Vesturland

Árgangur

Vesturland - 12.06.1928, Blaðsíða 3

Vesturland - 12.06.1928, Blaðsíða 3
VESTURLAND. 3 ■——■fnim—WBiii—..........—iii iiiii....... ■■■ 111 iiu Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, að dóttir okkar elskuleg, Sigurbjörg Kristjana, andaðist 4. þ. rn. Jarðarförin er ákveðin fimtudaginn þann. 14./ frá Sjúkrahúsinu á ísafirði. Naustum, 11. júnf 1928. Elísabet Sigurðardóttir. Sæmundur Ásgeirsson. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm • SÓLARSMJÖRLÍKIÐ fáið þér ætíð nýtt á borðið, það er því ljúffengast og næringarmest. Enda verður gjöf þessi ekki gold- in. En innilegar þakkir viljum vér undirrituð sóknarnefnd Hólssókn'- ar, fyrir safnaðarins hötid, votta heiðruðum gefendum, fyrir þessa prýðilegu raunsargjöf til Hóls- kirkju. Bolungavík, 31. maí 1928. Arngr. Fr. Bjarnason. Kristján Ólafsson. H. Kristinsson. Bæjarstjórnargerðir. Bærinn gefur út víxla fyrir náungann. 16. f. m. samþykti bæjarstjórn eftirf arandi: „Bæjarstjórnin samþykkir að heimila oddvita í samráði við fjárhagsnefnd, að ganga í á- byrgð fyrir hönd kaupstaðarins fyrir lánum til félagsmanna i Samvinnuféiagi ísfirðinga til fiskiskipakaupa samtals alt að 320 þúsund kr. í samræmi við ábyrgðarheimild þá, er síðasta Alþingi veitti stjórninni í þessu skyni". Hún mun vera nokkuð einstæð þessi ábyrgðarheimild bæjarstjórn- arinnar, og verður ekki sagt að þar sé mikil varfærni við höfð. Upphæðin er ekki skorin við negl- ur, hvort sem miðað er við stærð eða efnahag bæjarins. Ekki er heldur verið að spyrja um, hvers- konar fiskiskip kaupa á, en nú er þó fram komið, að það er sú teg- und fiskiskipa, sem verst hefir gef- ist allrar útgerðar hér við Djúp, því fá eða engin dæmi finnast til að þau hafi borið sig hér í rekstri. bó er það einstæðast, að bærinn samþykkir þessa smáábyrgð, án þess að vita, fyrir hvern hann á- byrgist., Flestir munu vera svo forvitnir, þegar þeir ganga í á- byrgðir, þó smærri séu en þessi, að þeir vilji fyrst vita, fyrir hvern þeir ábyrgjast og til nvers eigi að verja láninu, en slik hnýsni er ekki að skapi meirihlutans í bæj- arstjórn ísafjarðar. Fyrir nokkrum dögum gaf bæj- arfógeti út 5 víxla fyrir hönd bæjarins, hvern að upphæð 40 þúsund kr. Samþykkjendur hafði Samvinnufélagið útvalið. Lagði Finnur Jónsson síðan af stað með vfxlana. Bæjarstjórn metur tryggingar fyr- ir láni úr hafnarsjóði. Hafnarnefnd lagði til við bæjar- stjórn í vetur, að Samvinnufélag- inu yrðu lánaðar 10 þús. kr. úr hafnarsjóði, „með þeim kjörum, er bæjarstjórn samþykkir og þeirri tryggingu, er hún tekur gilda“. Nú er bæjarstjórn búin að á- Símlykill: A.B.C. 5. útgáfa, til sölu í Utbúi íslandsbanka. kveða „kjörin" og segjahvertrygg- ingin skuli vera. Eru kjörin 51/20/0 ársvextir og 6 mánaða uppsagn- arfrestur, og sé lánið sjálfskuld- arábyrgðarlán, en tryggingin (veð má það vist ekki kallast) er skulda- bréfið sjálft, þ. e.: ábyrgð lántak- anda sjálfs. f Bæjarstjórn er nú búin að af- marka sumarhaga kúnna, sem ein- stakir menn í bænum eiga. Á að króa þær allar milli Seljalandstúns og Sjónarhæðar. (Girðing ofan vegarins og upp ískriðurnarbeggja megin). Til liknar fyrir útlegð þessa úr aðalhögunum, ákvað bæjarstjórnin að þrefalda rúmlega hagabeitargjald fyrir þær! Mætti