Vesturland

Árgangur

Vesturland - 10.12.1949, Blaðsíða 4

Vesturland - 10.12.1949, Blaðsíða 4
4 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjarnason frá Vigur Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Afgreiðsla og auglýsingar Hafnarstræti 12 (Uppsalir) Verð árgangsins krónur 20,00 -___________________________________________—____i Ný ríkisstjórn. I þingsetningarræðu forseta Islands lagði hann áherzlu á að þingræðisstj órn yrði mynduð fyrir lok nóvembermánaðar ella sæi hann sig tilneyddan til að skipa utanþingsstjórn. Forseti Is- lands fól fyrst Hermanni Jónassyni og síðan Ólafi Thors að reyna að mynda stjórn, sem hefði stuðning meinihluta Al])ing,is. Báðar þessar tilraunir mistókust. Ólafur Thors reyndi að fá sem víðtæk- ast samstarf lýðræðisflokkánna um myndun ríkisstj órnar, en þær tilrauniir strönduðu á andstöðu Framsóknarflokksins. Þegar svo var komið fól forseti Islands Ólafi Thors, formanni Sjálf- stæðisflokksins stærsta flokks þings og þjóðar, að mynda minni- hlutastjórn og varð Ólafur Thors við þeim tilmælum forseta. Það verður ekki dregið í efa, að rétt var af forseta að fela for- manni stærsta þingflokksins að reyna að mynda minnihluta- stjórn, áður en liann gripi til þess úrræðis að skipa ríkisstjórn utan þings og Sj álfstæðisflokknum bar siðferðisleg og lýðræðis- leg skylda til að gera þessa tilraun hvemig sem hún tekst. — Ríkisstjórn Ólafs Thors tók við s.l. þriðjudag. Ráðherrarn- ir eru fimm. Allir þjóðkunnir menn úr atvinnu- og stjórnmála- lífi þjóðarinnar. Aðeins einn þeirra hefur ekki verið ráðherra áður, Jón Pólmason, fyrv. forseti sameinaðs Alþingis. Það leikur ekki á tveim tungum, að ráðherrarnir eru allir mikilhæfir og þrautreyndir afburðamenn með óvenju víðtæka þekkingu á at- vinnuvegum þj óðarinnar, og mun engin rikisstj órn, fyrr né síð- ar hafa haft jafn miklu mannvali á að skipa. Þetta spáir góðu um úrlausn aðsteðjandi vandamála, sem til kasta ríkisstj ómar- innar kemur. I ræðu þeirri er Ólafur Thors flutti, er stjórn hans tók við sæti á Alþingi, gat hann þess, að stjórn ha,ns hefði hvorki tryggt sér fyrirfram stuðning eða hlulleysi neins flokks. Framtíð stjórn- arinnar væri óviss. Ríkissíjórnin myndi leita til lýðræðisflokk- anna um samstarf til að leysa vandamálin, eftir því scm kostur væri á. Hann lagði sérstaka óherzlu á, að rikisstjórnin myndi reyna að tryggja áframhaldandi rekstur útgerðarinnar með bráðabirgðaráðstöfunum fyrir áramót og snúast síðan gegn að- steðjandi vandamálum í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar með sainfelldum aðgerðum með nánu samstarfi lýðræðis- flokkanna. — Pdkisstjórnin íekk daufar undirtektir hjá formönn um þingflokkanna, er hún tók við. Ekkert vantraust var þó bor- ið fram á hana ,sem þó mátti fyllilega búast við. Hinsvegar hef- ur þjóðin tekið ríkistjórninni vel og telur hana, eftir atvikum sjálfsagða. Sjálfstæðisflokkurlnn hafði á sínum tíma forustu um samstarf þingflokkanna um að leysa utanþingsstj órn Björns Þórðarsonar af hólmi með myndun nýsköpunarstjórnarinnar. Nú hefur Sj