Vesturland


Vesturland - 30.06.1927, Blaðsíða 3

Vesturland - 30.06.1927, Blaðsíða 3
VESTURLAND. Kaupum: Selskinn, Lambskinn og 011. fundum og trúað hafa ósannind- um hans, en sakir ofstækis ekki lesa önnur blöð. Eru þessir aum- ingjar næstum brjóstumkennan- legir þegar þeir, eftir það að hafa vaðið fram með stóryrðum, verða þess áskynja, að þeir standa naktir á hólminum, og að skjöldur þeirra og sverð er ekkert annað en Tima- lygar, sem ætlaðarhafa verið ófróð- um mönnum. Jafnvel fólk, sem lítið veit um þjóðmál, finnur það, að þeir menn sem bera fyrir sig blekkingar og ósannindi, hljóta að hafa vondan málstað og lítil frambærileg rök. Fullyrða má, að Tíminn hafi nú þegar tekið þann gróða sem fæst með rógi og ósannindum, og aó nú sé komið að skuldadögunum. Landsmen ættu að sýna það við þessar kosningar, hvort þeir vilja þola mönnum slíkan málaflutning, sem Tíminn hefur tamið sér. Bréf séra Matthíasar og óprentuð kvæði. Eg undirritaður anglýsti fyrir nokkru, að eg hefði í hyggju að gefa út áður en langt um líður óprentuð kvæði og bréf frá föður mínum til ýmsra kunninja hans. Jafnframt skoraði eg á alla, sem ættu í fórum sinum bréf eðakvæði, að gera svo vel og lána mé þau ,eða senda mér afrit af þeim. Þó stutt sé liðið síðan,* hefi eg þegar fengið nokkurn bunka, og býst við að safnið verði mikið áður en lýkur. Til þess að minna menn enn betur á, að verða vinsamlega við tijmælum mínum, hefi eg hugsað mér með nokkru millibili að birta í nokkrum tímaritum og blöðum eitt og eitt af kvæðum þeim eða bréfum, sem mér verða send. A þessu byrja eg nú í dag með einum bréfkafla. í gær var hr. Páll Bergsson í Hrísey svo vænn að senda mér nokkur bréf, er hann átti frá föður mínum. Um leið og eg þakka honum sendinguna, leyfi eg mér að setja, hér útdrátt úr'einu bréf- anna: „Akureyri 2. nóv. 1905. •Elskulegi vín! Kæra þökk fyrir þína ýsu — þarna færðu hálfa vísu, spyrður þinar fyrir fjórar, feilar, nýjar, þykkar, stórar. ' En ekki kann eg á að giska áður en kryf cg tjeða fiska, hvaða gæði gamla Braga geyrai þær 1 sinum maga. Ekki' i maga, heldur i höfðum, hitti eg nóg af samanvöfðum óskasteinum — eða kvörnum — einstaklega vel til kjörnum. Úr þeim steinum strax eg seiði sterka töfra, þá er leiði rikan iilui á hverjuin degi heim til þfn úr Ránar-legi; einnig það, að ósk þin rætist, og að hvað, sem vantar hætist, öll þin auðna eflist, kætisf, all þitt böl til fjandans tætisi. Liíðu sæll i ljósi þvisu, liíðu sæll við þorsk og hnýsu, lifðu sæll i lofsöngsvfsu, lifðu sæll 'og — meiri ýsu. Ekki er vakurt þótt riðið sé — á Pega- susi. Allir komnir npp í háttinn, einn eg syt við hörpnsláttinn enda verð nú ýsu-þáltinn, opin trú' eg, stendur gáttin. Þér sjáíð, að þetta er rimbeygla rituð eins og úr pennanum fellur, annars hefi eg sjaldan látið þá konst eftir mér — nema stöku sinnum í bréfum til góð- kunningja. Þess konar er mest alt komið fyrir kattarnef og steingleyint. Fyrir 20 árurn gisti eg hjá góðum skólabróður, og las hann mér lengi skrftlur úr gömium bréium. Loks spurði eg hver hefði