Vesturland


Vesturland - 03.11.1927, Blaðsíða 1

Vesturland - 03.11.1927, Blaðsíða 1
VESTU ND Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson'. IV. árgangur. ísafjörður, 3. nóvember 1927. 39. tölublað. Fjandskapurinn við varðskipin. Landsmönnum er oröiö nokkuð kunnugt, hvernig andar til land- helgisgæslunnar frá núverandi stjórnarflokkum. Frá báðum er það fullur fjandskapur. Þeir alrauðu fara ekkert dult með óvild sina til landhelgisgæslunnar fremur en annarar óvilhallrar löggæslu. Þeir tala altaf um varðskipin sem „her'1. Það er „sjóherinn" segja þeir. Og þeir hala hana sem þröskuld á vegi hnefaréttarins, bæði vegna eigin fyrirætlana og útlendinga, sem þeir eru eða kynnu að verða á mála hjá. Þótt Tímamenn séu með yfir- drepsskap i ofsóknum sínum gegn gæslustarfinu, er innræti þeirra hið sama, og eru ekki langsóttar sannanirnar. Það eirt, að blöð flokksins leggja landhelgisgæsl- unni aldrei liðsyrði, en flytja sífelt óvirðandi og tortryggjandi glósur um gæsluskipin og foringja þeirra, sýnir hvern hug flokksbroddarnir bera til þessa starfs. { Tímanum 15. f. m. birtist frá- munalega ógeðsleg grein um gæslustarfið, en jafnframt eftir- tektarverð. Um það verður ekki sagt, hvort greinin er heldur skrif- uð af einum ráðherranna eða leppnum, en það kemur í sama stað niður, því stjórnin ber jafnt siðferðislega ábyrgð á því, sem hún sjálf skrifar, og hinu, sem hún lætur skrifa. Þegar umbótamennirnir á Al- þingi íslendinga hófu baráttuna gegn landhelgisráninu, höfðu öll íslensk tiskiskip leyfi tii að stunda veiðar i landhelgi. Landhelgisvarn- irnar voru eingöngu gegn útlendri ásælni, og er þar enginn grein- armunur gerður á veiðitækjum, því útlenair rikisborgarar eiga eng- an veiðirétt í íslenskri landhelgi, en fjöldi þeirra útlendu skipa, sem sækir á fiskimiðin við ísland, er svo afskaplegur, að fiskiveiðum landsmanna stendur af því hinn mesti háski. Eftir það að botnvörpuveiðar fóru að tíðkast, varð umbótamönn- um á Alþingi enn ljósara, hver háski landsmönnum stóð af veið- um útlendinga hér við land. Það var ekki aðeins fiskiránið, sem þó eitt var ærið nóg, heldur einnig, og miklu fremur, eyðing uppeldis- stöðvanna og ungfisksins af þessu mikla drápsherfi — botnvörpunni. — Og þessi háski varð því aug- ljósari, sem fleiri landsmenn tóku að byggja framfæri sitt og fram- tið á afurðum sjávarins, og meiri- hiuti tekna Iandsins kom frá sjón- um. Umbótamönnum var það alveg ljóst, að landhelgisvarnirnar yrðu aldrei öruggar, fyr en landsmenn yrðu þess sjálfir megnugir, að hafa þær á hendi. Þetta hefir frá upphafi verið og er enn i dag hugsjón og tnetnaðarmál umbóta- manna í landinu; það er sjálfstæð- ishugsjón þeirra, bæði gagnvart öðrum rikjum og fjárhagslega. Upp af þessari hugsjón óx Iand- helgissjóðurinn og loks tvö mynd- arleg gæsluskip undir stjórn fyrir- myndar foringja. Menn höfðu gert sér bjartar vonir um þau umskifti, sem yrðu á landhelgisgæslunni, þegar hún yrði innlend, en veruleikinn hefir farið langt fram úr vonunum. For- ingjar varðskipanna hafa reynst starfi sínu svo vel vaxnir, að það er landinu ekki einasta órnetan- Iegt gagn, heldur einnig stórmik- ill sómi. Landhelgismálið hefir svo sem ekki vantað óvildarmenn á þingi, og hefir þess kulda einkum kent frá þeim mönnum, sem minst hirða um sjálfstæði landsins í öðrum greinum. i hvert skifti sem Tímarnenn hafa náð tökum á landsstjórninni, hefir risið óvildaralda gegn land- helgisgæslunni. í fyrra sinnið, sem Timinn náði að mynda stjórn, var það eitt af happaverkum þeirrar stjórnar, að koma landhelgissjóðn- um fyrir kattarnef. Fyrsta verk um- bótamánna, þegar þeir tóku aftur við landsstjórninni var það að end- urgreiða landhelgissjóðinn, og láta þegar byggja fyrir hann varðskip, svö hann yrði í engri hættu, þótt stjórnin yrði öðru sinni illa skip- uð. Nú eru Tímamenn öðru sinni komnir til valda, og þurfti þá ekki lengi að bíða árásanna á land- helgisgæsluna. Árás sú, sem á var minst í upphafi þessarar greinar, er ekkert eftirtektarverð vegna þeirrar ó- vildar, sem þar kemur fram gegn landhelgisgæslunni. Þar er aðeins um endurtekningu og framhald að ræða. En tvent er það við grein- ina, sem vekur eftirtekt manna, þegar þess er gætt, að stjórnin ber ábyrgð á henni, hvort sem hún sjálf hefir skrifað hana eða leppurinn. Þetta tvent er árásirnar á varðskipsforingjana og hið skímulausa skilningsleysi á sjálfu landhelgismálinu. Verður að gera nánari grein fyrir hvoru tveggja. Stjórnin hefir ratað í þann