Vesturland


Vesturland - 28.08.1943, Blaðsíða 1

Vesturland - 28.08.1943, Blaðsíða 1
VESTURLAND BLAÐ VESTFIRZKRA SJ ÁLFSTÆÐ ISM AN N A XX. árgangur. ísafjörður, 28. ágúst 1943. 27. tölublað. Undir fölsku flaggi. Um jólaleytið s. 1. ár fæddist sú kynlega kviksaga í höfuðborg Is- lands, að þekktur maður í borginni, docent í guðfræði við Háskóla Islands, hefði hengt sig á aðfangadags- kvöld í hinni fögru kapellu Háskólans. Saga þessi flaug um borg- ina cins og eldur í sinu. En örlög sín fékk þessi kvik- saga ekki umflúið, fremur en aðrar slúðursögur, þau, að reynast markleysa og tilhæfulaus þvættingur frá upphafi til enda. Fór því svo að brátt var þessi reykvíska jólasaga dauð og gleymd. En þótt furðulegt sé, fannst þó sá maður, sem fannst þessi miður smekk- lega jólasaga verðskulda frekari frægð og lengra líf. Og það f urðulegasta af öllu furðulegu var það, að sá maður var sjálfur hinn ógæfusami docent henging- arsögunnar. Téður docent tók sig nú til og skrif aði 12 blaðsíðna langa ritg. í eitt víðlesnasta tímarit lands- ins, Helgaf ell, um hina meintu hengingu sína fyrir háaltari Háskólakapellunn- ar. Mun furðulegri ritsmíð sjaldan hafa verið léð rúm í íslenzku tímariti. Lepur höfundar hennar þar fjöl- margar útgáfur hinnar ó- þriflegu slúðursögu, smjatt- ar á þeim með mærðar- kenndum fjálgleik, fléttar inn í þær nýjar slúðursögur um aðra menn og lýkur síð- an ritsmíð sinni í einskærri botnleysu. öll ber ritsmíð þessi með sér hina sérkenni- legustu ósmekkvísi og yfir- borðshátt er nálgast sefa- sjúkt rugl. • Þennan höfund hinnar furðulegu tímaritsgreinar hefur Alþýðuflokkurinn á Framh. á 2. síðu. 1 Nauðsyn nýrrar flokkaskipt- ingar á íslandi. Núverandi flokkaskipting er loskennd og óeðlileg. A tburðir þeir, sem gerst hafa í íslenzkum stjórnmál- "^^ um s.l. 12 mánuði sýna, að flokkaskiptingin í land- inu hefur veitt hinu aldagamla þingræði voru þung högg og stór. Alþingi hefur ekki reynst þess megnugt að framkvæma þá þingræðislegu skyldu sina að mynda rikisstjórn. Þessvegna fer óþingræðisleg ríkisstjórn nú með völd i landinu. En hverjar eru orsakir þess að svo er komið og hvernig verður úr bætt? Hjálpar Kínverjum. Orsakir. Ef litið er á orsakirnar er þar fyrst til að taka að enginn einn flokkur hefur meirihluta á Alþingi og þarmeð mögu- leika til þess að mynda einn ríkisstjórn. — Flokkaskipting- unni og sjálfri hinni pólitísku baráttu er hinsvegar þannig háttað að i bili virðist sam- vinna þingf lokka, tveggj a, þriggja eða fögra, vera ókleif. Þannig var þetta á s.l. vetri og allar likur eru tif að svo sé enn. Þegar þessir þrengingartim- ar islenzk þingræðis eru at- hugaðir er athyglisvert að líta til þeirra þjóða er þroskaðast þingræði eiga, svo sem Breta og Bandarikjamanna. Tveir flokkar. Með þessum þjóðum hefur styrkleiki þingræðisins allan þess aldur byggst á því, að ein- ungis hefur verið um að ræða tvo meginflokka i landinu. I Bandarikjunum hafa demo- kratar og republikar farið með völdin á víxl, en í Englandi Toryar og Wiggar. Síðar hefur flokkaskipting Englendinga haldist á hinum gamla