Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1952, Blaðsíða 7

Vesturland - 24.12.1952, Blaðsíða 7
VESTURLAND 7 Sjóferðasögur Arngr. F'r. Bjarnason, kaupmaður, hefir um langt árabil unnið að söfnun á vestfirzkum sögnum og ýmiskonar fróðleik héðan frá Vest- fjörðum, og varðveitt þannig frá glötun margvíslegan fróðleik, sem ella hefði fallið í gleymsku og glatazt með öllu. Hér birtast tvœr sjó- ferðasögur, sem hann hefir skráð eftir tveim vestfirzkum sægörpum. I. Sjóferð í Bolungarvik í febrúar 1904. Heimildarmaður: Sophus Karl Löve, skipstjóri. Mikinn hluta febrúarmánaðar var óslitinn norðangarður, og all- ar varir á Bolungarvíkurmölum voru hrannaðar af stórgrýti eftir hamagang stórsjóanna. Einn dag- inn sýndist veður fara batnandi, svo viðlit væri til sjóferðar. Allir formenn kölluðu þá skipshafnir sínar til vararruðnings. Kepptust menn við ruðninginn fram í myrk- ur og hugðu gott til sjóferðar að morgni næsta dags. En sú von brást. Þá var kominn sami veður- ofsinn og áður. Hélzt hann nokkra daga. Erfiðið við vararruðninginn var því algerlega unnið fyrir gýg. Var slíkt ekkert einsdæmi. Loksins náðist sjóferð. Lygndi þá svo að nokkur skip komust á sjóinn klukkan 9—10 um morg- uninn. Ég var einn þeirra for- manna, sem fóru á sjó þennan dag. Lagði ég lóðirnar á svonefnd- um Kömbum, en þangað er um 2% klukkustunda róður frá Bol- ungarvíkurmölum í góðu veðri. Á þessu tímabili var venjulegur lóðafjöldi sexæringa 25 lóðir í legu. Aflaðist oft svo vel, að skip- in tóku ekki upp afla af fleiri lóð- um. Á leiðinni fram til miða jókst vindur út Djúpið, og varð vindlegt útlit. Ég lagði aðeins nítján lóðir í þetta skipti vegna veðurútlitsins. Lega á lóðunum var rétt á meðan stjórinn botnfestist og skipshöfn- in skinnklæddist. Var þá strax byrjað að draga lóðirnar af kappi. Afli var mikill, og þar sem útlit var fyrir líkan afla á allar lóðirn- ar, en vindur fór vaxandi, lét ég hrista af alla ýsu utan borðs og hirti aðeins þorskinn. Þegar búið var að draga um helming af lóð- unum var aflinn orðinn svo mik- ill, að skipið var naumast fært með hann í slíku veðri, eða a.m.k. of hlaðið til þess að verja sig áföll- um. Lét ég því þá strax byrja að seila aflann. Haldið var svo áfram að draga og lóðin öll dregin. Þá var skipið svo hlaðið, að sigla varð með tvær seilar utanborðs upp und ir Stigahlíð. Sigldum við beitivind upp undir hlíðina, og náðum í svo- nefnda Krossavík, sem er utan við Hvassaleiti. Á Krossavík innibyrtum við seil- qrnar og tókum barning inn með Stigahlíð áleiðis til Bolungarvík- ur. Alla leið var þungur stormur og nokkrar ágjafir, en heim náðum við klukkan 10,30 um kvöldið. Seilamar voru látnar útbyrðis og settar við þær bólfæri áður en lent var. Þegar búið var að lenda og setja skipið, voru seilamar dregnar að landi. Þar sem orðið var svo áliðið dags og ekki útlit fyrir sjóveður að morgni, ákvað ég að láta aðgerð á aflanum bíðu næsta morguns. Venjulegast var gert að aflanum strax og lending var afstaðin og skipshöfn hafði fengið mat og kaffi, hversu seint >sem komið var að landi. Þeir, sem lentu í löngum sjóferðum, annað- tveggja vegna langræðið eða ó- happa, felldu því saman nótt og dag þegar sjógæftir vora. Var furðulegt hve margir entust lengi til slíkrar erfiðis- og oft kapp- vinnu, svefnlitlir og matarlitlir. Kom það ósjaldan fyrir, að ekki var matast nema einu sinni á sól- arhring, og ekki varð síður að hafa nesti með sér á sjóinn. Ég óska eftir