álfstæðisflokkurinn tekizt þann vanda á lierðar að mynda minnihluta stjórn til að forða þjóðinni frá utanþings- stjórn. — Ekkert mannsbarn í landinu er í vafa um, að stjórn Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar er líklegri til að ná heil- brigðu samstarfi lýði'æðisflokkanna um úrlausn vandamálanna, en utanþingsstjórn eða nokkur önnur minmhlutastjórn. Þjóðin . vill samstarf lýðræðisflokkanna og treystir engum flokki betur til að hafa forustu um það samstarf en Sjálfstæðisflokknum og forustumönnum hans. Aðstaða núverandi ríkisstjórnar er erfið. Ilún hefur aðeins 19 þingmenn af 52 að baki sér á Alþingi. En Sj álfstæðisflokkurinn er sterkur og einhuga flokkur og 40% kjósenda landsins styðja hann. Það er höfuðstyrkur lians að Sj ólfstæðisflokkurinn tekur Svar við bréfi iðnnema. 1 36. tbl. blaðsins Vesturland, 15. f. m., ritar Ólafur Ásgeirsson, iðn- nemi grein, undir nafninu „Arn- firðingur í Þór“, er segir að eigi að vera lýsing á viðskiptum iðnnema hjá Vélsm. Þór h.f. við stjórn og framkvæmdastjóra fyrirtækisins undanfarin ár. Með því að í grein þessari er mjög bailað frá réttu ináli, vildi ég mega svara henni með nokkrum orðum. Vil ég þá geta þess, að reynslu- tími iðnnema er ákveðinn skv. lög- um um iðnaðarnám, 3 mánuðir. Að þeim líma loknum getur hvor að- ila dregið sig til baka. Það getur því varla talizt saknæmt, þótt drag- ist um einn mánuð að gera náms- samning. Námssamningur sá, sem gerður var við iðnnema 12. nóv. 1946, var eins og samningar þeir, er gerðir höfðu verið þá undanfar ið, enda var mér ókunnugt um, að iðnfulltrúarnir í Reykjavík hefðu gert nokkrar breyiingar á kjörum iðnnema, en iðnfulltrúarnir eru æðsta ráð í þessum málum. Var því samningurinn gerður á hin prentuðu eyðublöð, er lögreglu- stjóri leggur tii, ásamt meðráðs- mönnum nemanna, þar sem það átti við og síðan sendir áleiðis til sýslumanns, er svo sendi þá til iðnráðsins í Reykjavík til sam- þykktar. Eflir hæfilegan tíma komu svo sámningarnir frá sýslu- inanni aftur með þessari áritun: „Undirritaðir Iðnfulltrúar eru sam- þykkir framanskráðum námssainn- ingi. — Reykjavík 30. 12, 1946. Kristjón Kristjónsson, Einar Gísla- son, Guðm. Halldórsson“. Ennfrem- ur hafði sýslumaður áritað: „Samn- ingurinn er í samræmi við iðnaðar- námslögin. Skrifstofu Isafjarðar, 3. 2. 1947. Jóh. Gunnar Ólafsson." Er nú kyrrt um rúm tvö ár. Kringum áramótin síðustu kemur svo Guðmundur Þorvaldsson, verk- stjóri fyrirtækisins, að máli við mig og segir að iðnnemarnir telji kjör sín ekki rétt. Eg athugaði þá samningana og greiðslur til iðn- nemanriá og sá ekkert ósamræfni. Sagði ég Guðmundi þelta. Frá því seint í janúar þ.