grund- velli en baráttan staðið milli ihaldsmanna, sem lengstum hafa farið þar með völd, og verkamannaflokksins, , sem einnig hefíir verið sterkur flokkur. I báðum þessum lönd- um hefir þingræðið staðið mjög föstum fótum og þarf ekki að fara i neinar grafgöt- ur um það, að orsök þess er fyrst og fremst flokkaskipting- in og hið f asta og örugga f orm hennar. Á Norðurlöndum, sem einn- ig bjuggu fyrir stríð við þrosk- að þingræði, hefur flokkaskipt- ingin að visu ekki verið i j aí'n föstu sniði þótt segja, megi að i meginatriðum hafi öryggi Framh. á 4. síðu. Leiðarþingum í Norður-ísafjarðar- sýslu lokið. I eiðarþing hefur þingmað- *~* ur Norður-Isfirðinga, Sig- urður Bjarnason frá Vigur haldið í sumar i öllum hrepp- um sýslunnar. Er þeim nýlok- ið í þorpunum- Var hið sein- asta í Súðavík s.l. sunnudag. Hefur sú ráðabreytni mælst mjög vel fyrir í héraðinu, en eins, og kunnugt er vanrækti fyrrverandi þingmaður sýsl- unnar, alþýðuflokksmaðurinn, sem hvarf, með öllu allt slikt samband og samvinnu við hér- aðsbúa. Þrátt fyrir mikið annriki á sjó og landi hafa þessi leiðar- þing verið mjög sæmilega sótt og sumstaðar ágætlega. Er það ætlan þingmannsins að halda slik leiðarþing i kjör- dæminu framvegis, helzt ekki sjaldnar en annað hvort ár. Alþýðublaðið og Skutull hafa undanfarið reynt að 'telja sér trú um það að þessi leiðarþing hafi ýmist verið mjög fásótt eða fallið niður vegna lélegrar aðsóknar. Verður ekki annað sagt en að kratarnir gripi nú orðið til ofur barnalegra hug- hreystinga i þeirri limafalls- sj'ki sem nú hrjáir flokks- skrifli þeirra. Norður-lsfirð- ingar og þingmaður þeirra munu hinsvegar halda áfram að treysta sem bezt samvinnu sína um hiri fjölmörgu fram- í'ara- og umbótamál, sem úr- lausnar bíða i hinu viðlenda og fagra héraði þeirra. Glefs og gcms Alþýðublaðsins og Skutuls megnar á engan hátt að torvclda þá samvinnu né það mark og mið, sem að er stefnt með henni. Stilwell hershöfðingi T^ andamenn láta sig nú *-r Kinastyrjöldina yarða i vaxandi mæli. Var nýlega skýrt frá því að Bandaríkja- menn hefðu sent þangað mik- inn liðsauka til aðstoðar Chi- ang Kai-shek stj órninni í hinni löngu styrjöld við Japana. Yfirstjórnandi Bandaríkja- hersins á Kína er Joseph W. Stilwell hershöfðingi, sem myndin er af hér að ofan. Óeirðir í Danmörku. ¦Hregnir berast nú stöðugt •*¦ um vaxandi óeirðir í Danmörku. Hefur víða komið til uppþota og árekstra milli þýzka hersins og vopnaðra Dana. Hermdarverkastarfsemi hefur verið mikil á járnbraut- um og öðrum samgöngutækj - um. Er það talið spretta af þvi að Þjóðverjar hafa upp á sið- kastið flutt herlið til Noregs yfir Danmörku síðan að Svíar neituðu þeim slika umferð um land sitt. Nýjustu síldarfréttir: I morgun höfðu Samvinnu- félagsbátarnir aflað sem hér segir: Ásbjörn 5600 mál og 487 tunnur Gunnbjörn 8050 mál og 1047 tunnur Sæbjörn 9097 mál og 1,220 tunnur Valbjörn 7980 mál og 572 tunnur Vébjörn 3184 mál og 3900 tunnur Gunnap Juul látinn Gunnar Juul lyfsali varð bráðkvaddur að heimili sínu hér á Isafirði í gser.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.