Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1952, Blaðsíða 6

Vesturland - 24.12.1952, Blaðsíða 6
6 VESTURLAND RANKA WENDT: barnaþorpinu. Jól í Þegar jólin nálgast, er ekki laust við að við öll óskum okkur einhvers. Það eru ekki aðeins börn- in á Islandi, sem óska sér einhvers, sei, sei, nei, börn um allan heim, þar sem haldin eru heilög jól, eru farin að hugsa, tala og dreyma um jólin löngu áður en þau koma. Eins er flóttabörnunum í Þýzka- landi farið, sem komin eru frá ýmsum þjóðlöndum og búa sam- an í stórum braggabúðum. Sum þeirra búa hjá pabba og mömmu, en önnur hafa misst pabba sinn og mömmu sína, ýmist eru þau dáin eða hafa orðið viðskila viö börnin sín. Slíkir munaðarleysingjar búa i stóra barnaþorpinu í Suður-Þýzka- landi. I fyrra bjuggu þar 500 böm á öllum aldri, allt frá ungbörnum í vöggu að börnum á fermingar- aldri. Það var sama hve lítil eða stór bömin voru, öll hugsuðu þau til jólanna er þau fóru að nálgast. í skólanum og á leikvöllunum var talað um jólin. Þau bjuggu til jóla- gjafir, teiknuðu, máluðu og bjuggu til jólatrésskraut. Börnin sem koma áttu fram á barnaskemmtununum æfðu þjóð- dansa sína og þjóðvísur. Barna- skemmtanirnar voru haldnar til að afla fjár til glaðnings handa böm- unum í þorpinu. Þessvegna héldu börnin skemmtanir, þar sem leikið var á harmóniku, fiðlu og píano, sungnar þjóðvísur og dansaðir þjóðdansar. Börnin, sem koma áttu fram á fjarskyldum þjóðernum og komu fram í þjóðbúningum sínum og dönsuðu og sungu þjóðlög frá ættlöndum sínum. Þau voru reglu- lega dugleg og sum þeirra svo lítil, að það var sannarlega gaman að sjá þau og heyra. Það var mikil aðsókn að skemmtununum og fyrir aðgangs- eyririnn var keypt bökunarefni, appelsínur og súkkulaði. Dálítið af súkkulaði hafði okkur áskotn- ast á annan hátt. Dag nokkurn barst okkur nefnilega bréf frá nokkrum amerískum flugmönnum, þar sem okkur var tilkynnt að þeir myndu um hádegi næsta dag varpa niður til okkar súkkulaði í smá- fallhlífum úr vasaklútum. Um hádegi næsta dag stóðu öll börnin full eftirvæntingar úti á grasvellinum. Allt í einu heyrðist flugvéladynur og svo komu flug- vélarnar. — Lítið á, þarna kemur fyrsta fallhlífin, og þama kemur önnur, sú þriðja, fjórða, fimmta. Nei, það er þýðingarlaust að reyna að telja því súkkulaðinu bókstaflega rignir niður. Það var nóg til að skipta milli allra bam- alþjóða anna og meira að segja heilmikið afgangs, sem hægt var að geyma til jólanna. En hvemig áttum við að þakka flugmönnunum ? Jú, nokkur eldri börnin fóm inn og tóku lökin af rúmunum sínum og mynduðu stóra bókstafi á grasvellinum. Þeg- ar flugvélamar flugu aftur yfir þorpið, gátu þeir lesið: „Við þökk- um ykkur“, skrifað hvítum stöf- um á grænan grasvöllinn. Svo vom það jólagjafirnar. Það þarf mikils með til að gleðja 500 börn með jólagjöfum. Við, full- orðna fólkið, höfðum þegar snemma um sumarið, án þess að börnin vissu nokkuð um, skrifað fjölda manna, klúbbum og félög- um í Bandaríkjunum og spurst fyrir um það, hvort þau gætu sent börnunum eitthvað til jólanna. Og ég skal segja ykkur, að það kom gríðarmikið af jólagjöfum. Jóla- pakkarnir streymdu að. í þeim voru bækur, teikniblíantar og teiknibækur, saumadót og sokkar, bílar, bátar og brúður, sápur, tann- krem, þvottapokar, slaufur og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Skólabörn í Ameríku höfðu safnað og sent nokkuð af gjöfum. Ykkur kann að þykja skrítið að senda börnunum sápu, þvottapoka, saumadót og tannkrem í jólagjöf,. en þess óskuðu þau sjálf. Að hugsa sér að eiga stórt og gott sápu- stykki með ilmandi lykt í stað vondu sápunnar sem þau urðu að nota, sem freyddi næstum ekki neitt, eða heila túbu af tannkremi út af fyrir sig, eða mjúkan þvotta- poka, eða saumadót svo þau gætu lagað fötin sín sjálf. Öllum gjöfunum var pakkað í smápakka, skrifað nafn á hann og sett í bing í stóru vöruskemmunni, þar til átti að afhenda börnunupi þá jóladagsmorgun, eins og gert er í mörgum löndum, en ekki á aðfangadagskvöld, eins og gert er hér heima (á Islandi). Aðfangadagsmorgun lögðu börn- in síðustu hönd á verkið við að skreyta herbergin sín. Þau bjuggu 3—5 á hverju herbergi og nú var um að gera að skreyta herbergið sitt eins vel og kostur var á með myndum, klipptum úr blöðum, teikningum sínum og grenigrein- um. Dagstofuna skreyttu þau sam- eiginlega. Þar stóð líka jólatréið. Hver fjölskylda hafði sína dag- stofu. Bömunum var skipt í „fjöl- skyldur" og voru 25—30 börn í hverri, ásamt einni „mömmu“ og