ort. Það kom þá upp úr soðinu, að það var frá minni ruslaskjóðu. Maðurinn var séra Páll Sigurðsson, síðast 1 Gaulverjabæ. Þér fáið hér tneð minar fjórar Ijóða-ýsu- spyrður. Það er heldur léteg ljóða-ýsa> nærri þvi tóm erhijóð. En .samt nenni eg ekki að skammasl mln fyrir allan fjöld- an af þeim. Og enn á eg 40—50 erfiljoð auk ótal týndra og tröihim geíinna. Item fáið þcr 2. bindi af Herlæknissög- um Z. Topelíusar og loks leikinn Gísla Súrsson, þvt cf þér eigið hann áður, getið þér notað hann til einhvers annars, eg á ærið nóg af honum óselt — rninkun hvað þjóðin er barnaleg að skilja ekki þann leik, því að hann er meistaralega saminn — af enskri stúlku. Dimmviðri i dag og logndrífa; útlitið lfkt og í tslands innri pólitlk og — á horfum þess eyfirska höfuðstaðar. Lík- lega er, að bæjargreyið hrynji ekki né hvolfist kollhnýs í Pollinn úr þessu, en „krach" fær hann llklega, þvf altof margir „svindla sig áfraiii tncð oftrú á bankana, en hvorki kendir við trií á Drottinn, sjálfa sig, síldina eða framtíðina". Faðir minn átti bréfaviðskifti við fjölda manna víðsvegar um lanil og erlendis, og var fljólur að svara; þegar honum var skrifað til. Var þá algengt að stökur fylgdu bréfunum og stundum heil kvæði. Meginið af þessum kveðskap er þvi dreift víðsvegar og týnist óð- um, því það var aðeins stöku sinnum, sem hann fékk tíma til að taka afrit af slíku. Akureyri 19. ínat 1927. Steingrímur Matthíasson. Altaf að tapa. Aðalfundur Búnaðarfélags ís- lands var haldinn við Þjórsá 25. júni. Tr. Þórhallsson hafði það sem afsökun, ér hann skoraðist undan því að mæta á fundum í Strandasýslu með Birni Magnús- syni, að hann þyrfti að sitja þenn- an fund, sem hann þó sjálfur gat ráðið, hvenær haldinn yrði. En til mikils var að vinna fyrir Tr. á þessum fundi. Að sönnu velur ekki fundurinn stjórn félags- ins, en hann velur þó í eina trún- aðarstöðu: Hann velur sem sé einn fulllrúa á Búnaðarþingið, og þessa trúnaðarstöðu hefir Tr. Þ. haft. Nt't varðaði mikiu að halda tigninni og láta ekki opinbert verða, hve traustið er horfið hjá bændum á þessum bændafulltrúa. Tr. strauk því skyndilega frá kjós- endum sínum, til þess að undir- búa endurkosningu sína. En ferð- in varð hvorki til fjár né frama. Honutn var sparkað úr þessari tiúnaðarstöðu og settur í hana harðsni'tnasti andstæðihgur hans, Jón bóndi á Bessastöðum, sem ritað hefir hvassasta ádeilu á Tr. sem form. B. í. Er sú ádeila birt í Frey. Fundurinn staðfesti hana. En raunir Tr. voru ekki með þessu allar. Fundurinn allur var óslitið vantraust á hann og stjórn B. í., bæði i tillögum og umræð- um. Upplitun. Skutull segir að bændum hafi ekki sýnst hinn sameiginlegi fram- bjóðandi bolsa og Tímans, Finnur Jónsson, neitt hræðilegur, þegar þeir sáu hann. Vesturland hefir aidrei heyrt þess getið, að nokk- ur maður hafi orðið hræddur við Finn. En hitt hefir það heyrt, að hann hafi verið orðinn mjög föl- rauður á ytra borði, er hann kom til bænda, jafnvel bleikur. En þeir þóttust skilja að hann hefði bara upplitast á yfirborðinu við útivist- ina í sveitunum