Vesturland - 31.07.1948, Blaðsíða 1
&jsn® sfessrFímsxm 83mFssrm$»sMWNR
XXV. árgangur
Isafjörður, 31. júlí 1948
24. tölublað.
Vegamál á Vestf jördum,
Betri og fleiri þjóðvegi. — Seljalandsvegur
á að vera þjóðvegur. — Akvegasamband
við aðra landshluta.
Frá öndverðu hafa samgöng-
ur á landi á Vestfjörðum ver-
ið miklum erfiðleikum bundn-
ar. Til skamms tímavar það
almenn trú manna, að ekki
væri kleyft að leggja þar vegi,
svo nokkru næmi, og að gagni
kæmi, sökum fjalla og há-
lendis. Vegagerð hér á Vest-
f jörðum hefur líka verið smán-
arlega lítil miðað við aðra
landshluta. Jafnvel i grend við
stóran kaupstað eins og Isa-
fjörð verður ekki sagt að um
vegasamband sé að ræða árið
um kring við Hnifsdal eða
Tungudal, hvað þá við Engi-
dal. En það er ekki nóg með
það, að vegakerfið sé stutt. Það
alvarlega er, að þeir vegir, sem
lagðir hafa verið, eru að heita
má einskis virði, nema til sum-
arafnota. Á þetta bæði við um
fjallvegi og vegina á láglend-
inu. Verður ekki annað séð, en
að þessir vegir séu eingöngu
byggðir fyrir sumarsport á
hestum og hestvögnum. Hér í
nágrenninu blasir við okkur
það furðulega fyrirbæri, að
allir vegir eru grafnir niður í
jörðu undir börðum og brekk-
um.Hvergi örlar á uppfylling-
um eða upphleyptum vegum,
sem gagn er að, við bæjar-
dyrnar á 3 þúsund íbúa. kaup-
stað. Hvar á Islandi sér maður
annað eins? Afleiðingin af þess
ari vegalagningu er svo auð-
vitað sú, að strax og snjó festir
eru vegir þessir komnir i kaf,
og allar bílasamgöngur tepptar
við nágrennið.
Betri þjáðvegir.
Ný viðhorf til vegagerðar
hafa skapast við það að jarðýt-
ur hafa fengizt hingað vestur.
En þær eru beztu og stórvirk-
ustu tækin til að leggja hér
upphleypta vegi, enda, óvíða
betra land fyrir hendi. Jarð-
ýturnar eru einnig stórvirkar
og hentugar til snjóruðnings
af vegum á vetrum. Hinsvegar
er sn j óruðningur af niður-
gröfnum vegum, eins og hér
eru, Kleppsvinna og hefur
honum því verið minna sinnt
en skylt er til að halda opnu
daglegu vegarsambandi við
Engidal, Tungudal og Hnífs-
dal. Daglegt vegarsamband við
þessa dali er ekkert hégóina-
mál. Það er ekki prívatmál
nokkurra bænda, Það er mik-
ilsvert hagsmunamál 3 þús.
íbúa kaupstaðar, sem býr við
mjólkurhungur. Hvergi á Is-
landi þekkist það árið 1948, að
bændur þurfi sjálfir að brjóta
sér veg dögum og vikum sam-
an til að koma sölumjólk sinni
á markað í stórum kaupstað,
scm er í 5—10 km. fjarlægð.
Isí'irðingar og nærsveitarmenn
munu ekki láta bjóða sér slikt
árinu lengur.
Ríkisvaldið eða vegagerðin
hefur um það að velj a að riðj a
sínar grafgötur daglega, eða
byggja hér betri vegi, eins og
þeir tíðkast í öðrum landshlut-
um. Þarf væntanlega enginn
að fara í grafgötur til þess að
sjá, hvor kosturinn muni tek-
inn af þvi opinbera. Hér verð-
ur tafarlaust að gera úrbætur.
Daglegt vegarsamband árið
um kring við næstu dali er ó-
frávikjanleg krafa Isfirðinga
og Eyrhreppinga.
Fleiri vegir í tölu þjóðvega.
