem H. G. tilfærir, og leggur til, að frum- varpið verði felt. Fratnsögumaður nefndarinnar við aðra umræðu er þtn. ísafjarðar og geta inemi lesið framsöguræðu hans í C-deild Alþingistíðindanna 1925 bls. 70. Sigurj. Jónss. rnælir þar ákveðið gegn þessutn tilfærðu breytingum. Enginn íhaldsinanna í deildinni talaði fyrir þessum breytingum, nema hvað þáverandi forsætisráðherra Jón sál. Magnús- son taldi sér skylt að halda hlíf- isskyldi fyrir sparnaðarnefndinni, sem tillögurnar eru komnar frá. Atriði þessi eru svo feld í deild- inni með miklum atkvæðamun og frumvarpið alt felt. Ekki er hægt að sjá af þing- tíðindunum, hverjir þeir fáu þing- menn voru, sem vildu ljá frum- varpi þessu fylgi sitt. Nafnakall var ekki. Þannig er saga þessa máls. Tillögurnar komnar frá svokallaðri sparnaðarnefnd, sem skipuð var eftir ákvörðun Alþingis. íhalds- menn í mentamálanefnd leggjast á . móti tnálinu, íhaldsmaður er framsögumaður nefndarinnar að því, að tillögurnar séu feldar, og tillögurnar eru feldar með atkvæð- um íhaldsmanna og annara. Svo kemur H. G., frambjóðandi jafnaðarmanna hér, fram fyrir is- firska kjósendur þann 15. þ. m. og staðhæfir þar meðal annara ósanninda, að íhaldsmenn vilji draga úr alþýðufræðslu lands- manna og vitnar máli sinu til sönnunar í inargumtalað frum- varp frá 1925. Helst verður af greininni skilið, að það sé ílokks- mál íhaldsins að draga úr alþýðu- fræðslu. Hver, sem les þessar lín- ur, tnun sjá, að þarna fer þessi fratnbjóðandi með rakalaus ósann- indi. En livað veldur? Er alger þekkingarskortur or- sök þessa? Er algert kæruleysi hjá frambjóðandanum fyrir að setja sig inn í mál, er hann vill gera að umtalsefni? Eða, — þótt slður viljum vér því trúa, — legst frambjóðandinu svo lágt, að liann í þessu efni beri fram fyrir ísfirska kjósendur þjóðinálalygar í þeirri von, að hann geti með því svert mótstöðumenn sina og aflað sjálf- um sér kjörfylgis. Þá eru skólagjöldin. íhaldsmenn vilja láta nemendur, sem eru bú- settir þar seni skólarnir eru — (R.vík, Akureyri, Hafnarfj.) greiða skólagjöld. Telja íhaldsmcnn þessa nemendur eins vel á vegi stadda með að afla sér mentunar, þótt þeir greiði einhver skölagjöld, eins og netnendur víðsvegar utan af landinu, sem alt verða að kaupa, þegar þeir koma til skólanna. Flestallir Reykvíkingar eru auö- vitað á móti þessuin skólagjöldunt, auðvitað einnig Hafnfirðingar og Akureyrarbúar. Jafnaðarmenn eru á nióti þeim, eu slíkt er ekki til- tökumál. Þeir eru yfirleitt á móti allri aukningu á tekjum ríkissjóðs. Engir menn eru harðvítugri en þeir í kröfum um fjárfrarnlög úr rikissjóði, en engir eru jafn alger- lega sneiddir ábyrgðartilfinningu fyrir því, að afla rikissjóði tekna, til þess að standast útgjöldin. Frh. Fundahöld. Fundur á ísatlrði. Skutull 24. júní segir svo frá: „Haraldur Quðmundssoii þinginaiiiis- efni Alþýðuflokksins hér i bænuin, koin ineð íslandi að sunnan 15. þ. in. Dvelur hann hér fratn yfir kosningar. Hann boðaði til almenns kjósendafund- ar að kvöldi hins 18. þ. m. Hafði óður spurt hinn frambjóðandann, slra Sigurgeir, hvort hann vildi vera með í að boða fundinn og lialda. Þessu neitaði hann“. Hálfur saimleikur er blekking og gengur lýgi næst. Hér birt klausa úr Skutli er þeirrar tegund- ar, og verður Vesturland því að segja allan sannleikann. Það er satt að H. G. er hér kominn og dvelur hér íram yfir kosningar. Það er einnig satt, að hann boðaði almennann kjós- endaíund hér 18 júní. En það er einnig satt, að H. G. er ekki hlaðnari trúnaðarstörfum en svo, að hann ltefir undantarna mánuði ekkerl annað haft að gera og hugsa um, en að undirbúa funda- höld og vinna að kosningu sinni, og ekki er vitanlegt, að hann ltafi neitt annað um að hugsa fyrst um sinn. Hann getur þvi haldið fundi, hvenær setn hann vill. Síra Sigurgeir hefir ekki unnið sér þess háttar traust hjá „alþýð- unni“, að hann hafi verið leystur frá öllum trúnaðarstörfum. Hann liefir embætti að gegna, og fyrri- hluta júnímánaðar var hann að vinna að _ undirbúningi hátiða- haldanna 17. júni, sem Jtaldin voru hér til ágóða fyrir kirkju- byggingu, og nóttina, sem fund- urinn var haldinn, kom skip það, er sr. Sigurgeir fór með á presta- stefnu í Reykjavík, og hafði það hér enga dvöl. Af þessum ástæöum óskaði sr. Sigurgeir þess, að þeir frambjóð- endurnir byrjuðu ekki fundahöid, fyr en prestastefnunni væri lokið, en Haraldur fór ekki að þvf, og boðaði fundinn á þeim tima, sem keppinautur hans ekki gat mætt. Það er sjaldgæft að frambjóð- endur ekki geti komið sér saman um fundahöld. Einhverjar sérstak- ar orsakir verða að liggja til slíks. Metm spyrja því að vonum, hvaða ástæða hafi valdið því, að H. G. ekki vildi halda fund eða fundi á þeitn tínia, sem keppinautur ltans gat vegna cmbættisanna ltaldið þá með honum. Ekki ætlar hann suð- ur aftur að sinni. Skutull segir, að hann dvelji hér fram yfir kosn- ingar. Geta annir valdið? Þvi trúir víst enginn. Að svo stöddu verða ekki aðrar ástæður fundnar en þær, sem lesa má út úr ágripi því af ræðu hans, sem birt er i nefudu blaði Skutuls. Þar er hrúg- að saman baktnælgi, blekkingum og beinum ósannindum, sem auð- hrakið er, og ltrakið verður I Vest- urlandi. Það er auðvitað auðveldara að bakbíta mótstöðumann sinn, en að tnæta liorium á hösluðutn velli. Og það er áhættuminna^að bera íram blekkingar og ósannindi í opinberum málum, ef mótaðili er ekki viðstaddur, en ilia sæmir það manni, sern þykist fær um að sitja á löggjafarþingi þjóðar sinnar. Og varla getur slfkt orðið haldgott. Mundi ekki betra að styðjast við góð ntálefni og drengilega sókn? Fundir í N.-ísafjarðarsýslu. Frambjóðendur hafa undanfarið haldið fundi í 6 hreppum sýsl- unnar og á fleiri stöðum í sumum þeirra. Eru nú eftir aðeins Hóls- hreppur, Eyrarhreppur og Súða- vlkurhreppur, en í tyeim þessum

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.