Vesturland - 21.10.1933, Blaðsíða 1
VESTURLAHD
X. árganguf.
ísafjörður, 21. okt. 1933.
30. tölublað.
Breiðu spjótin.
Allir þeir, sem eitthvað þekkja
til um sögu islands, vita með
hverjum hætti þjóðin glataði hinu
forna frelsi. Það voru einstakir
ættarhöfðingjar, sem freistuðu að
koma málum sinum betur til veg-
ar með þvi að leggja þau til úr-
skurðar á vald erlendra konunga,
er lögðu grundvöllinn að gæfu-
ráni þjóðarinnar. Á þann hátt fengu
erlendir höfðingjar, einkum Nor-
egskonungar, stöðugt meiri átyllu
til afskifta af íslenzkum málum og
heimildir á íslenzkum eignum, sem
lauk með því, að Noregskonungar
fengu æðsta vald í íslenzkum mál-
um; þó með nokkrum takmörk-
unum af hálfu íslendinga, sem iitt
stoðuðu f framkvæmd gegn hinu
sterka konungsvaldi, sem magn-
aðist æ þyí meir, er fram liðu
stundir.
Þjóðin ætti jafnan að vera þess
minnug, að það voru einmitt ein-
stakir íslenzkir menn, sem voru
þess valdandi, að þjððin varðofur-
seld útlendu valdi og öllum þeim
raunum sem af því leiddu. Hætt-
an við íhlutun erlends valds er
ávalt tnest fólgin í athöfnum þjóð-
anna sjálfra, einkum hjá smáþjóð-
unum, sem jafnan þurfa meira til
hinna stærri að sækja.
Sagan endurtekur sig, segir Tr.
Þórhallsson.
Á siðustu tímum er farið að
brydda á þvi aftur, að ísl. srjórn-
málamenn og stjórnmálaflokkar
leiti liðsinnis erlendis sínum mál-
stað til framdráttar.
Það er kunnugt og játað af hlut-
aðeigendum, að um allmörg und-
anfarin ár hafa jafnaðarmennirnir
íslenzku háð sína baráttu að all-
miklu leyti með erlendu fé. Um
kommúnistana er sömu sögu að
segja og því bætt við, af þeim,
sem kunnugastir þykja, að margir
af leiöandi mönnum þess flokks
séu á erlendum mála.
Það er og kunnugt um Fram-
sókrtarflokkinn, að hann notaði
mjög aðstöðu sína við konungs-
valdið í h'nu fræga þingrofi Tr.
Þórhallssonar. Mætti og nefna
fleiri dæmi, er hnigið hafa til líkr-
ar áttar.
Síðustu vikurnar hefjr verið að
gerast eitt dæmið sömu tegundar,
sem talar ljóst um það, hve rikt
það er orðið hjá sumum fslenzkum
stjórnmálamönnum, að leita er-
lendra áhrifa til þess að geta ef til
vill borið hærri hlut með þeirra
tilstyrk.
íslenzkur stjórnmálamaður fer
til stærstu viðskiftaþjóðarokkar og
er þar með máialeitanir og umtal
um íslenzk utanrikismál, að þvi er
fullyrt er af kunnugum f þeim til-
gangi, að geta því betur beygt
andstæðinga sína hér heima.
Með siíku háttalagi ei mesta
voða stefnt að þjóðinni og freisi
hennar. Hepnist ieikur þessi nú
inun þess varla langt að bíða, að
hann verði endurtekinn af sama
manni eða einhverjum öðrum. —
Myndi þá og eigi líða á löngu,
| þar til erlend áhrifyrðu hér drotn-
andi, fyrst i atvinnumálum og siðar
í lagasetningu, þangað til þeir út-
lendingar, sem hér þættust hafa
mestra hagsmuna að gæta, yrðu
öllu ráðandi.
Beri þjóðin ekki gæfu til þess
að stöðva slíka harmleiki þegar í
byrjun, er lítil eða engin von til
þess að hann hætti fyr en sagan
hefir endurtekið sig og þjóðin glat-
að frelsi sínu, að öllu eða nokkru
leyti.
Það þurfa því sterk samtök allra
þeirra manna, sem sjá hættuna og
vilja bægja henni frá þjóðinni, til
þess aö taka fyrir kverkar slíkum
ósoma og láta engum haldast slíkt
atferli uppi, hvaða flokkur eða
maður sem í hlut á.
»
Jafnaðarblaðið hérna var fyrir
skömmu, að flónska sig með for-
ystugreiti um einræðisvonir ihalds-
ins. Var þar haldið fram, með
venjulegri greind og velvilja l garð
andstæðinganna, að Sjálfstæðis-
flokkurinn vildi afnám þingræðis
og lýðræðis hér á Iandi. „Og fái
„ihaldið" (o: Sjáifstæðisflokkurinn)
stjórnartaumana muni það ekki
sleppa þeim með góðu, hvað sem
öllu þingræði líður."
Og blaðið heldur enn áfram og
farast svo orð:
„Kaupfélög og annar félags-
skapur bænda verður seldur í
hendur kaupmönnum, — verklýðs-
félðgin verða uppleyst eða lögð
undir íhaldið og rikislögreglan
aukin til þess að halda hinum
óánægðu f skefjum".
Þetta er hér tilfært vegna þess,
að einn af fulltrúum þjóðarinnar
ber ábyrgð á þessu hjali, sem ér
líkast óráðsbjali taugasjúklinga.
Enginn íslenzkur stjórnmála-
flokkur hefir gengið lengra i lýð-
ræðisáttina en Sjálfstæðisflokkur-
inn. Og sá flokkur, sem blaðið
telst til, hefir verið samherji Sjálf-
stæðisflokksins um þessi mál sið-
ustu árin, liklega fremurtiiknúður
af vilja kjósendanna en foringjanna.
Því slikar getsakir, að ástæðu-
lausu, f annara garð vekja grun
um það, að ekki sé alt hreinthjá
þeim, sem þær gera. Og það þvi
fremur sem kunnugt er, að þessi
fulltrúi og sá srjórnmálamaður,
sem nú flýr á náðir erlendsvalds
málum sfnum til framdráttar, hafa
staðið í náinni samvinnu.
Tilraunirnar með að fá erlend
áhrif á fslenzk mál sór hliðholl eru
og vitanlega bundnar við það, af
hálfu einstakra manna og flokka,
að geta á þann hátt náð fremur
einræði hér á landi.
En þólt stjórnmálastríðið sé hart
og óvægið hér innanlands, mega
hvorki flokkahagsmunir eða bar-
dagahiti villa neinum sýn eða trufla
svo dómgreind hans og drengskap,
að hann ekki heyri er ættjörðin
kaliar og varist að aðhafast neitt,
sem henni getur orðið til tjóns.
i \