Vesturland


Vesturland - 30.06.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 30.06.1927, Blaðsíða 2
VESTURLAND. hreppum hafði þó Jón A. Jóns- son haldíð leiðarþing með um- ræðufurtdum á eftir, og var Finn- ur Jónsson mættur á þeim. Fátt hefir Vesturland frétt af þessum fundum annað en það, að bændum hafi ekki getist að rauða litnum, og þótt Leninsfóstri rnjóróma. Munu þeir, sem verðugt er, örari við hann á öðrum greiða en atkvæðum. — Fundir í V.-ísafj.sýslu. Asgeir Ásgeirsson fræðslumála- stjóri hefir undanfarið verið hjá frændfólki sínu í Vestursýslunni. Hafa þeir síra Böðvar Bjarnason haldið fundi í öllum hreppum. Vesturland hefir ekki frétt af fund- unum, en eflau.st hafa þeir farið vel fram af hálfu frambjóðend- anna, sem báðir eru hinir virðu- legustu menn. ' Vesturland mun skýra nánar frá fundahöldum, eftir því sem því berast af þeim áreiðanlegar fréttir. A Tíma vísn. Það er ekki venjulegt og þykir tæplega sæmandi, að þingmanns- efni haldi þingmálafundi áður en framboðsfrestur er liðinn þegar Alþingiskosningar standa fyrirdyr- um. Ný framboð geta komið fram og breytingar orðið á framboðum alt til þess er framboðsirestur er út ruhninn. Ritstj. Tímans gat ekki fylgt þessari sjálfsögðu reglu, en rauk í það strax að þingi loknu að halda fundi í Strandasýslu. A þessum fundum lét hann þess állsstaðar getið, og er það end- urtekið í Tímanum, að hann hafi með engu móti getað fengið keppi- naut sinn Björn Magnússon til að mæta sér á hólmi, og gefur í skyn, að hann hafi ekki þorað það. Björn Magnússon er ekki talinn hugdeigur af þeim sem þekkja hann. Þeirra vegna þarf því ekki að leiðrétta þetta. En Vesturland vill samt gera Tr. Þ. þann ógreiða að skýra rétt frá þessu máli. Rétt eftir þinglausnir talaði Tr. Þ. við B. M. í síma og sagði honum, að hann færi eftir nokkra daga (28. mai) norður í Stranda- sýslu til fundahalda og spurði hvort hann, B. M., sem hann hefði heyrt að yrði þarframbjóð' andi, vildi ekki mæta á þeim fund- um. B, M. kvaðst ekki geta svar- að því samstundis, en tveim dög- um síðar talaði hann við Tr. Þ. og sagði honum, að hann teldí ekki rétt að halda fundi svo snemma (áður framboðsfrestur væri útrunninn) og sagði að heim- ílisástæður (veikindi) væru því til fyrirstöðu, að hann gæti farið að heiman þá þegar. Fór hann fram á það, að þeir frambjóðendurnir héldu sameiginlega fundi um 20. júní og færði enn sem ástæðu, að forsætisráðherra hefði ákveðið aö halda stjórnmálafundi f Stranda- sýslu um þetta leytí, er hann kænu' úr siglingu, og taldi, heppilegt að þessir fundir gætu faHið saman. Tr. Þ. aftók með öllu aö hann, gæti mætt á fundum á þessum tíma eða nokkrum öðrum, en hann hafði áður um talað. Kvað hann heimilisástæður sínar því til fyrir- stöðu; svo og það, að hann ætl- aði að sitja aðalfund B. í. þ. 25. júni. Skildi þarna með frambjóð- endum. Og leiðir þeirra skildi á fleiri vegu. Tr. Þ. bar það út um alla Strandasýslu, að B. M. hefði ekki viljað mæta á fundum með sér (þótt Björn biði honum sam- eiginleg fundahöld) og gaf í skyn, að keppinautur sinn þyrði ekki að mæta á hólmi, en vildi fá tæki- færi til að koma aftan að sér. Sagðist hann ekkert hafa vitað, fyr en hann kom norður þangað, að Björn ætlaði. að halda fundi um 20. júní. Því siður að ráð- herra væri þangáð von. Björn þar á móti hallmælti Tryggva hvergi, þótt hann skor- aðist undan því að hafa meö hon- um sameiginlcga fundi, og virti sem vera bar, ástæður hans. Tryggvi undir eftirliti. Þegar forsætisráðherra fékk það að/ vita, að Tr Þ. ætlaði að haida fundi sina á unilan keppinaut sín- um