varida að brjóta lögin um varðskipin, og sér engin ráð til að verja það athæfi. Hún er því i vanda stödd, en auk þess í vondu skapi, því nú mun vera búið að benda henni á það, að því marki, sem hún hugðist að ná með lögbrotunum, hefði hún vel getað náð án þess að brjóta nokkur lög. En fljót- fæmi og þekkingarskortur urðu henni að fótakefli, og svo muntt MT FLUYTUR. tl Hér með tilkynni eg heiðruðum viðskiftavinum mínum, að eg hefi flutt vinnustofu mína í hið nýja hús mitt við Hafn- arstræti. Elías Kærnested skósmiður. bolsar hafa rekið hart og heimsku- lega eftir, en flestum gremst það óhappið mest að hafa láti reka sig út í ófæru. Nú ritar stjórnin eða lætur rita í Tímann 15. f. m. varnargrein, þar sem hún segir, að önnur meg- in ástæða stjórnarinnar, til þess að brjóta lögin um varðskipin, hafi verið ótti við það, að foringj- arnir ræktu starf sitt sviksamlega, að íslenskir togaraeigendur mundu múta þei.m með veisluhöldum og vinarkjassi. „Þetta mál eins og önnur" segir Tíminn, „ber að leysa við þá birtu, sem söguleg reynsla og almenn vitneskja um marinlegt eðli bregður yfir það. i Gæti svo til tekist, að með þess- um verkfallsvörnum íhaldsins yrði stofnað til meira og minna verkfalls skipanna sjálfra gagn- vart íslenskum lögbrotamönnum". Eins og áður er sagt, er það þjóðkunnugt að foringjar varð- skipanna hafa á stuttum tíma unnið stórvirki í verkahring sin- •um. Að þeir eru í senn eirlurðar- miklit og slingir i gæslustarfinu og jafnframt virðulegir menn í állri framkomu, svo sem krefjast verður af mönnum í slíkum stöð- um. Hafa margir haldið þessu á lofti og glaðst yfir því eins og öðru, sem verður landi voru til gagns og sóma. En til hins hafa engir orðið, nema fyrirlitnir óþokk- ar, og þeir fáir, að gera land- helgisgæsluna tortryggilega og rðgbera foringja varðskipanna, þar til nú að æðsta stjórn landsins hefur eða lætur hefja þetta þokka- lega verk. Má á þessu sem öðru sjá, hve vel núverandi stjórn skilur stöðu sína og kann að gæta sóma lands síns, er hún reynir að gera tortryggilegan, beinlínis rógbera, þann þátt í lögreglustarfi rikisins, sem sérstaklega snýr að öðrum ríkjum. Hitt alriðið, sem er athyglisvert í nefndri Tímagrein, er, sem áður segir, skilningsleysi stjórnarinnar á landhelgismálinu. Stjórnin virð- ist ekki sjá nema ejna nauósyn í þessu máli, og hún er sú, að íslenskir togaraeigendur verði fyrir sektum. Það er nú ekki nema eðlilegur og sjálfsagður hlutur, að islenskir togaraeigendur greiði sektir, þeg- ar togarar þeirra fremja brot gegn veiðilögum í landhelgi. Og þetta hefir talsvert oft komið fyrir. En eðlilega miklu sjaldnar en um út- lendinga. Talið er að árlega sæki hingað til veiða ca. 400 útlend skip*, sem veiða með botnvörpu og auk þess 2—3 hundruð skip, sem veiða á annan hátt. Öllum þessum skipum er óheimilt að veiða í landhelgi, hvernig sem á stendur. En allur togaraflotinn íslenski er aðeins 40 skip, og þeim er auk þess heimilt að veiða í landhelgi með hverju öðru veiðitæki en botnvörpu. Það er þvi skiljanlegt, að brot þeirra verða fá, samanborið við brot hinna útlendu skipa. Þeir, sem skilning hafa á þessum málum, hafa allir vitað það frá öndverðu, að landhelgisvarnirnar eru aðal- lega gerðar gegn útlendingum,. því þeir eru svo yfirgnæfandfað tölu, að íslensku togararnir eru þar sem eitt peð á alskipuðu skák- borði. En þessi litli islenski floti á líf sitt og framtíð undir því, að fiski- miðin og fiskiuppeldið hér við iand verði ekki hvort tveggja lagt' í auðn af hinum erlenda fiskiflota, og þess vegna eru það útgerðar- ínennirnir íslensku, sem með mest- um skilningi og áhuga hafa bar- ist fyrir landhelgisvörnunum. Þetta hafa Tímabroddarnir aldrei skilið. Þeir virðast eiga érfitt méð að skilja, að mönnum geti gengið annað en ilt til hlutanna. Það er engan veginn viðunan- legt, að þekking ríkisstjórnarinnar á öðrum aðalatvinnuvegi þjóðar- innar skuli engin vera, þvf skiln- ingur á þörfum hans fep-að sjálf- sögðu þar eftir. En þótt þessu sé þann veg „háttað um að minsta ko.sti tvo núverandi ráðherra, æth> að mega vænta þess skilnings af þétrri á þvi, hver ábyrgð fylgir embættum þeirra, að þeir að minsta kosti létu vera að ófrægja sjálfir opinberlegá landhelgisgæslu ríkis- ins. * Tala þessi samanstendur a£ því, sem nresl verður komist um tölu enskra, þýskra, bclgiskjra og hollenskra bótnvörpunga, er hingað sækja. ílölskiiui og Irðnskmn er slept, sein mi)hu þó vera nokkrir.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.