Vesturland


Vesturland - 03.11.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 03.11.1927, Blaðsíða 2
VESTURLAND. TungumáSakensia. Islenska, Danska, Exiska, í*ýska. G. Andrew Pjarðarstræti 24. Hnífsdatsmálið. Frá því er fyrst og fretnst það að segja, að „lögreglustjórinn yf- ir íslandi" heldur áfram að vinna fyrir kaupi sínu. Er ekki h'till hluti vinnunnar í því fólginn, að kveða upp dóma á strætum og gatna- mótum, skvaldra um það við Pét- ur og Pál, hvaða sökum þessi eða hinn sé sannur að, og hvað sannast skuli í málinu næsta dag. „Ríkislögréglan." Eftir tíðar húsvitjanir hjá Skut- ulsritstjóra, Vilmundi og Tarzan- bræðrum fæddist hér á ísafirði „ríkislögregla" s. 1. fimtudag. Var það fjögra manna sveit, er lagði af stað til Hnífsdals undir stjórn „lögreglustjórans yfir íslandi" að kvöldi sama dags. Veður var ó- blítt, áþel-it þvi, er Öngull valdi til Drangeyjarfarar. Braust „lög- reglusljórinn yfir íslandi" rneð „berinn" inn á heimili Eggerts Halldórssonar „í kongsins og lag- anna nafni". Ekki hefir ritstj. VI. heyrt, hvort „lögreglustjórinn yfir' Íslandi" stóð at'tau við fylkingima „eins og hver annar heishöföingi", en ekki er ólíklegt, að honuin hafi sýnst það hyggilegra, við slíkl sem þar var að etja: í einu rúm- inu lá Eggeri veiknr. i öðru lagi kona hans, komin að falli, og hafði legið rúmföst nokkra undanfarna daga. í þriðja rúmiiiu lá barn þeirra hjóna íveggja ára, þungt haldið af lungnabólgu. „Lögreglustjórími yfir íslandi" hóf nú upp rödd sína „í kongs- ins og laganna nafni" og skipaði Eggert að klæðast. Galt hann ekk- ert samþykki við því. Braust „her- inn" þá fram og tók Eggert hönd- um Var hann borinn óklæddur út á vörubifreið i sjúkrabörum og ekið með hann til isafjarðar. Hálf- dán var og fliittur í gæsluvarð- hald á ísafirði. Eggert kaus heldur að fara i íangahúsið en sjúkrahúsiö líér. Var hann og þangað fluttur. En skömm var dvöl hans þar, áður hann var fluftur nauðugur á sjúkrahúsið og lokaður inni í pri- vatherbergi Vilmundar. Veit Vest- urland ekki, hvort ráð þau voru undan rrfjum dómarans eða Vil- mundar. E. t. v. er það sumum ráðgáta, fivers vegna sjúkur maður, eins og Eggert, kýs heldur að liggja I fangahúsinu hér, en i sjúkrahús- iriu. En þetta skýrist kannske fyr- ir mönnum, er þeir minnast þess, að dómarínn hafði áður lýst því yfir, að hann ætlaði að einangra Eggert og pina hann til sagna. Og einnig þess, að Vilmundur, setn er einvaldur á sjúkrahúsinu, htefir sýnt þeim tengdafeðgum ó- 'lvíræðan fjandskap. Vitnaleiðslur. Eitthvað læst dóinarinn vera að yfirheyra vitni til skýringar málinu, en hugboð manna er það, að það sé skrípaleikur einn. Rannsókn þessi er ekki opin ncma fyrir annan pólitiska flokk- inn hér á ísafirði. Ritstj. Vesturl. verður þvj, er hann vill leita sér upplýsinga um máiið að snúa sér til heyrnarvotta, stundum beinttil þeirra, sein yfirheyrðir. eru. %iðtal viö síra Sigurgeir prófast Sigurðsson. Ritstjórinn heyrði sagt að pró- fasttirinn hefði verið kallaður fyr- ir réttinn, og bað því um viðtal við hann. Þér voruð yfirheyrður út af þessu Hnífsdalsmáli? Svo á það víst að 'heita. Hvað var það, sem þér gátuð helst upplýst í málinu? Mér vitanlega ekki neitt. Um hvað voruð þér spurður? í fyrsta lagi var eg spurður um útlit á