Vesturland - 30.06.1927, Qupperneq 4
4
VESTURLAND.
♦ Skilviaduolía
♦ ♦ góð tegund, ❖ ♦
♦ 2 kr. pr. líter. ♦
♦ ♦ Verslun M. Magnússonar. ♦ ♦
^Ekóiatiiaöuri nn^
verslun M. Magnússonar^
ísafirði, ^
♦er traustur fallegur og ódýr.^
a Ávalt miklu úr að velja. ^
Bréfaskifti
milli íslenskra og danskra
kennara.
Oft heyrist það, að íslendingar
býsnast yfir því, hve sára lítið
Danir viti skil á landi okkar og
þjóð. Frá mínum bæjardyrum séð
er það alls ekki undarlegt, þó
vitneskja sambandsþjóðar vorrar
um oss, sé all mjög af skornum
skamti. Við íslendingar eigum
nefnilega aðallega sök á því sjálf-
ir, eins og eg nn stuttlega skal
sýna fram á.
Að vísu var það svo, að því
lengur sem leið á stjórnmálabar-
áttu okkar við Dani, urðu dansk-
ir stjórnmálamenn æ leiðari á sí-
feldum kröfum vorum, og margir
þeirra lýstu íslendingum fyrir
danskri alþýðu sem heimtufrekum,
óbilgjörnum og þverúðarfullum
uppreistarmönnum. Það var því
ekki að undra, að þessar hug-
myndir urn okkur festust víða í
vitund dönsku þjóðarinnar og
ryddu sér nokkuð til rúms, eink-
um þegar þess er gætt og það
viðurkent, að flestir íslendingar í
Danmörku fyr og síðar hafa sýnt
sig sem óþarflega þvernðarfulla
og óbilgjarna gagnvart Dönum.
Til sönnunar þessu skal eg að-
eins nefna einn tlokk landa í
Höfn: nfl. stúdentana. Sjaldgæft
mun það, að þeir yrði á danskan
stúdent að fyrrabragði; og yrði
þeir dönsku á þá, eru þeir stuttir
í svörum. Þetta eru menn, sem
ganga saman að fyrirlestrum í
Háskólanum, borða saman o. m.
fl. í stað þess, sem vænta mætti,
að isl. stúdentar á hafnarárum
sínum legðu kapp á að kynnast
öllum andlegum straumum og stefn-
um sem þar er kostur á að kynn-
ast, girða þeir sig kínverskum
múr ofstækisfullrar og mfsskilinn-
ar þjóðrækni: Komi það fyrir, að
einhverjum landa verði sú „ó-
svinna“ á að tala eða rita Dönsku
skammlaust, þá fær hann hnútur
hvaðanæfa að frá löndum, eink-
um stúdentum. Þeir skammast sín
hreint og beint fyrir að tala eða
rita danskt mál, án þess að mis-
þyrma því meira eða minna.
Er þetta ekki fagur akademiskur
andi? Þetta er víðsýni menta-
manna vorra, er nám stunda í
sambandslandi okkar!! Ekki er
nóg með það, að slík framkoma
spilli áliti frændþjóðar vorrar á
oss og standi sem þrándur í götu
allrar viðleitni Dana til að kynn-
ast landi okkar og þjóð, heldur
kemur þessi fáviska stúdentum
sjálfum (sem maklegt er) harðlega
I koll. Enginn vafi er á, að stirð-
leiki þeirra í málinu, sern af þess-
ari einöngrun leiðir, rýrir all oft
próf þeirra að mun, og veldur
<ekki ósjaldan falli þeirra.
Slfkt sem þetta kallar höfundur
Konungsskuggsjár, að óáran sé
komin í fólkiö, en það kveður
hann eitt liættulegra jijóðinni en
drepsóttir, harðæri, eldgos og ísa-
lög, þó alt þetta sfeðji að í einu.
Þessi íramkonia íslenskra stúdenta
í Höfn er því óskiiianlegri, sem
þeir sjálfir liafa kjörið sér þenn-
an stað til embættisnáms.