á . var ég svo frá vinnu vegna veikinda um þriggja mánaða skeið. En þegar ég kom til vinnu aftur á s.l. vori, komu nem- arnir að máli við mig og studdu þá kröfu sína um breytt kjör, við aug- lýsingu iðnfulltrúa í Lögbirtinga- blaðinu 1. ágúst 1945, en þar er gert ráð fyrir nokkuð breyttum og rýiriri kjörum iðnnema, einkanlega tvö síðari námsárin. Ég hafði ekki séð auglýsingu þessa, þótt hún birtist í Lögbirtingablaðinu á sín- um tíma. En þegar nemendur vitn- uðu í hana máli sínu til stuðnings, hringdi ég strax til formanns- iðn- fulltrúanna í Reykjavík, hr. Krist- jóns Kristjónssonar og spurði hann hversvegna iðnfulltrúarnir befðu samþykkt athugasemdalaiisl samn- ing, sem ekki væri í sainræmi við auglýsingu úlgefna af þeim, um kjör iðnnema. Svar hans var eitt- hvað á þá leið, að auglýsingin hefði helzt átt við þá staði, þar sem kjör- in voru mun lakari en hjá okkur og hefðu þeir talið kjörin í samn- ingunuin viðunandi og því ekki gert athugasemdir við þau. Liggur það í augum uppi, að tæplega er hægt að ásaka okkur fyrir kjör, sem athugasemdalaust eru samþykkt af æðstu mönnum, sem um það mál fjalla í landinu. Síðan hefir Ólafur Ásgeirsson höfðað mál gegn Vélsm. þór h.f. og krefst m.a., að farið verði eftir nefndri auglýsingu um kjörin, en samningurinn dæmdur ógildur. Er ekki ófróðlegt að vita livor ráðstöf- un iðnfulltrúanna verður talin gild- ari. Þetta, sem að framan er ritað, er að sjálfsögðu aðalatriði í viðskipt- um nemendanna við fyrirtækið og mig og get ég með góðri samvizku sagt, að ég hef ekki haft minnstu löngun til að halla á ])á, þótt svona hafi til tekizt. Þá eru ýmis smærri atriði, sem Ólafur ritar um af mikluin inóði, svo sem er tekið var af kaupi nem- enda tryggingargjöld til Almanna- trygginga, en var síðan endurgreitt þeim, er upplýst var, að fyrirtæk- inu bæri að greiða gjöld ])essi fyrir iðnnema sína. Slíkt getur komið fyrir á beztu heimilum og er varl efni í blaðaskrif. Þá vil ég minna Ólaf Ásgeirsson á, að símtal það, sem hann átti við mig og um getur í skrifi hans, byrjaði hann með ofstopa og hótunum og má liann því ekki undrast, ])ó að honum liafi ekki verið svarað með blíðu. í seinustu vörn í máli Ó. Á., er bor- in fram krafa um orlof fyrir eftir- og næturvinnu. Ég minnist ekki að krafa um þetta liafi áður koitíið fram frá iðnnemum og svar það, sem Ó. Á. tilfærir eftir mér, um þetta atriði, er tilbúningur hans. Ekki er það rétt hjá Ólafi, að neinendur hafi allir farið úr þjón- ustu fyrirtækisins að loknu náini. Þar vinna nú a. m. k. 2 sveinar, er lokið hafa námi þar. Þeir sveinar, er byrjuðu vinnu lijá fyrirtækinu er það lióf slarf sitt fyrir 7 árum, vinna þar flestir enn. Tel ég að ádeila Ólafs á fyrirtæki það, er hann vinnur við og nýtur kennslu hjá, sé vægast sagt full- svæsin og óviðeigandi, enda þótt ýmislegt beri á milli í bili. Vona ég, að hann geti eftir nánari athug- un, fallist á það sjónarmið. Isafirði, 23. 11. — 1949. Ólafur Guðnmndssoii. að sér stjórnarmyndun af þjóðarnauðsyn, án tillits til þess hvort það er vænlegt til fylgisaukningar fyrir hann sjálfan. Hann hef- ur aldrei flúið ábyrgðina, cf þjóðarheill krefst. Hann mun enn snúast við aðsteðjandi vandamálum með lieill alþjóðar fyrir augum og væntir þess, að þjóðholl öfl utan þings og innan veiti honum þann styrk, sem með þarf til að leysa vandamálin. Þjóð- in metur þessa tilraun flokksins og fagnar því að tckizt hefur að mynda ríkisstjórn innan þings.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.