Vesturland

Árgangur

Vesturland - 15.02.1947, Blaðsíða 3

Vesturland - 15.02.1947, Blaðsíða 3
VESTURLAND 3 Afmælisfagnaður Kvenfélagsins Ósk. Stórhöfðingleg gjöf til Húsmæðraskólans Fjörutíu ára afmæli Kvenfélagsins Ösk er merkur við- burður í sögu ísafjarðarkaupstaðar, því svo má heita að sá félagsskapur ísfirzkra kvenna hafi fátt látið sér óvið- komandi, frá því að það var stofnað, er miðað gæti að mannúð og aukinni menningu í þessum bæ. Er þáttur fé- lagsins til ýmsra mannúðar- og menningarmála bæjarfé- lagsins rakinn í höfuðatriðum í ræðu frú Bergþóru Árna- dóttur, er birtist á öðrum stað hér í blaðinu. Kvenfélagið Ösk minntist þessa merkisdags á starfs- ferli félagsins með fjölmennu og veglegu samsæti í Al-’ þýðuhúsinu hann 6. þ. m. Núverandi formaður félagsins, frú Guðbjörg Bárðardóttir setti skemmtunina og stýrði henni. Samsætið hófst með því að formaður félagsins, frú Guð- björg Bárðardóttir bæjarfull- trúi, flutti stutt en skörulegt á- varp og bauð heiðursfélaga, gesti og félagskonur velkomna til hátiðahaldanna i tilefni þessa merka dags. Stjórnaði hún hófinu og þótti gera það með miklum sóma. Að loknu ávarpi formanns var sungið: Hvað er svo glatt. En söngnum stjórnaði Jónas Tómasson, tónskáld, af sinni alkunnu leikni og áhuga. Þá flutti frú Bergþóra Árna- dóttir ágætlega samið og fróð- legt erindi um starfsemi félags- ins á liðnum árum, en hún er öllum öðrum kunnugri sögu og starfsemi félagsins, þar sem h.ún hefur nú verið ritari þess i samfleytt 20 ár. Því næst var sungið afmæl- iskvæði, sem Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld að Kirkju- bóli hafði ort í tilefni dagsins. Er kvæðið birt á öðrum stað hér í blaðinu. Þegar hér var lcomið hófst sameiginlegt boi’ðhald, er fé- lagskonur liöfðu sameiginlega undirbúið af mikilli rausn og myndarskap. Héldu skemmti- atriði áfram meðan á borð- haldinu stóð. Frú Sigríður Guðmundsdótt- ir flutti ágætt og fróðlegt er- indi um húsmæðrafræðsluna, en hún hefur, sem kunnugt er, verið einn snarasti þátturinn i starfsemi félagsins fram til þessa. Þá var sungið afmæliskvæði, sem félaginu hafði borist frá fjarstaddri félagskonu, sem kallar sig „Meðlim 1919“. Er það kvæði einnig birt á öðrum stað hér í blaðinu. Nú var komið að því að gera hlut karlmannsins sem beztan, og ílutti fröken Jónína Jóns- dóttir skemmtilega og snjalla, ræðu fyrir minni karla. Mun mörgum karlinum þá hafa hlýnað um hjartað og litið ungfrúna hýru auga. Að því búnu var sungið: Táp og fjör og frískir menn. Þá fóru fram frjáls ræðu- höld og almennur söngur. Til máls tóku: Ásberg Sig- urðsson, bæjarstjóri, Baldur Johnsen, læknir, en hann er formaður skólanefndar Hús- mæðraskólans, Sigurður Krist- j ánsson, sóknarprestur, Arn- grímur Fr. Bjarnason, kaup- maður, frú Unnur Gísladóttir formaður Kvenfélagsins Hlíf, er einnig á merkilega sögu að baki sér eins og Ósk, Halldór Ólafsson, - múrari, er flutti kveðju frá konu sinni, er ligg- ur sjúk, og frú Solveig Ólafs- dóttir, en hún er varaformaður