Þjóðvegir eru vegir sem hið
opinbera lætur byggja og við-
halda til afnota fyrir þegna
sína og tengja saman bæi og
byggðarlög. Árlega er varið
hátt á annan tug miljóna til
þjóðvega á Islandi; þar af 3—
5 miljónum til byggingar nýrra
þjóðvega. Hvaða hlutverki veg
ur þurfi að gegna til þess, að
hann sé tekinn í tölu þjóðvega,
er nokkuð á reiki. Dæmi eru
til þess, að þjóðvegir séu taldir
heim á afskekkta sveitabæi,
sem enga möguleika hafa til
sölu neyzlumjólkur. Auk þess
sem þjóðvegir tengja saman
bæi og byggðarlög, teljast til
þjóðvega fjöldi vega til fall-
egra staða svo sem Gullfoss,
Geysis og Ásbyrgis. Vegir til
skóla og raforkuvera og ann-
ara staða, sem á einn eða
annan hátt eru til afnota fyrir
eða hafa almenna þýðirigu
fyrir þegnana, menningarlega
eða fjárhagslega, Þjóðvegir
eru ekki bundnir við staðar-
takmörk, svo sem hreppamörk
eða lögsagnarumdæmi. Því til
sönnunar má benda á Reykja-
vík. Að sunnan eru 'mörk lög-
sagnarumdæmis Reyk j avíkur
við Fossvogslæk. Hafnarfjarð-
arvegur er þjóðvegur norður
fyrir öskj uhlíð niður a,ð býlinu
Eskihlíð. Að austan nær lög-
sagnarumdæmið upp að Lækj-
arbotnum ca. 19 km. íVá
Reykj avik. Mosf ellssveitarvcg-
ur allur cr þjóðvegur og Suð-
urlandsbrautin er þjóðvegur
niður á Tungu eða niður undir
mæti Laugavegar og Hverfis-
götu. Þannig er þetta um allt
land, nema hér við Isafjöið.
Seljalandsvegurinn er ekki tal-
inn þjóðvegur. Hnífsdalsvegur
út á Miðhlíð er ekki talinn
þjóðvegur. Vegir innan ,4ög-
sagnarumdæmis Isaf j arðar-
kaupstaðar eru með öðrum
orðum ekki taldir þjóðvegir.
Hvar liggur þjóðvegurinn til
Hnífsdals og síðar Bolugarvík-
ur t.d. frá önundarfirði? Er
það ekki Seljalandsvegur? Jú,
Seljalandsvegur að Hafnar-
stræti og Hnífsdalsvegur allur
frá Fj arðarstræti eru þjóðveg-
ir samkv. eðli sínu og afnotum.
En það eru fleiri vegir, hér i
nágrenninu, sem eru skýlaust
þjóðvegir samkv. eðli sínu og
afnotum.
Skíðavegur.
Má þar til nefna Skíðaveg-
inn upp á Seljalandsdal, sem
er eitt bezta skíðaland á landi
Ásberg SigurZsson
hér. Arlega eru þar haldin
skíðamót, sem fólk víðsvegar
af landinu sækir. Þar er eini
skíðaskólinn á landinu. Skól-
inn er styrktur af ríkinu og
fyrirhugað er að rikið taki
rekstur hans algerlega í sínar
hendur.
Skógarbraut.
Fallegasti staðurinn við
Skutulsfjörð er Tunguskógur.
Þar eru 30—40 sumarbústaðir.
Þangað fara allir bæjarbúar,
sem tök hafa á, til að njóla
góðviðrisdaganna. Þaiigað f ara
allir gestir, sem heimsækja Isa
fjörð að sumarlagi. Skógurinn
hefur ómetanlega þýðingu fyr-
ir Isfirðinga. Hann hefur svipr
aða þýðingu og Þingvellir fyr-
ir Reykvíkinga. Skógarbrautin
hefur meiri þýðingu sem þjóð-
vegur en þjóðvegurinn til As-
byrgis eða Gullfoss.
Engidalsvegur.
Þá er loks Engidalsvegur,
sem liggur að raforkuveri
tveggja sveitarfélaga. Velferð
3500 manns á orkuveitusvæð-
inu er undir því komin, að ör-
uggt vegarsamband sé við Raf-
stöðina, ef bilanir á Háspennu-
línu eða í stöðvarhúsi eiga sér
stað. I Engidal eru auk þess
tveir bæir, sem selja, daglega
mjólk til Isafjai-ðar. Engidals-
vegur er þjóðvegur engu síður
en Sogsvegurinn að raforku-
veri Reykvíkinga og Grenjað-
arstaðarbraut, að orkuveri Ak-
ureyringa við Laxá.
Isfirðingar krefjast þess að