Vesturland

Árgangur

Vesturland - 15.02.1947, Blaðsíða 5

Vesturland - 15.02.1947, Blaðsíða 5
VESTURLAND 5 VESTURLAND Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Sigurður Bjarnason frá Vigur Siguröur Halldórsson. Skrifstofa Uppsölum Sími 193. Verð árgangsins 10 krónur. Afgreiðsla: Hafnarstræti 14 (Uppsalir) Jtað sumar voru þarna 43 telp- ur. Man ég það að við lærðum þarna að stoppa og bæta, rikkja og kappmella, falda og sauma húllsaum, og allt fór þetta fram á laugri hörlérefst- prufu, og kenndi þar margra grasa, eldri telpurnar hekluðu og saumuðu þann útsaum, sem þá tíðkaðist. Eitt haustið var farið með hópinn inn í skóg. Skólinn starfaði í nokkur sumur, en að- sóknin þótti ekki nægileg, en sú ástæða var fyrir því, — cins og segir í gamalli fúndargerð um aðsóknina, „að fátækt fólk horfir í að taka börn sín, sem annars geta gengið í vinnu., og láta þau ganga í skólann, hæsta vinnutímann". Þetta var sem sé á saltfisks- öldinni, þegar að Isafjörður var Jjlómlegur bær, eins og þar stendur, einhver mesti útflutn- ingsbærinn á öllu landinu, og saltfiskurinn setti svip á bæ- inn, þegar bærinn var í góðu veðri á sumrin, nálega ein samhangandi fiskbreiða frá Skúla Thoroddsen og niður í Suðurtanga-odda, úti á Riis- túni og víðar, — og þessi drif- hviti fiskur á reitúnum, hann var bæjarprýði, hann var okk- ar „stolt“ í þá daga. Gamlir Isfirðingar kannast við þessa augnabliksmynd af bænum, 'þegar allir voru í önnum við saltfiskinn, — en það er önn- ur saga. En það var sem sé engin furða, þótt telpurnar hefðu ekki tíma til að sitja við sauma, — því það þótti nayð- synlegra. að breiða fisk, fyrir 10 aura á tímann. Þennan skóla má telja vísir að Húsmæðraskólanum. Nú var larið að tala um mat- reiðslunámskeið og það haldið 1911, að nokkru leyti fyrir til- hlutan félagsins, en 1912 var Húsmæðraskólinn stofnaður. Fyrstu árin var hann starf- ræktur í húsi Eðvarðs Ás- mundssonar kaupmanns, föður frú Láru Eðvarðsdóttur, — í húsi því í Pólgötu, sem í dag- legu tali nú er kallað „Stjarn- an“. Var ]iað heimangöngu- skóli. Fyrsta forstöðukonan var frk. Fjóla Stefánsdóttir Félsted. Veitti hún skólanum forstöðu í 5 ár, eða þangað til afleiðingar fyrra striðsins stöðvuðu hann í bili. En konurnar í kvenfélaginu Ósk voru ekki á þvi að gefast upp, alltaf voru þær að tala um skólann, og fyrir tillögu okkar mætu og góðu félags- konu, frú Sigríðar Jónsdóttur í Dagsbrún, sem því miður er ekki hér viðstödd í kvöld, en sem við í huganum sendum al- veg sérstaklega hlýjar kveðjur og þakkir — var hafist handa á ný, og 1921 tók skólinn aftur til starfa, veitti honum þá for- stöðu frk. Gyða Maríasdóttir, héðan úr bæ, átti hún mikinn þátt í mótun skólans, og aflaði honum orðstírs og álits þau 12 ár, sem hennar naut við. En hún andaðist sem kunnugt er 1936 — og þegar við á þessu kvöldi erum að minnast ár- anna, hugsum við til hennar með hlýjhug og þakklæti fyr- ir „skólans fræðslu og forsjá, fórn og vinarhug“. — Kvenfélagið Ósk starfrækti Húsmæðraskólann í 22 ár, eða þangað til haustið 1941, að hús- mæðrafræðslulögin nýju gengu í gildi, og hann var gerður að „ríkisskóla“, sem kunnugt er. Félagið áskildi sér þó rétt til að hafa hlutdeild í stjórn skól- ans. Þær kvenielagskonur, sem lengsl áttu sæti í skólastjórn- inni, eru þær frú Kristín Sig- urðardóttir, sem var form. skólanefndar í 17 ár. Frú Sig- ríður Jónsdóttir, frá 1924, — og frú Anna Björnsdóttir i mörg ár. Þær voru þrautseigar þessar konur, og gáfust ^kki up-p, þótt stundum væri erfiður áfanginn með skólann, en þeim tókst líka að leiða hann yfir örðuga hjalla, í örngga höfn. En þó að skólinn sé nú orð- inn „rikisskóli", mun Kvenfé- lagið Ósk samt ekki hætta að hugsa um hann, og ég full- yrði, að það muni alltaf sýna honum umhyggju, stuðning og velvild. 