Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1952, Blaðsíða 9

Vesturland - 24.12.1952, Blaðsíða 9
VESTURLAND 9 Hafnarbakkinn í Neðstakaupstað Hafnarbakkiun í smíðum. Þessi mynd var tekin af járnþili hafnar- bakkans í Neðstakaupstað 1947. Engan hefði þá grunað, að fyrst fimm árum síðar yrð: fyrsti hluti hans tekinn til afnota. Um 90 metra langur kafli, næst bátahöfninni, er nú fullgerður, en hafnarbakkinn er 220 metra langur. Enn er eftir að ganga frá uppfyllingu innan við jámþilið og vantar um 8—10 þús. teningsmetra af fyllingarefni til að Ijúka verk’ inu. Hinn mikli dráttur, sem orðið hefur á % ísafirði 3. marz 1880. Herra ritstjóri! „Isafjarðarkaupstað má að sjálfsögðu telja höfuðstað Vestfjarða eða réttara sagt alls Vestfirðingafjórðungs, því bæði er fólks- fjöldi hér meiri en á nokkrum öðrum verzlun- arstað á vesturlandi, (íbúatala á Isafirði er nú um 470) enda hefur ísafjörður fengið kaupstaðarréttindi, hér er og mest verzlun og mestar siglingar. Eigi má fagurt kalla landslag á Isafirði, en einkennilegt er það mjög. Bærinn stendur á tanga einum, er geng- ur fram í Skutulsfjörð og er tangiim svo mjór á einum stað, að hann slitnar nálega í sundur, enda brýtur þar af árlega. Að austan- verðu við tangann gengur mjótt sund og er þar innsiglingin á höfnina, en þegar komið er inn úr sundi þessu, slær sjórinn sér aftur út og myndar höfn mikla, er kölluð er „Pollur- inn“, gengur höfnin inn með tanganum vestan- verðum. Isafjarðarhöfn er eflaust sú fegursta og tryggasta höfn á öllu íslandi. Fjöll liggja hér fyrir þremur áttum; þau eru mjög nærri, eru snarbrött og gnæfa við himin; taka þau af alla útsýn eða víðsýni og kreppa svo að, að framkvæmdum við hafnarbakkann stafar fyrst og fremst af fjárskorti, en auk þess kom það óhapp fyrir, að neðri hluti bakkans tók að síga og hefir haldið því áfram til skamms tíma. Þetta óhapp gerir mannvirkið mörg hundruð þúsund krónum dýrara en ella, auk þess sem naumast er hægt að fullgera verkið fyrr en sigið hefur verið stöðvað. Marzellíus Bemharðsson, skipasmíðameist- ari, hefur staðið fyrir byggingu hafnarbakk- eigi sér sól í kaupstaðnum hálfan þriðja mán- uð í skammdeginu. Að norðanverðu við kaup- staðinn liggur sjór eingöngu. Flest eru hús hér í kaupstaðnum fremur lítil og standa óskipulega. Annars er sjálfur kaupstaðurinn ekki í einulagi, heldur skiptist í þrjá hluta, nl.: Efstakaupstaðinn, þar eru verzlunarhús H. A. Clausen, Miðkaupstaðinn, þar eru þrjár sölubúðir, og Neðstakaupstað- inn, þar standa verzlunarhús Sars. í miðkaup- staðnum er barnaskólahúsið. Barnaskólinn var settur á stofn 1874, og er honum nú hald- ið áfram sem að undanförnu. Yfirkennari við skólann er cand. theol. Grímur Jónsson, en undirkennari Stefán ólafsson dómkirkjuprests Pálssonar. Skólanum er skipt í sundur í tvo bekki. 