Vesturland


Vesturland - 15.02.1947, Blaðsíða 8

Vesturland - 15.02.1947, Blaðsíða 8
Staksteinar. Skutull af turgenginn. Síðustu Staksteinar Vestur- lands megnuðu að vekja Skut- ul upp frá dauðum. Vera má að það kunni að vera misjafn- lega séð, einkum þegar þess er gætt, að búast má við því, að blaðið verði enn lélegra aftur- gengið en á meðan það lifði eðlilegu lifi. Þótti sumum af því ónotalegur náþefur síðast- liðinn sunnudag, enda var það ekki boðið til kaups hér i bæn- um fyrr en eftir að það hafði verið viðrað i sólarhring. Frumlega ráðin gáta. Það var við þvi að búast, að ijm leið og Skutull gengi aftur, liti hann sínum rauðu draugs- augum til Vesturlands, sem hafði gert svo ónærgætið að stjaka við hræi hans, svo að afturgöngulíf færðist í það. En það, sem frumlegast er við afturgöngu þessa, er að draugurinn sjálfur reynir að skýra sinn eigin dauðasvefn, án þess þó að botna nokkurn skapaðan hlut i andláti sínu eða endurfæðingu að þvi er virðist. Skýring eða ráðning gátunn- ar er þessi: Skutull hefur ekki komið út af því að stjórn bæj- armálanna hefur verið með þeim eindæmum að þess hefur ekki gerzt þörf. Nú hefur blað- ið hins vegar aftur hafið göngu sína og hlýtur þá j afnframt að vera vottuí um batnandi stjórn bæjarmálanna, ef draga má rökrétta afleiðingu af skýring- um Skutuls. Ber að sjálfsögðu að þakka svo góðan skilnings- vott, og er áreiðanlegt að nú- verandi meirihhiti í bæjar- stjórn Isafjarðar veit sig á framfarabraut, úr því jafnvel Skutull viðurkennir það. Hvað segja foreldrarnir? Annars má af þessari ráðn- ingu Skutuls draga þá ályktun, að einstaka kennarar hér á Isafirði hafi þá grundvallar- skoðun á réttu uppeldi, að ef börnin eru bara nægilega ó- þekk og ófyrirleitin, sé engin ástæða til að umvanda við þau. En séu þau aftur á móti sæmi- lega siðprúð og ástundunar- söm sé full ástæða til að taka hressilega í hnakkadrambið á þeim. Ekki er að vita hvaða álit foreldrar kunna að hafa á þessari frumlegu kenningu, en ætli ástæðan fyrir þessum við- brennda „gerfiritstjórans geti ekki verið sú sama og bent'var á í síðasta Vesturlandi, að hann eigi erfíðara með að átta l's Fi» híP nff hvnrrrí1!. XÍt bæ og byggö. Dánarfregn. Þann 16. janúar s. 1. andað- ist i Reykj avik Magnús Sveins- son, skipstjóri, frá Hvilft i ön- undarfirði.. Hann lézt úr hjartaslagi. Magnús heitinn var bróðir Matthiasar Sveins- sonar, rakarameistara hér á Isafirði. Siðustu árin var Magnús starfsmaður hjá Raf- veitu Reykjavíkur, eftir að hann hafði látið af sjó- mennsku. — Magnús var vel látinn og góður starfsmaður. Betúel Betúelsson níræður. Föstudaginn 7. þ. m. átti Betúel Betúelsson á' Kaldá í önundarfirði níræðisafmæli. Hann er fæddur á Dynjanda í Jökulfjörðum 7. febrúar 1857. Foreldrar: Betúel Jónsson bóndi þar og síðar í Tungu i Sléttuhreppi og konu hans Solveig Jónsdóttir bónda í Sút- arabúðum Teitssonar. Betúel ólst upp hjá foreldr- um sínum og stundaði búskap með þeim í Tungu og auk þess sjómennsku, fyrst sem háseti og síðan sem formaður. Var við verzlunarstörf á Hesteyri 1889—91. Hann keypti 12 smá- lesta þilskip, sem er eini þilj- aði seglbáturinn, sem keyptur hefur verið i Sléttuhreppi. Var hann sjálfur