1 stjórn Húsmæðraskólans eru nú: Baldur Johnsen, hér- aðslæknir, er hann formaður skólanefndarinnar, skipaður af ríkinu. Frú Lára Eðvarðs- dóttir, og Helgi Hanness., kenn- ari, tilnefnd af bæjai’stj. Isa- fjarðar, og þær frú Sigríður Jónsdóttir í Dagsbrún og frú Sigríður Guðmundsdóttir frá Lundum, kosnar af Kvenfélag- inu Ósk. Forstöðukonur skólans hafa verið auk þeirra frú Fjólu Stefánsdóftur og frk. Gyðu Maríasdóttur, sem áður eru nefndar, þær: frú Dagbjört Jónsdóttir, frú Ingibjörg Jóns- dóttir, frk. Jónína Guðmunds- dóttir og núverandi forstöðu- kona er: frk. Þórey Skapta- dóttir. Við vonum að þessi „auga- steinn“ kvenfélagsins eigi eftir að vinna þessum bæ og þjóð- inni í heild sóma og gagn með því að ala upp sannmenntaðar og kristilega sinnaðar konur, sparsamar, ráðdeildarsamar, umhyggj usamar fyrirmyndar húsmæður. Þegar minnst er á starf Kvenfélagsins Ösk, má ekki gleyma sumrinu 1927. Þá kom félagið upp heimilisiðnaðar- sýningu hér í bænum. Var salnað á hana um 700 munum úr bænum og nágrenni. Mæltist þetta framtak vel fyrir. Sýningin var opin dag- ana 15.—20. júní, því 19. j úni var líka verið með skemmtun og Basar. A seinni árum hafa saumanámskeið verið haldin á vegum félagsins á vetri liverj um. Þau eru mj ög vel látin, og til mikillar gagn- semdar fyrir heimilin. Þá er að minnast á einn veigamesta þáttinn í starl- semi félagsins, en það er sú líknarstarfsemi, sem félagið hefur innt af hendi öll þessi ár. 1 17 ár var haldið jólatré fyrir fátæk börn. Var boðið um 200 börnum, þegar flest var og þeim veittar góðgcrðir. En eftir að fleiri félög fóru að hafa. jólatré og bjóða börnum, jólatré var komið í hvert hús að heita má,og sælgætið nálega á hvers manns borði, þá var . var fyrirkomulaginu noklcuð breytt. I 39 ár hefur Kvenfélagið Ósk hlúð að fátækum sængur- konum á ýmsan hátt, þeim hefur verið lánaður sængur- fatnaður, nærfatnaður, gefin barnaföt, og heimfærður mið- degismatur sængurlegutímann, þegar um hefur verið beðið, og sjúkrahúsvist greidd, þegar þörf var á því. Og mörgum hefur Kvenfé- lagið Ósk reynt að sýna sam- úð þessi árin, þegar sjúkdóm- ar eða aðrir erfiðleikar hafa að höndum borið. En það eru „hljóðu verkin“ og verða ekki gerð að umtalsefni hér. Sem að líkum lætur, hafa margar mætar konur verið í Kvenfélaginu Ósk þessi 40 ár. Eins og gengur ílengdust sum- ar ekki lengi, en aðrar áttu ó- rjúfandi tryggð. Af stofnend- um félagsins eru 3 enn eítir hér í félaginu. En það eru þær: frú Ástríður Ebenesersdóttir, frú Kristín Sigurðardóttir og frú Helga Tómasdóttir, en auk þeirra er í Rvík frú Andrea Filippusdóttir. Eru þær allar heiðursfélagar. — Þessumlion- um með 40 ára- tryggð og mikil og margvísleg störf að baki, minnumst við alveg sérstak- lega og þökkum þeim allt, sem þær hafa uniiið og á sig lagt fyrir félagið. Þessar konur eru. allar mikið búnar að starfa, hafa verið þrautseigar og ekki horfið frá þeim félagslega verkahring, sem þær upphaf- lega lögðu út í. Það er oft ýmsum erfiðleik- um háð að vera í félagsskap, reynir þá stundum á mann- gildið að guggna ekki eða gef- ast upp. En þessar konur héldu sína leið að settu marki. Þær báru tryggð til félagsins, og höfðu skilning á þvi að það er borg- araleg skylda, að liðsinna góð- um málefnum, eftir þvi sem hver og einn getur. Við þökkum ykkur, kæru heiðursfélagar, sem hér eruð og hinum, sem sökum ’elliár- anna ekki gátu verið hér við- staddar í kvöld, — kærlega fyrir ykkar langa og vel unna „dagsverk“ i þágu félagsins. Að lokum vil ég geta þess, liverjar hafa verið formenn Ivvenfélagsins Ósk. 1. Frú Camilla Torfason 6 ár. 2. Frú Margrét Auðuns 4 ár. 3. Frú Kristín Sigurðard. 6 ár. 4. Frú Anna Björnsdóttir 4 ár. 5. Frú Andrea Filippusd. 4 ár. 6. Frú Helga Tómasdóttir 4 ár. 7. Frú Sigrún Júliusdóttir 8 ár. 8. Frú Guðrún Pétursd. 1 ár. 9. Frk. María J.ónsdóttir 2 ár. 10. Frú Guðbjörg Bárðardótt- ir, sem er núverandi formaður félagsins. 1 fyrstu stjórn kvenfélagsins Ósk voru þessar konur: Form. frú Camilla Torfason. Ritari frú Þórunn Thorsteins- son. Gjaldkeri frú Kristjana Jóns- dóttir frá Gautlöndum. Meðstj.: frú Steinunn Thord- arson og frú Helga Jónsdótt- ir (í Norðurtanganum.) I dag á þessum tímamótum, þegar lélagið éí’ 40 ára, er stjórnin þannig skipuð: Form. frú Guðbjörg Bárðard. Varaf. frú Sólveig Ölafsdóttir. Ritari frú Bergþóra Árnadóttir. Gjaldk. frú Kristín Einarsd. Meðstj.: frk. Jónína Jónsdótt- ir. Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég leyfa mér að þakka öll- um félagskonum, eldri sem yngri, lífs og liðnum, fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Okkar sameiginlega ósk og von er sú hin sama og for- göngukyennanna fyrir 40 ár- úm: Við óskum þcss að við getum haldið hópinn og látið eitthvað gott af okkur leiða hér í bænum í framtíðinni.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.