1 efri bekknum eru kenndar 9 náms- greinar, nl. kver, bíblíusögur, skrift, lestur, reikningur, danska, réttritun, saga og landa- fræði, en í neðri bekknum eru aðeins kenndar hinar fimm fyrst töldu námsgreinar. Söngur er kenndur 2 stundir í viku í báðum bekkjum í senn. Skólinn byrjar 1. sept. og stendur í 9 mánuði eða til 1. júní. Skólatími er 5 stundir á dag, nl. frá kl. 9—11 f.m. og frá kl. 11% f.m. til 2% e.m. Nú sem stendur eru í skól- ans og farist það prýðilega úr hendi, eins og öll verk sem hann tekur að sér. Ekkert er jafn þýðingarmikið í útgerðarbæ og góð höfn. Isaf jarðarhöfn er víðfræg, svo vei er hún úr garði gerð frá náttúrunnar hendi. Innsiglingarsundið er þó of þröngt og grunnt miðað við hin stóru hafskip nútímans. Sá stóri galli er á, að t.d. nýsköpunartogarar verða að sæta sjávarföllum til að sigla um Sundin. Næsta skrefið í hafnarmálum ísafjarðar er tvímælalaust dýpkun Sundanna, svo að öll venjuleg skip geti siglt út og inn án tillits til hvemig á sjó stendur. Þá er ísafjarðar- höfn ábyggilega orðin ein allra öruggasta, bezta og fullkomnasta höfn landsins. Með byggingu hafnarbakkans skapast mik- ið athafnasvæði í Neðstakaupstaðnum. Er ráð- gert að útgerðarfélögin í bænum fái þar lóðir til byggingar fiskverkunar- og geymsluhúsa. Isfirðingur h.f. hefur þegar sótt um lóð þarna og ráðgerir að hefja byggingu stórrar fisk- verkunarstöðvar þegar næsta vor. Ber brýna nauðsyn til, að skapa útgerðinni viðhlýtandi aðstöðu í landi til nýtingar aflans, en um langt skeið hefur mikið skort á að svo hafi verið. Framtíð Isafjarðar, sem annara útgerðar- bæja, byggist á útgerð og fiskiðnaði. Óvíða munu fiskverkunarstöðvar betur staðsettar en við hafnarbakkann nýja, þar sem auðvelt er að koma fyrir hagkvæmum tækjum til upp- og framskipunar á aflanum. Vonandi rísa á næstu árum myndarlegar fiskverkunarstöðvar á nýja hafnarbakkanum, sem skapa næga atvinnu fyrir hverja starf- andi hönd í þessum bæ. anum 32 böm, þar af 17 í efri bekknum en 15 í þeim neðri. Hér voru leiknir gleðileikir í vetur eftir jól- in. „Skuggasveinn, eftir séra Matthías Joch- umsson og „Brúðuhvarfið“ nýsamið leikrit, eftir Magnús kaupmann Jochumsson, bróður séra Matthíasar, þótti mönnum það góð skemmtun, voru leikirnir allvel sóttir, en þó einkum brúðuhvarfið, var þeim leik veitt hin bezta viðtaka. 1 eitt skipti var leikið fyrir fátæka“. Úr Isafjarðarsýslu gamlársdag 1880. „Skóli sá er talað var um að stofna í minn- ingu Jóns sál. Sigurðssonar liggur enn sem komið er í þagnargildi, samskotin munu lítið hafa aukist síðan ég ritaði síðast. Á fundi, sem haldinn var á Isafirði, var ekki hægt að ráða annað af en að halda áfram að safna, því allt strandaði á féleysinu. Það er vonandi að menn líti á nauðsynina meir en erfiðleikana, „sigursæll er góður vilji“ jafnan. Menn mega heldur ekki vera svo bráðlátir að hugsa allt komist í kring á einu ári. Nei, svo stórhuga megum við ekki vera. Það er meira undir- komið að áhuginn dofni ekki, þó vér sjáum að langt sé í land; og höfum það jafnan hug- fast, að vér vinnum fyrir alda og óalda niðja vora. Höldum því áfram að auka samskotin eftir því sem efni og tími leyfa og örlæti hvers einstaks, þá mun að endingu viðleitni vor bera ríkulegan ávöxt“. Frá fyrri iímum.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.