En þrátt fyrir þetta, liefi eg
þráfaldlega orðið þess var, að
áhugi inanna f Danmörku á að
fræðast um ísland er víða mjög
vakandi, þó margir örðugleikar
séu þar á. Það er okkur í hag
að glæða þennan áhuga; þvi ekki
er það síður áríðandi fyrir ungt
þjóðfélag en einstakling hvern,
að aðrir kynnist honum svo, að
réttur skilningur á eðli lians, orð-
um og athöfnum sé mögulegar.
Það hefði verið ísienskum liafn-
arstúdentum í lófa lagið að inna
mikið og þarft verk af hönduin,
til þess að ryðja röngum hug-
myndum utn þjóð okkar og lands-
háttu á burt og efla réttan skiln-
ing Dana á hvorutveggja. Og
vonandi er það, að þeir breyti
stefnunni í skinsamlegri átt í fram-
tíðinni.
Sú sléíl í landi voru, sem þó
sérstaklega ætti að vera fús lil
að vinua að gróðursetningu réttra
hugtnynda unt ísland og íslend-
inga í sambandslandi okkar er
þó kennarastéttin. — Nú er spurn-
ingin: Hvað geta ísl. kennarar
gert í þessu efni? Fjárhagur þeirra
er sem allir vita svo þröngur, að
aðeins sárfáir úr þeirra flokki hafa
efni á að takast á hendur utan-
landsferð, þó fegnir vildu. Eitt
er þó a. m. k. gerlegt, sem eng-
an kostnað liefir í för með sér
og aðeins krefst góös vilja. Eg á
hér við bréfaskifti milli íslenskra
og danskra kennara. Um |>etta
ltefi eg ritað greinarkorn í dönsk
kennarablöð, og var árangur þess
sá, að þegar eg fór frá Danmörku
8. júní, höfðu 26 danskir kennar
ar og kenslukonur æskt bréfa-
skifta við íslenska embættisbræð-
ur (systur).
Nú stendur aðeins á því, aö
íslenskir kennarar taki hinni útréttu
hönd starfsbræðra vorra og systra
í Danmörku. Fyrst og fremst má
það til gildis telja bréfaskiftunum,
að ís). kennurum gefst kostur á
að lijálpa dönskum starfsbræðrum
okkar til að gefa nemendum þeirra
rétta og sanna mynd af oss, en
jafnframt fáum vér víkkað sjón-
deildarhring vorn og aukið skiln-
ing okkar á Dönum og Danmörku.
Kynning sú, er vér íslendingar
fengum af Dönurn fyrir fleiri hundr-
uðum ára af viðskiftum vorútn
við einokunarkaupmenn, gaf aldrei
neina rétta hugmynd utn dönsku
þjóðina í heild sinni; en síst af
öllu á sú mynd, sem þá komst
inn hjá íslenskri alþýóu af Dön-
um að ríkja nú. Vér bernm oss
fávíslega að, ef vér látum dönsku
þjóðina nú gjalda þess, að ein-
stakir óhlutvandir ntenn fóru tnið-
ur vel að ráði sírui gagnvart oss
fyrir hundruðum ára. Slikt væri
óðs inanns æði.
Á hinn bóginn efast eg heldur
ekki uiri, að íslenskum kennurum
tnyndi það liolt að kynnast hreif-
ingum þeitn, sem ytra gera vart
við sig á sviði uppeldismálanna,
en þess gæfisl einmitt kostur í
slíkum bréfaskiftum. Eg talaði hér
á dögunum við kennara eiun í
Vestmannaeyjum, setn sagði, að
hinn versti óvinur íslenskrar kenn-
arastéttar væri einöngrunin. Menn
mættu hafa sig alla við, tíl þess
að þeir ekki yrðu að steingerfing-
um í kennarastarfinu; svo væri
það öröugt fyrír kennara að fá
nægilega andlega endurnýjun hér
heima. Enufremur teí eg senni-
legt, að bréfaskiftin kynnu að
vekja löngun bréfritaranna til
gagnkvæmra heimsókna í sumar-
leifum, og gætu þá hvorir um sig
veitt gesturn slnum ókeypis dval-
arstað og á ýmsan hátt dregið
úr ferðakostnaði. Eg vil geta þess
hér, að mér fyndist eðlilegt, aö
barnakennarar þessa lands nylu
sömu kjara og ísl. stúdentar njóta
hjá Eimskipafélagi íslands: nfl.
réttar til að ferðast með skipum
félagsins fyrir hálfvirði a. m. k.
til útlanda, enda mun eg beitast
fyrir því, að kennarasambandið
fari þessa á leit við stjórn Eim-
skipafélagsins. Allir geta séð að
utanför hlýtur að koma að beinu
gagni í lífsstarfi kennarans, en
þetta verður aðeins óbeint hjá
stúdentum, sem síðar verða lög-
fræðingar, læknar, verkfræðingar
eða þvíuinlíkt.