einum „pabba“. Þetta voru ekki raunverulega pabbi þeirra og mamma heldur kölluðu börnin þau það. Að lokum var orðið reglulega notarlegt í öllum herbergjunum og allt undirbúið fyrir aðfanga- dagskvöld. Stóru, raflýstu jólatré var komið fyrir á miðjum gras- vellinum, sem lýsti jafn dásam- lega og jólatréið á Austurvelli í Reykjavík. Það sást frá öllum byggingunum í kirkjunni var líka jólatré. Ekki sóttu öll börnin sömu kirkjuna og það voru ekki venju- legar kirkjur, heldur húspláss sem var innréttað eins og kirkja. Aðfangadagskvöld fór hvert barn til sinnar kirkju og hlustaði á prestinn sinn segja, á þess eigin móðurmáli, frá fagnaðarboðskap jólanna, um Jesúsbarnið, sem fæddist í fjárhúsi í Betlehem og lagt var í jötu, um englana sem sungu til hjarðmannanna á vellin- um og vitringanna sem til Betle- hem komu, til að sjá Jesúsbarnið. Þótt jólaboðskapurinn sé fluttur á mismunandi málum er hann sá sami um allan heim. Og svo sungu börnin jólasálmana sína, eins og aðeins börn geta sungið þá. Öll sungu þau eins fallega og vel og þau gátu. Nokkuð af sálmunum eru þeir sömu og við syngjum, eins og t.d. „Heims um ból“ og „I Betlehem er barn oss fætt“. — Þú getur ímyndað þér, að það var undarlegt að heyra „Heims um ból“ bæði á þýzku, pólsku og fieiri málum, en lagið er nákvæmlega það sama svo ég söng með. Um kvöldið var veizla í borð- sölunum. Langborðin voru prýdd smekklega með kertum og greni- greinum og marglitum pappír og ljúffengur veizlumatur borinn á borð. Síðan var útdeilt kökum, appelsínum og eplum. Að borðhaldinu loknu voru borð- in tekin upp, svo að bömin gætu dansað kringum jólatréið og sung- ið jólasálmana sína. Nú, þegar öll börnin sungu saman í einu, sungu þau aðallega á þýzku, því hana skildu þau flest. Jóladagsmorgun vöknuðu öll börnin við undarlegan bjölluhljóm. Þau þustu út í gluggana, til að sjá hvað væri á seiði. Hvað var þetta? Var þau að dreyma? Var það ekki sjálfur jólasveinninn í rauðum frakka með stórum skinnkraga, sem kom á fleigiferð upp tröðina á sleða, sem skreyttur var jóla- trjám. En úti var enginn snjór, svo jólasveinninn hafði orðið að setja hjól undir sleðann sinn, því ella hefði hann ekkert komizt áfram. Hesturinn ,sem sleðann dró, var prýddur bjöllum og aftan á sleð- anum stóð jólasveinninn feitur og föngulegur og hringdi stórri bjöllu, en fyrir framan hann voru marg- ir stórir pokar. Nú stöðvaði jóla- sveinninn hestinn og hljóp af sleðanum. Hann tók einn pokann á bak sér og gekk inn í fyrstu bygginguna. Hann heimsótti all- ar „fjölskyldumar“ í hverri ein- ustu byggingu, og hafði jólapakka handa öllum börnum, hvort sem þau voru lítil eða stór. Hver pok- inn af öðrum tæmdist. Hvílíkar jólagjafir. Jólasveinninn fór inn í hverja bygginguna af annari eftir því sem leiðin lá og alltaf fjölgdði börnun- um sem eltu hann. Þegar hann að lokum kom á leikstofuna og vöggu- stofuna, hafði hann langan hala á eftir sér af skólabörnum. Jóla- sveinninn talaði bæði þýzku, rúss- nesku og pólsku og greiddi fúslega úr öllum spurningunum sem börn- in létu rigna yfir hann. Börnin sungu fyrir hann marga söngva og þökkuðu honum að lokum hjart- anlega fyrir komuna. Helzt hefðu þau viljað fylgja honum út úr þorpinu, en það máttu þau ekki, því að jólasveinninn var á mjög hraðri ferð og átti eftir að heim- sækja fjölda barna í öðrum þorp- um. Síðan fóru bömin að heimsækja hvert annað og sjá hvað hver hafði fengið og hvað vel var skreytt hjá hinum. Um eftirmiðdaginn héldu þau hvort öðru veizlu í dagstof- unni sinni og fengu kakaó og kök- ur úr stóra eldhúsinu. „Pabbi og Mamma“ gáfu öllum sælgætis- poka. Börnin fóru í leiki, dönsuðu kring um jólatréið, sungu og döns- uðu þjóðdansa hvert fyrir annað langt fram á kvöld, bæði þetta kvöld og aðra daga um jólin. í ár halda víst mörg þessara barna jólin hátíðleg í allt öðru landi. Sum halda upp á jólin í föð- urlandi sínu í Evrópu, önnur jafn- vel í Ástralíu, Canada eða í Ameríku. Sum hjá elsku pabba og mömmu, önnur hafa eignast nýja fjölskyldu og eignast nýjan pabba og nýja mömmu, sem hafa gert þau að kjörbörnum og vilja hafa þau hjá sér eins lengi og þeim endist aldur til, af því að þau hafa misst foreldra sína. Enn önnur eru ennþá á barna- héimili. En öll munu þau lengi muna jólin, sem þau héldu hátíðleg á- samt börnum frá mörgum mis- munandi löndum, sem töluðu mörg fjarskyld tungumál í stærsta al- þjóða barnaþorpi heimsins í Suður- Þýzkalandi. (Lausl. þýtt). /

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.