og honum, fékk liaiin hraðril- ara, sem var á ferð norður í Hrúlafirði, til að rita ræðu hans. Tryggvi reyndi að telja Stranda- mönnum trú um, að þeita væti hiun mesti. sómi fyrir sig, og lést vera rnjög upp með sér, en sjálf- sagt hefir hann rent grun í ástæð- una, sem var auðvitað sú, að for- sætisráðherra hefir gert ráð fyrir, að hann mundi deila á stjórnina, og ætlað, að svara því fyrir sömu áheyrendum, 'en til þess þurfti hann að vita hvað Tr. Þ. hafði sagt. E. t. v. hefir honum og dott- ið í hug, að ekki yrði óhlutdrægt eða ráðvandlega skýrt frá þing- málum. Tryggvi á nokkra fortíð. — Ekki er vert að fullyrða neitt um það, hvernig ræða Tr. hefði orðið, ef honum hefði gefist kost- ur á að flytja hana eftirlitslaust, en um það getur hver gert sér nokkra hugmynd, er hann sér, hvað hann leyfði sér undir eftir- litinu. Skulu því hér tilfærð nokk- ur atriði: Kæliskipið. í þessu rnáli sneri Tr. alveg við sannleikanum. Sagði hann sig per- sónulega og samflokksmenn sína hafa koniið því máli fram. And- stæðingar þess voru auðvitaö •ítjórnin og íhaldið. Sem betur fer vita flestir lands- menu sannleikann í þessu tnáli. Atviniiiimálaráðh. Magnús (iuð- mundsson leysti það mál og átti Tr. og Framsókn engan þátt í því. Tr. Þ. hafði verið í nefnd, sem kosin var i rnálið. En sú nefnd klofnaði, og kom mirini hlutitiu, sétn Tr. var í, ineð tillögur, sem iðeins voru stilaðar til að veifa íraman í þá fáfróðari af kjósend- um. Engum þm. datt víst í hug að taka þær í'alvöru. Vijdu þeir kumpánar láta ríkissjóð byggja á eigin spítur miljóna skip. Aðrir nefndarmean bentu á, að fyrst bæri að vinna markaðinn með vei hepnuðuni sendingum. Það tekur langan tíma að vinna siíkan markað, og ríður á að spilla ekki fyrir sér í byrjun, hvorki með lélegri vöru né of miklu framboði. Enginn leit sem sagt við tillög- um Tryggva, en stjórnin fann þá lausn á málinum, sem enginn leyfir sér nú að hafa í rríóti. En svo kemur Tr. norður á Strandir og segir að þetta sé sitt verk! Kjöttollurinn. Tr. Þ. sagði, að enginn einn maður hefði gert jafn mikið fyrir kjöttollsmálið og hann. Þetta er að því leyti satt, að enginn einn maður hefir unnið landinu jafn óbætanlegt tjón í því máli, sem ritstj.' Tímans. Stjórn sú er Framsókn réði, hafði setið l'/a ár frá því kjöttollurinn var fyrst hækkaður. og þar til hún hrökklaðist frá. Á því tímabili hafði henni orðið það ágengt, að toll- urinn liafði verið hækkaður tvisvar á ný. Norðmeiin höfðu ekki einu sinni niunað eftir okkur, þegar tollurinn var fyrst hækkaður. Okkar kjöt fylgdi bara með í athugaleysi því verðmætara kjöti, sem tollurinn var stílaður gegti. En Tr. Þ. vakti fyrstur manna eftirtekt Norðmanna á því, að þeir ættu að fá sérstakar ívilnanir hér á landi, ef þeir lækk- úðu tollinn. Og þáverandi atv.m.- ráðh., tengdafaðir Tr., fór að veita þær ívilnanir, án þess nokkuð kæmi í móti nema nýjar hækkanir. En núverandi stjórn hafði ekki setið nema mánuð að völdum, þegarhún hafði samið um lækkun kjöttollsins, án þess að gefa nokkrar frekari íyilnanir, en áður voru gefnar. Já, þjóðin á Tr. og Tímanum mikið að þakka í kjöttollsmálinu! Þá fræddi Tr. Strandamenn á því, að Jarðræktarlögin og Rækt- unarsjóðurinnn væru sér að þakka. Sá maður' á, tæplega gnægð sjálfvaxinna fjaðra, sem ekki reynir á öðru að fljúga en stolnum fjöðr- um. En óheppilegt var það að minstakosti að grípa í þessu skyni til Ræktunarsjóðsins, sem Tr. hefir varið svo miklum tíma til að ó- frægja og sýna fram á, að sé hefndargjöf 'íhaldsins til bænda. Sáðmenn Tímans. Tíinaforkólfarnir tóku snemma upp þá