í samráði við hafnardeild Dansk-
íslenskafélagsins er ákveðið að
haga bréfaskiftum þessurn sem
hér segir: Menn snúi sér til skrif-
stofu Dansk-Islandsk Samfund,
Holbergsgade 4,15 Köbenhavn K.
Nöfn þeirra kennara, sent þátt-
töku ltafa óskað verða prentuð
á lista, sem svo sendist öllunt
þcirn kennurum, er Dansk-Islandsk
Samfutid Itefir samband við. Það
er að segja: Nöfn hittna ísleusku
kennara sendast hinum dönsku
og gagnkvæmt. Þar að auki mun
auðvelt að fá nöfnin prentuð í
Mentamáluni og dönsku kennara-
blöðunum, „Læreren“ og „Folke-
skolén“, til þess að allir geti tek-
ið þátt í bréfaskiftunum, sem á
annað borö kæra sig um. Aö
sjálfsögðu verða bréfaskifti þessi
að mestu leyti að fara fram á
Dönsku, en þó voru nokkrir meðal
hinna 26, sem tóku það fram, að
þeir æsktu þess, að bréfritari
þeirra ritaði á íslensku. Eg er
þess fullviss, að enginn danskur
kennari mun hneikslast á staf-
setningar og málfræðivillum þeim,
sem óhjákvæmilega hljóta að slæð-
ast með einkum í fyrstu. Aðalat-
riðið er að skilja og gera sig
skiljanlegan, og það veit eg aö
takast muni og meira en það.
Nú hafa danskir kennarar þeg-
ar beðið alllengi svtnj; frá íslensk-
nm embættisbræðnnn (systrnm).
Þessvegna vil eg biðja þá kenn-
ara, sem velviljaðir eru hugrnynd
þessari að bregðast við skjótt og
rita nokkrar Ilnur til hafnardeild-
ar Dansk-íslenska félagsins til
þess að láta vita, að þeir (þær)
óski þátttöku í væntanlegum bréfa-
skiftum milli danskra og íslenskra
kennara.
ísafirði, 22. júni 1927.
Hannibal Valditnarsson.
VESTURLAND
kemur út einu sinni I viku.
kostar 7 kr. uin árið.
Gjalddagi 1. oktober.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Sigurður Kristjánsson.
Ritstjórinn til viðtals kl. 4-5
dagl. í Hafnarstr. 1. Sími 99.
Afgreiðslum. Loptur Gunn-
arsson Aðalstræti 11. Sími 37.
Kaupið
1 Vefnaðarvöru,
Prjónavöru og ;
1 Fatnað t |
|Verslun S. Jóhanne8dóttur.|
^iliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii#
, Kaupi
voFkópaskinn
háu verði.
Halldór B. Halldórsson.
Ath.ugid þetta:
Þegar tnenn kaupa málningar-
vörur, ættu þeir að athuga, að
það besta er billegast.
Hefi nú flestar tegundir af farva
og lökkum til húsa og skipa,
einnig veggfóður og pappa á loft
og veggi, sem eiga að málast,
maskítiupappír, pensla, brons o. fl.
Vinn alt fljótt og vel.
Finnbjörn málari.
Síldartunnur.
Þeir, sern ætla sér að salta sild
hér í sumar, geta fengið keyptar
tunnur og salt úr skipi, sem kem-
ur hitigað í næsta mánuði.
Talið við ntig sem fyrst.
fsafirði 23 júni ’27.
Jóh. Þorsteinsson.
Skóáburður,
í öllunt litum fyrir allskonar skinn
og tauskó. Burstar, skóreimar m.
m. Fæst hjá
Ó. J. Stefánssyni
skósinið.
Þwottur »8 strauning.
María frá Kirkjubæ
Sundstr. 23.
Þrentsiniðja Vesturlands.