Vesturland - 21.10.1933, Blaðsíða 2
118
VESTURLAND
íslenzka þjóðin veröur að vera
rninnug endurtekinna dæma mann-
kynssögunnar um það, að frelsi
smáþjóða er í stöðugri hættu, ef
þess er ekki vandlega gætt.
Nú er hið unga fullveldi vort
veikara en nokkru sinni fyr vegna
sívaxandi útlendra ríkisskulda. —
Hinsvegar eru atvinnuhættir allir
enn fábreyttir og vér eigum það
að mestu undir viðskiftaaðstöðu
vorri hjá örfáum þjóðum hver af-
koma atvinnuveganna erá hverjum
tíma.
Fáar smáþjóðir hafa því ríkari
hvöt en vér til þess að varast alt
það, er veikt geti afstöðu vora.
En það er ofseint að byrgja
brunninn, þegar barnið er dottið
í hann.
Varist þess vegna hin breiðu
spjót þeirra manna eða fiokka, sem
setja sina hagsmuni oíar hags-
munum þjóðarinnar.
Sumar kveður.
Vetur heilsar.
Árstíðaskifti eru jafnan mikil-
vægur viðburður hjá okkur ís-
lendingum, sem eigum svo mikið
undir mislyndri og misskiftri veðr-
áttu um afkomu atvinnuvega okk-
ar á sjó og landi. >
Blessað sumarið kvaddi í gær
með hlýrri súðvestanátt og nokkru
hvassviðri. Mun það einmælt, að
það hafi verið mesta árgæsku-
sumar hér um síóðir, er elztu menn
muna. Hefir svo og verið viðast
um land, einkum austanlands og
norðan. Á Suður og suðvestur-
landi hafa úrkomur verið svo
miklar, að bjargræði bænda hefir
illa nýzt, en uppskera hvervetna
mikil.
Til sjávarins hefir verið óvenju-
leg fiskitregða umhverfis alt land,
mestalt sumarið. Og kvarta veiði-
skip enn undan lítilli fiskmergð,
hvar sem reynt er. Sildaraflinn
var þó meiri en nokkru sinni áður.
Er það ekki lítil auðlegð sem hann
færir þjóðinni síðustu árin, ein-
mitt á þeim tlma, sem oft er
minna en ella um annan afla.
Veturinn heilsar i dag, með
blíðum svip og björtu veðri,
hvernig sem hann reynist. Óskum
öll og vonum, að hann færi okk-
ur björg og blessun úr auðlind-
um hafsins og verði öllum far-
sæll og hamingjusamur vetur. En
búum okkur undir að mæta erfið-
leikum hans, eftir því sem hver
og einn bezt getur.
Þökk fyrir sumarið!
Gleðilegan vetur!
Fréttir.
Frá ísl. blaðaheiminum.
Framsóknarmenn efna nú til
nýs dagsblaðs i Reykjavík og safna
fé til þess af miklum móði. Hafa
þegar safnast um 100 þús. kr., að
sögn. Er blaðinu ætlað að hefja
göngu sína um mánaðamótin.
„Framsókn" og „Tíminn" eiga að
koma út óbreytt til nýárs, en renna
þá inn í þetta nýja blaðafyrirtæki.
Alþýðublaðið á að stækka um
næstk. mánaðamót, í lika stærð
og Mbl. er nú og öðlast þá nýja
ritstjóra. Er sagt að Rútur Valde-
marsson verði aðalritstiórinn.
Nýr læknísbústaður
hefir verið reistur I Ögri í sumar
og er nú fullgerður.
Kreppulánasjóðsnefnd
N.-Isafjarðarsýslu byrjar störf sín
I byrjun næsta mánaðar hér á ísa-
firði.
Jörundur Brynjólfsson alþm.
hefir verið hér I bænum nokkurn
tfma við endurskoðun á útibúi
Landsbaukans.
Eggert Stefánsson
söngvari, söng I G. T.-húsinu í
gærkveldi. Aðra söngskemtun hélt
Eggert I kirkjunni á sunnudags-
kvöldið.
Vélfræðinámsskeið á Flateyri.
Að tilhlutun fiskid. Hvötheldur
Fiskifélag íslands nú vélfræði-
námsskeið á Flateyri. Nemendur
eru 24. Kennari Quðm. Jónsson
frá Stokkseyri.
Kvöldskóli iðnaðarmanna
var settur 16. þ. m. í skólanum
eru um 60 nemendur.
Aðalsafnaðarfundur
ísafjarðatsóknar var haldinn hér i
kirkjunni s. 1. sunnudag. Voru þar
gerðar þessar samþyktir: --'¦-.
Að sóknargjöld yrðu óbreytt.
Að taka upp legkaup, samkv.
lögum frá s. 1. ári.
Samþ. voru reikningar kirkj-
unnar, kirkjubyggingarsjóðs og
orgelsjóðs fyrir árið 1932. — Til
aðgerða á kirkjunni hafði verið
varið rúmum 8 þús. kr.
Fjársöfnunarnefnd kirkjunnar
var endurkosin.
Ýms fleiri mál voru tll umræðu
á fundinum.
Ritstj, „Vesturlands"
brá sér til Rvíkur um síðustu helgi
og sá þvi ekki um útgáíu síðasta
tbl. „VI."
Ókeypis tilsögn
í lampaskermasaum veitir frk. Guð-
björg Guðjó.nsdóttir.
Hlutaveltu
heldur kvenfélagið Hlif í Q. T.
húsinu kl. 2 á morgun. Ágóðan-
um verður varið til líknarstarfsemi
félagsins.
Höfuðið við steininn.
„Skutull" er enn að berjá höfð-
inu við steininn og þræta fyrir rit-
fölsun slna úr „Vesturl." Á víst
enginn annars von úrþeirri átt.
Engin framför.
Finnur Jónsson, áður póstafgr.
maður hér, ritar nú „Skutul" í fjar-
veru Hannibals, en hvergi sést þar
vottur vaxandi skilnings. Sömu
máttlausu sneiðyrðin til andstæð-
inganna, en ekki snert við því að
ræða um deiluatriðin.
Er likast þvf, sem Skytlingar
finni á hve hálum is þeir standa,
og sleppi því alveg að ræða um
málefnin.
Finnur Jónsson forstjóri
er í Skutli að fræða um það, að
ritstj. „Vesturl." noti ýms gerfinöfn
undir greinar I blaðið. Er hérmeð
skorað á F. J., að sanna þessar
staðhæfingar sínar. Vonandi fer
F. J. ekki huldu höfði með sann-
anirnar og birtir þær bráðlega.