kjörseðli einum sem kom fram við atkvæðatalninguna hér á ísafirði. — Eg var ekki fastur við atkvæðatalninguna, en hafði þar umboðsmann, Jóhann kaupmann Þorsteinsson og rekur mig ekki ininni (il að hafa séð seðil þenna. í öðru lagi var eg spurður hve- nær eg hefði tekið manntal i Hnífs- dal árið 1926. — Lofaði eg að gefa vottorð um þetta, eftir að eg hefði rannsakað það mál. í þrioja lagi var eg spurður um sálarástand konu einnar héribæ. Með því að mig skorti þekk- ingu til að svara þeirri spurningu, !ét eg henni ósvarað. Hefír yður ekki dottið í hug, að eftir að þér voruð tekinn"fyrir rélí, var hægt að síma það úl um al( laud, að „fiambjóðandi íhalds- ins á ísaf." væri álitinn svo grun- satnlegtir, að dómarinu væri bú- inn að „taka hann fyrir?" Þessari spurningu yðar vil eg ekki svara, sagði prófastur, en skal að lokum taka það fram, að eg gef yður heimild til að birta samtal þetta, af því eg tel rétt að mönnum verði kunnugt, til hvers eg hefi verið kallaður fyrir rétt í þessu máli. En hvað sýnist lesen.dum vor- um? í hvaða tilgangi virðist þeim að prófasturinn ,muni hafa verið kallaður fyrir rétt? Tvær síðari spurningarnar snerta iiann beinlínis sem embættismann, og lá auðvitað beint við, að fá um í að skrifleg vottorð frá honum. ef það aiinars kom máli þessu :;okkuð við. Mun það nýr siður í landi voru, að ernbættismenn úkisins séu kallaðir fyrir rétt, til að gefa slíkar upplýsingar sem þessar. Um þriðju spurninguna er það að segja, að ef þar þurfti ein- iiverjar upplýsingar, lá nær að ialla þá menn, sem seðil þennan iiöfðu fengið í hendur, sem fyrst og fremst var sá úr undirkjörstjórn, sem urnslögin opnaði, og þar næst yfirkjörstjórn. » Viðtal við Jón Grímsson. Þegar ritstj. Vesturl. frétti að Jón Grímsson, sem verið hafði Nýkomið í BRAUNS-VERSLUN. Divanteppi 13.00, 16.00, 20.00, Borðteppi, 6.75, 8.00, 10.00, Rúmteppi, hvít 4.75, mislit 5.75, Dömu-golftreyjur, 10% afsl. Dömu- & telpukáp- ur mikið úrval. ritari dómarans, hefði látið af því starfi en siðar verið kallaður sem vitni í málinu, fékk hann Jón til viðtals og sagði sér leika hug á að fræðast af honum um Hnífs- dalsmálið. Jón sagðist líta svo á, að sér væri ekki heimilt að skýra frá því, sem hann hefði kotnist að í þessu máli sem ritari dómarans og rétt- arvitni. En hvað var það þá, sem dóm- arinn vildi fá staðfest frá þér sem vitni ? Dómarinn spurði fyrst, hvort eg hefði verið skrifstofustjóri á kosningaskrifstofu Íhaldsfl. hér við síðustu kosningar, og hvert starf skrifstofunni eða mér hefði verið ætlað. Sagðist e'g hafa stjórnað kosningaskrifstofu íhaldsflokksins og hefði starf mitl sérstaklega verið það, að koma fyrirkomulagi á agitation, og heíði eg í þeitn tilgangi oftar en 'eitt sinn kvatt ýmsa góða íhaldsmenn á fuud, farið mcð þeim gegn um kjör- skrána og skift með þeim verk- um, eftir því sem hver hefði þóít líklegur ti'l að hafa áhrif. Virtist þér dómarinn ánægður með þessi svör? f>að virtist mér fullkomlega. Spurði hann ekki frekar? Jú. Hann spurði hvort skrif- stofan hefði ekki haft annað eða meira hlutverk og kvað eg svo verið hafa. En ekkert erindisbréf hefði 'eg haft sem skrifstofustjóri og ávalt starfað í þarfir flokks míns eftir konduite. Spurði þá dómarinn, hyort skrif- stofan hefði ekki haft það hlut- verk