það vel kallast urðargjald. Minnihlutafulltrúarnir reyndu að fá samkomulag um það, að hag- árnir fyrir bæjarkýrnar og „kýr vorar“ yrðu sameiginlegir og þver-, girðitigin ekki sett utar en við Stakkanes, svo nokkur hagi yrði eftir fyrir liesla, en hvorugt fékst. Þá var lagt til af ntinnihlutafulltr. að árgjald fyrir hagabeit hesta^ væri lækkað, er hagarnir eru að mestu af þeim teknir, en það var einnig felt. Hagabeitargjald fyrir hesta er nú alt að fimmfalt við það sem var fyrir stríð og nál. 10°/0 af hestverði. ' I ___ \ Frá ísafÍFÖi. Dánarfregn. Hjónin Sæmundur Asgeirsson og Elísabet Sigurðardóttir á Naust- um hafa orðið fyrir þeirri sáru sorg að missa einkadóttur sína Sigurbjörgu, 14 ára gamla. Bana- mein hennar var heilahimnubólga. Iijúskapur. Ásgeir Árnason vélstjóri og Theodóra Tómasdóttir voru gefin saman í hjónaband síðast liðinn laugardag. Dr. Alexandrine kom að norðan á suðurleið 3. þ. m. Með henni tóku sér far héð- an: Frú Guðrún Pétursdóttir, frú Herdís Jónsdóttir, ungfrú Gyða Maríasdóttir, Sig. H. Þorsteinsson, Jón Hróbjartssori, Haraldur Leós- son, Finnur Jónsson, EiríkurEin- arsson, Ólafur Guðmundss. kaup- maður i Reykjavík, frú Berit Sig- urðsson til Noregs og ungfrú Sigríður Jóhannsdóttir til Dan- merkur. Húsmædpaskólinn á ísaftröi tekur til starfa 1. október n. k. Námsskeiðin verða tvö, fjórir mán- uði hvort. Námsgreinar: Matreiðsla, þ.vottur, hreingerning herbergja, næringarefnafræði, heilsufræði, útsaumur og baldering. Heimavist er í skólanum. Inntökugjald 20 kr. Mánaðargjald 75 kr. er borgist fyrirfram. Hver nemandi liafi með sér rúmtatnaö og allan klæðnað. Lækn- isvottorð verður hver nemandi að sýná, við inntöku í skólann. Umsóknir séu kornnar fyrir 1. okt. og stílaðar til Skólanefndar Húsmæðraskólans, eða tiL undirritaðrar forstöðukonu sem gefur allar nánari upplýsingar. • ísafirði, 1. júní 1928. Gtyða Maríasdóttir. * Rakstur með R O T B A R T-rak- vélablaði fullnægir kröfum hinna kröfuhörðustu. Það er heimsins besta rakvélablaðið. Notið slípivélina „ROTBART TANK í heildsölu hjá Vald. Thaulow Kaupmannahötn. Biðjið kaup mann yðar um Rotbart-blöð og Rotbart Tank. Helgi Sigurgeirsson gullsmiður, ísafirði smiöar og grefur enn. Hávarður ísfirðingur kom inn síðast liðinn sunnu- dag með 137 föt lifrar. „Súlan“. Flugvélin „Súlan“ kemur liing- að beint frá Reykjavík árdegis á fimtudaginn. Fer héðan aftur beint til Rvíkur, og tekur farþega. Togari sekkur. 70 ÁRA REYNSLA og vísindalegar rannsóknir tryggja gæði kaffibætisins V E R O enda er hannjheimsfrægur og hefir 9 sinnum hlot- ið gull- og silfurmedal- íur vegna framúrskarandi gæða sinna. Hér á land-i hefir reynslan sannað að VERO er miklu betri og drýgri en nokkur annar kaffibætir. Notið að eins VERO Það marg borgar sig. í heildsölu lijá: HALLDÓRl EIRÍKSSYNI Hafnarstr. 22. Reykjavlk. Fæst í Verslun Ólafs Pálssonar, — Bj. Guðmundss. og Bræöraborg. Tógarinn „Menja“ frá Reykja- vík sökk s. 1. laugardag. Var skip- ið að veiðum vestur á „Hala“ er leki kom að því, og sökk það á tveim tímum. Veður var gott og togarar margir í náud. Varð því ekkert manntjón. Margar tegundir af Blóm- sveigum og böndum. Lík- kistur og likklæði ódýrast hjá Arna Oíafssyni.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.