formaður á bátn- ura, stundaði færafiskiri á siunrum en á vetrum var hann oft við hákarlaveiðar. Arið 1895 gerðist Betúel verzlunarstjóri í Höfn við Hornvík. Verzlunin var eign Ásgeirs Ásgeirssonar, en var siðar seld Hinum sameinuðu verzlunum. Var Betúel verzl- unarstjóri fyrir báða eigendur verzlunarinnar. En hann átti heima í Höfn fram til ársins 1931. Hann var póstafgreiðslu- maður allan þann tíma, sem hann bjó þar, og hreppsnefnd- armaður í mörg ár. Hann ann- aðist um tíma ísathuganir fyrir „Det danske Metéorolog- iske Institut í Kaupmanna- höfn. Betúel keypti jörðina Kaldá í Önundarfirði 1931 og fluttist þangað alfarinn árið 1934 og hefur búið þar síðan. Hann er kvæntur önnu Jónu sig á málunum á meðan læri- faðirinn er fjarverandi. Þetta gæti verið ný ráðgáta fyrir afturgöngu að glíma við. Guðmundsdóttur á Hesteyri Þorsteinssonar. Anna er fædd 7. desember 1872 og verður þvi hálfáttræð i lok þessa árs. Þau hjónin hafa eignast 12 börn og eru 11 þeirra á lífi. Það verður því að teljast að þau hjónin Betúel og Anna Jóna hafi skilað góðu dagsverki um æfina. Betúel hefur jafn- an þótt skara fram úr flestum samtíðarmönnum sínum að ráðdeildarsemi og trú- mennsku. Vesturland óskar þessum aldraða heiðursmanni og hinni ágætu konu hans bjartra og gæfuríkra stunda það sem eft- ir er æfikvöldsins. . Söngskemmtun. Guðni Albertsson hefir söng- skemmtun í Alþýðuhúsinu á sunnudag. Hann hefir nýlega haldið tvær söngskemmtanir á Akureyri og aðrar tvær á Siglufirði. Hafa blaðadómar verið góðir og undirtektir á- heyrenda ágætar. Hjónaband. Fimmtudaginn 6. febrúar síðastliðinn voru gefin saman i hjónaband hér á Isafirði ung- frú Halldóra Ingólfsdóttir, Árnasonar og Kristj án Eld- járn fornleifafræðingur. Séra Sigurður Krist j ánsson gaf brúðhjónin saman. Skíðasleðar sterkir og góðir á kr. 120,00 Sendum í póstkrófu hvert sem óskað er. Verzlun Jóns A. Þórólfssonar Isafirði. Bíó Alþýðuhússins sýnir: Laugardag og sunnudag kl. 9. Metro Goldwyn Mayer- myndina: Gasljós. (Gaslight) Aðalhlutverk: Ingrid Bergman. Charles Boyer. Joseph Cotton. Sunnudag kl. 5: Salome dansaði þar. Almenn sýning. ¦-¦"-¦"> Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við andlát og jarðarför konunnar minnar, Camillu Jónsdóttur. Ólafur Guðjónsson. L~„ Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem á svo marg- an hátt sýndu okkur vináttu og samúð í veikindum og við andlát og jarðarför konunnar minnar, Sigurðu Sigurð- ardóttur. Fyrir mína hönd og annara vandamanna. Jóhann J. Jensson ? Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda hluttckningu, við andlát og jarðarför> hjartkæra sonar og bróður okkar Halldórs Sigurgeirssonar. Sérstaklega þökkum við knattspyrnufélaginu Herði fyrir alla þeirra aðstoð. Guð blessi ykkur öll. Bjarney Einarsdóttir og börn - \ *-------------.------------------------.__________________>.—i----------------._______________________________________^J Guðni Albertsson heldur söngskemmtun í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 16. febrúar kl. 5 stundvíslega Aðgöngumiðar seldir við innganginn frá kl. 4 sama dag. Söngskemmtunin verður ekki endurtekin.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.