Kvenfélagsins ósk. Var öllum ræðumönnum vel tekið. En auk þeirra, sem taldir eru hér að framan töluðu þær frúrnar Helga Tómasdóttir og Kristín Sigurðardóttir, sem voru báðar með i að stofna fé- lagið og eru nú báðar heiðurs- félagar þess, auk tveggja ann- ara kvenna, sem ekki gátu mætt í sæmsætinu. Þóttu þær Helga og Kristín setja mikinn svip á liátíðahöldin og segjast vel, enda geta þær báðar litið yfir dáðmikið og heillaríkt æfistarf í þágu félagsins og utan þess. Auk þess, sem ' að framan getur, voru þessi skemmtiatr- iði: Kvenna-þrísöngur með orgel og píanó-undirleik, Ólaf- ur Magnússon söng gaman- vísur, ungmeyj asöngur með gitarundirleik, gamankvæði, leikþáttur (tvö atriði). En a.ð lokum var svo stíginn dans fram. eftir nóttu. Félaginu barst fjöldi heilla- skeyta og blóma i tilefni dags- ins. Þá hafði félagið ákveðið að gefa 20 þúsund krónur til Hús- mæðraskólans hér á Isafirði í tilefni af afmæli félagsins, en skólinn ber sem kunnugt er nafn félagsins. Var óskað eftir GuSbjörg Bárðardóttir formaður Kvenfélagsins Ósk. því að 5 þús. kr. af þessari upphæð yrði varið til sérstakra ljósatækja í skólann, en að öðru leyti skyldi gjöfinni varið til híhýlaprýði skólans. Afmælishóf þetta fór í alla staði prýðilega fram og var Óskarkonum til mikils sóma, sem annað það er þær leggja hugi og hendur að. Vesturland óskar Kvenfélag- inu gæfu og gengis á komandi árum. Afmæliskveðja til Kvenfélagins Ósk. Guð blessi þig ura öld og ár, þig Ósk, sem þerrar fjölda tár, og breytir dimmu’ í bjarta stund við blessum hvern þinn fund, þar rædd voru þín mörgu mál að milda lífið hverri sál, er kuldi lífs og fátækt fól. Þú færðir mat og skjól. Þín áform voru ærið stór því alltaf með þér kraftur fór, og konur þínar kepptust við að kippa mörgu í lið. I hússtjórn varstu stór og sterk og stimplaðir þín góðu verk í húsmæðranna strit og störf, þar stærst var hjálparþörf. Nú syngjum öll, því söngur ber liipn sanna fögnuð inn með sér, svo hjörtun verða hrærð og bljúg og hugsjón 'góðri trú. Þér Csk við hrópum heill í kvöld, og hér skal gleðin eiga völd. En ljúfum kossi laumi’ að þér einn listfengur, frá mér. Metjlimur 1919. Afmæliskvæði. Eins og hverfandi hvel, gegnum vafstur og vos meðan veröldin rennur sitt skeið, það er konunnar ósk, sem er blik það og bros, sem er bjarminn á erfiðri leið. Það er vegfarans lán, það er vegarins hrós, það er veraldar fegursta sýn, þegar konunnar ósk verður lifandi ljós, sem til líknar og menningar skin. Og í kvöld er þess minnzt, hvernig mótaðist bezt þessi menning við Isfirzkan hag, hvernig konunnar óslc var í félagi fest og er fertug í bænum í dag. Og hin göfuga þrá ruddi götuna ein, hvorki gróða né metnaðarfýkn, það var konunnar ósk, sem í skólanum skein og í skilningi, fórnum og líkn. Yfir poll, yfir sund, yfir tanga og tún, ganga tímarnir ljúfir í hvarf, meðan konunnar ósk gerir bjart yfir brún gefur bænum sitt menningarstarf. Gnðm. Ingi Kristjánsson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.