Vesturland

Volume

Vesturland - 15.02.1947, Page 8

Vesturland - 15.02.1947, Page 8
8 Staksteinar. Skutull afturgenginn. Síðustu Staksteinar Vestur- lands megnuðu að vekja Skut- ul upp frá dauðum. Vera má að það kunni að vera misjafn- lega séð, einkum þegar þess er gætt, að búast má við því, að blaðið verði enn lélegra aftur- gengið en á meðan það lifði eðlilegu lífi. Þótti sumum af því ónotalegur náþefur síðast- liðinn sunnudag, enda var það ekki boðið til kaups hér í bæn- um fyrr en eftir að það hafði vex-ið viðrað í sólarhring. Frumlega ráðin gáta. Það var við því að búast, að um leið og Skutull gengi aftur, liti hann sínum rauðu draugs- augum til Vesturlands, sem hafði gert svo ónærgætið að stjaka við hræi hans, svo að afturgöngulíf færðist í það. En það, sem frumlegast er við afturgöngu þessa, er að draugurinn sjálfur í’eynir að skýra sinn eigin dauðasvefn, án þess þó að botna nokkui’n skapaðan hlut í andláti sínu eða endurfæðingu að því er virðist. Skýring eða ráðning gátunn- ar er þessi: Skutull hefur ekki komið út af því að stjórn bæj- armálanna hefur verið með þeim eindæmum að þess hefur ekki gerzt þörf. Nú hefur blað- ið hins vegar aftur hafið göngu sína og hlýtur þá jafnframt að vera vottur um batnandi stjórn bæj armálanna, ef di’aga má i’ökrétta afleiðingu af skýi’ing- um Skutuls. Ber að sjálfsögðu að þakka svo góðan skilnings- vott, og er áreiðanlegt að nii- verandi meirihl,pti í bæjai’- stjórn Isafjarðar veit sig á framfai'abi’aut, úr því jafnvel Skutull viðurkennir það. Hvað segja foreldrarnir? Annars má af þessari ráðn- ingu Skutuls draga þá ályktun, að einstaka kennarar hér á Isafirði hafi þá grundvallai’- skoðun á réttu uppeldi, að ef börnin eru bara nægilega ó- þekk og ófyrirleitin, sé engin ástæða til að umvanda við þau. En séu þau aftur á móti sæmi- lega siðprúð og ástundunar- söm sé full ástæða til að taka hressilega í hnakkadrambið á þeim. Ekki er að vita hvaða álit foreldi’ar kunna að hafa á þessari frumlegu kenningu, en ætli ástæðan fyrir þessum við- brennda .gerfii’itstjórans geti ekki vei’ið sú sama og bent var á í síðasta Vesturlandi, að hann eigi erfiðara með að átta ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<♦♦:♦♦:♦♦:♦<♦♦:—x. Úr bæ og byggð. Hjónaband. Fimmtudaginn 6. febrúar síðastliðinn voru gefin saman í hjónaband hér á ísafirði ung- frú Halldóra Ingólfsdóttir, Ái’nasonar og Kristján Eld- járn fornleifafi’æðingui'. Séra Sigurður Krist j ánsson gaf brúðhjónin saman. Dúnarfregn. Þann 16. janúar s. 1. andað- ist í Reykj avík Magnús Sveins- son, skipstjóri, frá Hvilft í ön- undarfirði.. Hann lézt úr hjartaslagi. Magnús heitinn var bróðir Matthiasar Sveins- sonar, rakarameistara hér á Isafirði. Siðustu árin var Magnús starfsmaður hjá Raf- veitu Reykjavíkur, eftir að liann hafði látið af sjó- mennsku. — Magnús var vel látinn og góður starfsmaður. Betúel Betúelsson níræður. Föstudaginn 7. þ. m. álti Betúel Betúelsson á' Kaldá í önundarfirði níræðisafmæli. Hann er fæddur á Dynjanda i Jökulfjörðum 7. febrúar 1857. Foreldrar: Betúel Jónsson bóndi þar og síðar i Tungu i Sléttuhreppi og konu hans Solveig Jónsdóttir bónda í Sút- arabúðum Teitssonar. Betúel ólst upp hjá