Vesturland

Árgangur

Vesturland - 11.01.1949, Blaðsíða 2

Vesturland - 11.01.1949, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND Þróun íslenzks sjávarútvegs. Stud. oecon. Richard Björgvinsson: (Grein þessi er rituð samkv. tilmælum ritsjórans) 1 stuttri blaðagrein er ekki mögulegt að gefa greinargóða haglýsingu eða rita ýtarlega sögu um fiskveiðar lands- manna, enda ætla ég mér ekki þá dul, og mun aðeins stikla á stóru, en samt mun ég verða að ganga alveg fram hjá mörgu. Ég hefi valið þann kost að rita heldur um þau atriði i sögu fiskveiðanna er almenn- ingi er siður kunnugt um, og sleppa þá í staðinn öðru, sem telja má að hafi meira gildi fyrir fjárhagslega afkomu út- gerðarinnar. Einnig hefi ég sett hér nokkrar töflur, sem tala sínu máli, frekar en að rita langt mál og ýtarlegt, og vona ég að menn virði það á betri veg. Yfirlit þetta nær yfirleitt ekki lengra en að síðustu heims- styrjöld, eða lítið fram yfir það, og stafar það af því, að mér hefur reynst erfitt að afla mér nauðsynlegra gagna og skýrslna og liggja þær sumar- hverjar ekki fyrir ennþá. Sé eitthvað ranghennt meðal orða minna, bið ég velvirðing- ar á því og mun fúslega taka við öllum leiðréttingum er sannari reynast. Hagsæld og menning hverr- ar þjóðar er fyrst og fremst háð því, að atvinnuliættir lienn ar blómgist og hagur hennar og fjárhagsleg afkoma standi á traustum grundvelli, en í því efni varðar mestu um aðalat- vinnveginn og frumframleiðsl- una, auk þeirra mörgu atvinnu greina, sem skapast í hverju þjóðfélagi. Það er mjög mismunandi hver frumframleiðsla þjóðar er og fer það að sjálfsögðu eft- ir því, hvemig hún, þjóðin, er í sveit sett, og eftir þeim mögu- leikum, sem það land er hún byggir, býður henni. Fyrr á öldum var landhún- aðurinn lang veigamesta og stærsta atvinnugrein okkar Is- lendinga. En landið okkar er þannig, að það þefur litla möguleika til að geta nokkurn- tíma orðið mikið landbúnaðar- land, og auk þess liggur það svo fjarri öðrum löndum, að við eigum vægast sagt mjög erfitt með að keppa við aðrar j)jóðir í framleiðslu landbún- aðarafurða, og þær geta því ekki verið framleiðsla okkar til útflutnings. Við eigum engar olíulindir, engar kolanámur, engar málm- námur, en við eigum samt aðr- ar og mikið til ótæmandi nám- ur, og gnægð þeirra er svo mik- il að þær munu endast okkur enn um langa hríð, ef rétt er með þær farið, og á ég hér að sjálfsögðu við fiskimiðin kring um Island, sem eins og kunn- ugt er, eru ein hin beztu í heimi, og munu fiskveiðar að þvi leyti vera sá atvinnuvegur, sem landsmenn standa tiltölu- lega bezt að vígi með að stunda. Til skamms tima hafa auð- æfi hafsins kringum landið verið lítt notuð af landsmönn- um sjálfum, aftur á móti hafa útlendingar rekið hér útgerð til langframa i smærri og stærri stíl. Það verður vart sagt, að sjávarútvegurinn verði hér sjálfstæður atvinnuvegur fyrr kemur fram á 19. öld, j)ó að fiskveiðar hafi verið stundaðar hér við sjávarsíðuna. jafnhliða landbúnaðinum allt frá land- námstíð, og J)rátt fyrir frum- stæðan úthúnað, og engan ann- an skipakost en opna róðra- báta, var sjófangið oft á tíðum mikil björg í bú. Samt urðu sjávarafurðir snemma helsta útflutningsvara landsmanna, og var fislcurinn einkum fluttur út hertur (skreið). Upp úr miðri 19. öld fær bætt tækni og aukinn framfara hugur landsmanna því áorkað, að hafist er handa um hagnýt- ingu hinna miklu auðæfa í skauti hafsins, og verða fisk- veiðarnar upp frá J)ví sá mátt- arstólpi J)jóðarbúsins, að þeim má fyrst og fremst þakka þá stórauknu efnalega velmcgun, sem þjóðinni hefir fallið í skaut síðustu áratugi. Á fyrri hluta 19. aldar fer að myndast vísir að J)ilskipaút- gerð (seglskip), og árið 1855 eru 31 þilskip í landinu. Flest J)eirra voru gerð út frá Vest- fjörðum. Árið 1860 er talið að 9,3% landsmanna lifi á fisk- veiðum. Um 1880 fer