að útvega hingað atkvæði utankjörstaðarmanna, og kvað eg svo verið hafa. Hefði eg gert tals- vert til þess með simtölum og símskeytum. Þá spurði dómarinn, hvaðan mér hefðu borist utankjörstaðarat- kvæði. Sagðist egsérstakiegamuna eftir að hafa móttekið atkvæði frá Reykjavík, úr Norðurlandi, innan úr Djúpi og eitt frá Bildudal. Annars væri eg ekki.viss um að muna nú til fullnustu, hvaðan at- kvæði bárust. Þá spurði dómarinn, hvort eng- in atkvæði hefðu borist mér úr Hnífsdal, og kvaö eg nei víð því, eða að minsta kosti myndi eg ekki til þess. Næst spurði dómarinn um, hvort eg þekti eftirtaldar manneskjur: Erlend Símonarson, Jakob Elíasson, Guðmundu Pétursdóttur, Þórdísi Jónsdóttur, Jónu Jónsdóttur, Baldvin Sigurðsson. Þann fyrst talda þekki eg vel og heti þekt um mörg ár. Annan og þriðja þekki eg aðeins frá öðr- um. Hinar þrjár persónurnar veit eg ekki til að eg hafi nokkru sinni séð eða heyrt, að því und- anskildu, að Jónu Jónsdðttur sá eg fyrir rétti hjá þessum dómara, þegar eg var ritari hans fyrir nokkrum dögum. Samkvæmt þessu voru svör mín til dómarans. Þá spurði dómarinn, hvort at- kvæði þessara kjósenda hefðu komið á kosningaskrifstofuna til mín, og fleira því viðvíkjandi. Svaraði eg að eg mintist þess ekki. Bentir þú ekki dómaranum á að um feril og afdrif sumra þess- ara atkv. hlaut honum að vera kunnugt, og að þau höfðu aldrei komið til þín eða á kjörstað? (At- kvæði E. Símonarsonar hafði kona hans til geymslu og brendi það. Atkvæði Jakobs Eliassonar hefir verið geymt á heimili hans sjálfs til þessa dags. Og dómarinn hefir haft báða þessa menn fyrir rétti, að þvi er þeir segja, til þess að rannsaka feril og afdrif atkvæð- anna). Nei. Eg svaraði öllum spurn- ingum hans, eins og þær væru á viti bygðar. Að gefnu tilefni lét eg þess getið, að kosningaskrifstofan, sem eg stjórnaði, hefði alls ekki viljað taka við öðrum atkvæðum til geymslu en þeim, sem komið hefðu leugra að. Hefði eg lagt áherslu á það við alla þá„ sem eg hefði vitað að ætluðu úr bæn- um fyrir kjördag, að þeir skyldu láta geyma atkvæði sín á skrif - stofu bæjarfógeta. En aðsend at- kvæði hefði eg geymt til kjördags, til þess að andstæðingarnir gætu síður fylgst með því, hvern ár- angur agitationir okkar bæru út á við. Gastu ekki um það feikna kapp, sem andstæðingar okkar lögðu á að fá atkvæði manna til geymslu, einkum þeirra sem atkvæði greiddu hér á staðnum, og grunsemdir manna um ástæður fyrir þvf? Jú. Eg gat þess, að andstæð- ingaskrifstofan hefði tekið til sfn öll þau atkvæði er greidd voru að þeirra tilhlutun á bæjarfógeta- skrifstofunni. Sýndi dómafinn nokkurn fár- skap í orðum eða látæði, meðan á yfirheyrslunni stóð? Ekki í fyrra réttarhaldinu. Lét hann í ljósi velþóknun á skýrslu minni og gerði sér mikið far um að láta ' bóka hana rétt og ná- kvæmiega. En er eg kom aftur fyrir réttinn að kvöldi sama dag6, var annar andi kominn yfir dóm- arann. Vildi hann fá mig til að breyta framburði mínum, og var- ekki sem algáður maður í orðum og æði. Hvað er til dæmis um osaemi- legt orðbragð dómarans i réttin- um? Hann ávarpaði mig: „helvítið yðar" kallaði mig lygara, og voru mörg orð hans þessu ílk, en til- burðir þar eftir. Kom þér ekki þessi framkoma

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.