hernaðaraöferð að senda ár hvert menn út um alt land til að flytja mál flokksins og útbreiða málgagn hans. Til þessa eru valdir ungir dg sporviljugir menn, sem fátt vita og lithim frama hafa áð- ur átt að fagna, og þykir því ttpphefð að því að vera valdir sem trúnaðarmenn svona öflugs stjónimálaflokks. Menn þessir eru uppfræddir á Tímavísu og þeini iögð öll orð í munn. Hundtrygðir með matarvoninni og skjalli leggja þessir aumingjar af stað, einfaldir í trúnni á matgjafann, en vitandi ekkert um opinber mál. Snemma tók þessi trúboðsstarf- semi eiuhliða ákveðna stefnu, þá, að níða Tímaandstæðingana. Þetta stafaöi fyrst og fremst af því, aö þeim er uppíræddu trúboðana og sendu, var tungutamast upplogitm óhróöur um andstæðinga sína, og í annan stað vóru slík fræði auð - lærðust, en gáfnafar sendimanna oft á þann veg, að þörf var á að létta námið sem mest. Á s. I. vetri var trúboðunum fyrir lagt að flytja aðallega tvenn fræði. í fyrsta Iagi að þylja upp utan að lærðar klausur um það, hvemig núverandi stjórn væri búin að setja ríkið á hausinn fjárhags- lega. í öðru lagi að hrósa forkólf- um Tímans og skýra frá því, að þeir hefðu opnar leiðir til að réttá alt við, svo hagur allra lands- manna stæði á skömmum tíma í blóma, ef þeir aðeins kæmust í stjórn og fengju að njóta sín. Þessir menn eiga auðvitað helst að þefa uppi þá sem ófróðir eru, en fyrir kemur það þó, að þeir lenda hjá mönnum, sem betur vita, og verður þeim þá veganestið — lýgi Iærifeðranna — að mestu ógagni. Er skoplegt að sjá þessa vesalinga i gapastokknum, sem þeir eru svo auðleiddir í. Eitt slíkt atvik kom nýlega íyrir hér í sýslu. Útsendari Tímans kom á bæ einn, þar sem margbýli var. Hitti hann einn bóndann og bauð Tímann; fór síðan að leysa frá fræðasyrpunni. Bóndi kvaðst alls ómóttækilegur fyrir pólitík og lél lítið yfir þekkingu þeirra sambýlis- rnanna, cn vísaði þó til eins sam- býlings síns, er hann kvað vera fyrir þeim. En þetta var'hin mesta forsend- ing, sem síðar kom fram. Trúboðinn drap nii á dyr hjá þeim, sem til var visað, og hugð- ist nú gegnum þennan eina mann brátt mundu merkja Tímanum alla sambýlingana. Bóndi bauð gesti til stofu og lét sem hann væri alls ófróður í stjórnmálunum, en lagði við bæði eyru. Trúboðinn vildi nú ekki spara útsæði í svo frjóan akur og þuldi upp alt er honum hafði verið kent. Sagði hann Jón Þor- láksson hinn mesta skaðræðis- mann, sem nú væri best á daginn komið; væri hann búinn að eyða öllu fé ríkissjóðs og taka ógurleg lán, sem öll yæru upp etin. Nefndi hann stórlán í Englandi, sem Jón hefði ekki nt'i um langt skeið get- að borgað af samkvæmt samningi og ætti því að fara að ganga að ríkinu. Bóndi teygði flónið lengra og lengra út á hálkuna og lést ekkert vita, en þegar honum fór að leiðast, sneri hann við blaðinu og sagði pilti sannleikann í þess- um málum. Bað hann nú þyggja góð ráð og snúa heim aftur, því bændur væru yfirleitt svo vel að- sér, að slikar lygar sem þessar, blektu þá ekki. Drengrýjan vissi nú ekki hvað hann átti af sér að gera. Hann vissi ekki hverju trúa skyldi, en það eitt vissi hann, að hann sjálf- ur vissi allra manna minst, hafði verið illa að heiman búinn og orðið gintur scm þurs. Hvarf hann af bænum með svo miklu skyndi, að við sjálft lá að hann færi sér að voða. Fór hann flóttalega um sveitina og lagði kollhúfur, er hann varð á vegi bænda. Oft vill það sýna sig, hve upp- fræðsla Tímans kemur hans eigin mönnuin i koll. Verður það mest að baga þeim, sem standa eiga fyrir máli Tímaflokksins á mann-

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.