Jnlskipa- útgerð að eflast að mun, og um aldamótin er talið, að um 18% af þjóðinni lifi af fiskveiðum og um sama leyti er tala þil- skipa komin upp í 150, eða nær ferfölduð á 25 árum. Utflutningur saltfisks fór mjög í vöxt er á öldina leið, einnig var nokkuð flutt út af saltaðri síld og töluvert af lýsi (J)oi'skalýsi, hákarlalýsi og hvallýsi), og einnig nokkuð af öðrum sjávarafurðum. Eftir að farið er að nota stærri skip til fiskveiðanna, og meira fjármagn þarf til útgerð arinnar, flyzt útgerðin sil sjá- varþorpanna, sem nú byrja að koma upp, og verður sjálfstæð- ur atvinnuvegur. Algengt var á tímum segl- skipanna, að lcaupmenn ráku útgerð jafnt verzluninni. Sjó- menn voru ýrmst ráðnir upp á hlut eða fyrir fast.kaup og var kaupið gjaman greitt með vöruúttekt i verzlun útgerðar- mannsins. Seglskipaútgerðin stóð með mestum blóma kring- um aldamótin 1900, en upp úr því taka gufuskipin, einkum togarar að ryðja sér til rúms. Með komu Jnlskipanna var stígið stórt spor í framfaraátt á sviði fiskveiðanna, en er gufu- skipin koma síðar til sögunnar, vehlur það á nýjan leik gjör- breytingu á öllum framleiðslu- háttum við fiskveiðarnar. Fyrsta gufuskipið er haldið var úti til fiskveiða héðan, var gert út frá Mjóafirði árið 1903, en árið 1904 hófst togaraútgerð með J)ví að togai'inn Pool var gei'ður út frá Hafnarfirði, og næstu ár á eftir fór togaraút- gerðin stöðugt í vöxt, og árið 1915 voru þeir orðnir 20 talsins. Árið 1917 urðu Islendingar að láta helming togaraflotans af hendi við Bandamenn, eða 10 togara, en tvö næstu árin á eftir var aftur fyllt í skörðin, og stærstur hefur togai'aflotinn verið árið 1928 eða 47 togarar 15505 smálestir, en eftir það hefur togurunum larið fækk- andi, og ekki verið endurnýj- aðir fyr en með hinni svo- nefndu nýsköpun nú eftir styrj öldina. Fækkun togaranna á þessu árabili mun hafa stafað af liinum fjárhagslegu erfið- leikum, sem togaraútgerðin hef ur átt við að stríða á árunum eftir 1930, og á stríðsá,runum fækkaði þeim enn af völdum styi'jaldarinnar, voru t.d. 1942 aðeins 31, að smálestatölu 10435. Fiskigufuskipum, öðrum en botnvörpungum, fjölgaði á ár- unum 1920—1930 úr 2 í 35, til lxeii’ra skipa teljast síldveiði- skipin og línuveiðaskip, en síð- an 1930 hefur þeim farið fækk- andi. Mótorskipum hefur aftur á móti farið stöðugt fjölgandi fram til 1939, og svo aftur fjölg að mjög með nýsköpuninni eft- ir sti'íðið, eins og kunnugt ei*. Hlutdeild mótorskipanna í Richard Björgvinsson. fiskiflotanum hefur farið sí- vaxandi, bæði hvað tölu og smálestaf j ölda snertir, og einn- ig hvað aflamagn og gjaldeyr- isöflun við kemur og J)á eink- um i sambandi við sildveiðarn- ar. Hvað viðkemur meðalsmá- lestafjölda skipanna, þá fór hann hækkandi fram til 1926, að undanteknum árunum 1918 —19. Frá 1926 hefur meðal- stærðin farið minkandi aftur, enda hefur togaraflotinn siðan gengið saman. Sé hinsvegar spurt um tölu skipverja á J)il- skipaflotanum, þá hefur hún verið sem hér segir á árunum frá 1912—39: Ár Tala Meðaltal skipverj a á skip 1912 2594 16,4 1915 2365 14,7 1920 2567 13,6 1925 4034 14,1 1930 3845 12,8 1935 3731 11,1 1939 4009 10,8 Eftirtektarvert er, hve skip- verjum hefur fækkað síðustu árin að meðaltali á skip, og er sú fækkun miklu meiri en eðli- legt virðist sökum minnkunar fiskiflotans. Fram til 1920 fækkaði skip- verjum ekki eins ört og tölu báta,,þar eð stærri bátar komu i stað minni bátanna. En síðan 1925 hefur tala skipvei’ja. lækk- að þótt tala bátanna, sem fisk- veiðar stunda hafi hækkað, og stafar það af því, að minni mótoi’bátunum hefur fjölgað að tiltölu við þá stærri. Sjávaraflinn. Aflaskýrslum var byrjað að safna hér árið 1897. Fyrstu 15 árin, er skýrslunum var safn- að, var aflinn gefinn upp í fiskatölu, en er Hagstofa ls- lands fór að safna skýrslum

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.