foreldi’- um sínum og stundaði búskap með þeim í Tungu og auk þess sjómennsku, fyrst sem háseti og síðan sem fonnaður. Var við verzlunarstörf á Hesteyri 1889—91. Iiann keypti 12 smá- lesta þilskip, sem er eini þilj- aði seglbáturinn, sem keyptur hefur vei’ið i Sléttulxreppi. Var hann sjálfur formaður á bátn- um, stundaði færafiskiri á sumrum en á vetrum var hann oft við hákarlaveiðar. Árið 1895 gei’ðist Belúel verzlunarstj óri í Höln við Hoi’nvík. Vei’zlunin var eign Ásgeirs Ásgeirssonai', en var síðar seld Hinum sameinuðu verzlunum. Var Betúel vei’zl- unarstjóri fyrir báða eigendur verzlunarinnar. En hann átti heima í Höfn fram til ársins 1931. Hann var póstafgreiðslu- maður allan Jxann tíma, sem hann bjó þar, og hi’eppsnefnd- armaður í mörg ár. Hann ann- aðist um tíma ísathuganir fyrir „Det danske Metéorolog- iske Institut í Kaupmanna- höfn. Betúel keypti jörðina Kaldá í önundarfirði 1931 og fluttist þangað alfarinn árið 1934 og hefur búið þa,r síðan. Hann er kvæntur önnu Jónu sig á málunum á meðan læri- faðirinn er fjarverandi. Þetta gæti verið ný ráðgáta fyrir afturgöngu að glíma við. Guðmundsdóttur á Hesteyri Þorsteinssonar. Anna er fædd 7. desember 1872 og verður því hálfáttræð í lok þessa árs. Þau lijónin hafa eignast 12 börn og eru 11 þeirra á lífi.. Það verður því að teljast að þau hjónin Betúel og Anna Jóna hafi skilað góðu dagsverki um æfina. Betúel hefur jafn- an þótt skara fram úr flestum samtíðarmönnum sínum að ráðdeildarsemi og trú- mennsku. Vesturland óskar þessum aldraða heiðursmanni og hinni ágætu konu hans bjartra og gæfuríkra stunda það sem elt- ir er æfikvöldsins. Söngskemmtun. Guðni Albertsson hefir söng- skemmtun í Alþýðuhúsinu á sunnudag. Hann hefir nýlega haldið tvær söngskemmtanir á Akureyri og aðrar tvær á Siglufirði. Hafa blaðadómar verið góðir og undirtektir á- heyrenda ágætar. Skíðasleðar sterkir og góðir á kr. 120,00 Sendum í póstkrófu hvert sem óskað er. Verzlun Jóns A. Þórólfssonar Isafirði. Bíó Alþýðuhússins sýnir: Laugardag og sunnudag kl. 9. Metro Goldwyn Mayer- myndina: Gasljós. (Gaslight) Aðalhlutverk: Ingrid Bergman. Charles Boyer. Joseph Cotton. Sunnudag kl. 5: Salome dansaði þar. Almenn sýning. Innilegustu þakkir fyrir auðsynda samúð og hluttekn- ingu við andlát og jarðarför konunnar minnar, Camillu Jónsdóttur. Ólafur Guðjónsson. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem á svo marg- an hátt sýndu okkur vináttu og samúð í veikindum og við andlát og jarðarför konunnar minnar, Sigurðu Sigurð- ardóttur. Fyrir mína hönd og annara vandamanna. Jóhann J. Jensson - -— ----—-----— ----------—» Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu, við andlát og jarðarför lijartkæra sonar og bróður okkar Halldórs Sigurgeirssonar. Sérstaklega þökkum við knattspgrnufélaginu Iíerði fyrir alla þeirra aðstoð. Guð blessi ykkur öll. Bjarney Einarsdóttir og börn ■--------------------------------------------- Guðni Albertsson heldur söngskemmtun í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 16. febrúar kl. 5 stundvíslega Aðgöngumiðar seldir við innganginn frá kl. 4 sama dag. Söngskemmtunin verður ekki endurtekin. * i

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.