og mundu þau klæði ekki haldgóð. Þóttust og skygnir sjá, að nærklæðin væru með sterkara lit. - - Tálvonir munu því, að þeir hafi fengið ást eða ágirnd á honum. Verkkaup. Björn Bl. Jónsson, eitt af flón- um þeim, er fylla dálka Alþýðu- blaðsins, hafði mikið við að út- breiða óhróður þann, er Héðinn flutti á þingi um Jóh. P. Jónsson skiphcrra á Óðni. Að því lokiut fór liann til Vestmaunacyja og > bauö sig þar fram til þingmensku. Ouldu Vestmenneyingar honum rógburðarverkkaupið refjalaust. Var þar enginn maður svo blygð- unarlaus að leggja Birni liðsyrði, en Sig. skáld Sigurðsson bar fram i tiUöguformi áskorun til hans um það að taka framboðið aftur. Var sú áskorun samþ. með miklum atkvæðafjölda. Á fundi þessum, sem var mjög fjölmennur, var og samþ. í einu hljóði traustsyfirlýsing til skip- herrans á Óðni. Frá ísafiröi. „Dronning Alexandrine" hið veglega Dieselmótorskip Sameinaða gufuskipafélagsins kom hingað fyrstu ferð á miðvikudags- morguninn. Með skipinu var sagt að væru á 6. hundrað farþega. Meðal farþ. hingað: afgreiðslu- maður félagsins Jóh. kaupmaður Þorsteinsson, Sigurgeir Sigurðsson Síldartunnur, Krydd og Lymborgarsalt, væntanlegt um miðjan júlí. Halldór ,B. Halldórsson. Kaupakonu ^ vantar á gott heimili. Talið við afgreiðsluna. prófastur, Magnús og Anna Thor- steinsson, Jón S. Edwald, konsull, Sigfús Danielsson verslunarstjóri, Jón Þórólfsson kaupm. Guðm. J. frá Mosdal, Ól. Kárason kaupm. og frú, Gunnar Axelson, Jón Þ. Ólafsson smiður. Skipstjórinn hr. Frandsen bauð nokkrum bæjarbúum til morgun- verðar og sýndi þeim alt skipið og útbúnað þess. Brúttóstærð skipsins er 1854tons með 2100 hk. Dieselvél. Gang- hraði var á reynsluferð þess 14 milur. Farþegaiúm eru fyrir 95 í I. farrými og 44 í 11. farrými. Sér- stakt pláss er ætlað fyrir konung vorn og drotningu á væntanlegum heimsóknarferðumþeirratilislands. Allur útbúnaður skipsins er mjög fullkominn og vandaður. Dánarfregnir. Maður féll út af vélbát ísleifi 25. Júní og drukknaði. Hann hét Hákon Guðmundsson ungur mað- ur og efnilegur ættaður úr Dýra- firði. Anna Tómásdóttir, föðursystir Bárðar 'Q. Tómássonar skipaverk- fræðings, Þorbj. Tómassonar og þeirra systkina lést 27. júní. Jón Þorvaldsson frá Krossum lést 27. jt'mi. Hann var 86 ára að aldri og dvaldi hjá syni sínutn Jóni Byfirðingi kaupm. í Bolung- arvík. Guðbjörg Guðmundsdóttir hús- freyja héðan frá ísafirði lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 26. júní. Sildveiði. M. k. ísleifur fekk.lóOtn. síldar í hringnót út af Horni 24. júní. Margir ísfirsku bátanna búast nt'i á veiðar. -Hávarður ísfirðingur er að bíta sig á síldveiðar. Hann leggur afla sinn á land á Hesteyri. Enskt herskip, Doon, kom hér inn á höfnina. Komu yfirmenn þess snöggvast 1 land til viðtals við breska konsul- inn, Tr. Jóakimsson. Bæjargfaldkeri biður þess getið, að mánaðar dráttarvextir falla á fyrri helming útsvara 3. júlí n. k. og síðan mánaðarlega 3. dag hvers mán- aðar. Sama gildir.um útsvör, er kærð hafa verið.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.