því, segir Sophus Karl Löve, að saga þessi birtist á prenti, því að hún er sönn og rétt lýsing sjóferða í Bolungarvík á vetrarvertíðum 1904—1907, þegar allt gekk með venjulegum hætti. II. Mannskaðaveðrið 7. jan. 1905. Frásögn Ingólfs Jónssonar, skip- stjóra. Ég var einn þeirra, sem var á sjó í mannskaðaveðrinu 7. janúar 1905, og var þá formaður á vél- bátnum Ingólfi Arnarsyni. Mér gekk seint að draga lóðirnar þenn- an dag, því að bæði var harður straumur, úfinn sjór og lóðin víða slitin. Það varð mér líka til tafa, að sumir Bolvíkingar höfðu farið frá lóðum sínum, og flæktust þær um grunnendann á mínum lóðum. Okkur tókst þó að finna öll dufl- in, nema endaduflið áður en syrti að með kafaldi. Ég ákvað að halda áfram leitinni að endaduflinu, því að það var uppáhaldsgripur, tals- vert stærra en hin og rauðmálað, svo það sæist sem lengst að. Leit- in að endaduflinu tók nokkum tíma. Sumir skipverjanna létu í ljósi óánægju út af töfinni, en öll- um þótti gott þegar duflið loksins fannst. Var þá rokið í að draga það sem eftir var af lóðunum. Að því búnu var strax haldið til lands og komum við að landi nálægt Grjótleiti (innsta leitinu á Stiga- hlíð). Þar varð á leið okkar sex- æringur úr Hnífsdal, Styrkár, eign Karls Olgeirssonar, verzlunar- stjóra, formaður Halldór Jónsson frá Naustum. Mér þótti tvísýnt, að báturinn myndi komast inn fyr- ir Stigahlíðarhomið (Ófærana) og kallaði til háseta minna, að við skyldum reyna að taka bátinn í drátt. Vont var að leggja að bátn- um vegna veðurofsa og undiröldu, þó tókst að koma í hann dráttar- taug, og dró ég bátinn inn á Bol- ungarvík, en varð þá að sleppa honum vegna smávegis vélbilunn- ar hjá okkur. Kallaði ég til báts- ins, að þeir skyldu freista þess að ná lendingu í Ósvör, og lenti hann þar heilu og höldnu. Það tók talsverðan tíma að laga vélbilunina, og fengum við vélina ekki til að vinna nema með hálf- um krapti. Vora nú tveir kostir fyrir hendi og hvoragur góður. Annar var sá, að forðast landið og halda til hafs, í þeirri von að bát- urinn slarkaði af veðrið, en hinn var sá, að freista þess, að ná til ísafjarðar. Veðrið fór stöðugt versnandi og fór saman mikið hvassviðri, frost, fannkergi og stórsjór. Ég valdi síðari kostinn: Að reyna að ná til ísafjarðar. Þegar ég hafði reynt bát minn nokkuð þótti mér hann ekki nægi- lega stöðugur í stóram veðrum, og hafði ég okkru fyrir ofveður þetta látið setja hliðarkili á bátinn. Fór hann þá stórum betur í sjó en áð- ur. Með þessa reynslu í huga treysti ég því, að við myndum ná til ísafjarðar. Við höfðum þó skammt farið, þegar ég tók eftir því, að kominn var talsverður sjór í vélarrúmið, svo að vélin jós á sig nokkram sjó. Hásetinn, sem átti að gæta vélarinnar hafði farið fram í há- setaklefann til þess að fá sér kaffi- sopa. Mér var full-ljóst, að eina lífsvon okkar var sú, að vélin héld- ist í gangi, og varð því skapbrátt af háttalagi hásetans.Ég hljóp því frá stýrinu fram að hásetaklefan- um og kallaði til hásetans með hörðum orðum, að koma strax að starfi sínu, ef hann ætlaði ekki að drepa okkur alla. Hásetinn reidd- ist við harðyrði mín og kom strax að vörmu spori og tók til við vél- gæzluna, og vélin hélt áfram „að mala“ svo að mér varð rórra í skapi. En á lekanum stóð þannig, að þegar hliðarkútamir vora sett- ir á bátinn var borað aukagat á byrðinginn, og tókst illa að fá það þétt, þótt sponsað væri. Við vorum nú komnir fram af svonefndum Sporhamarsleiti á Ós- hlíð og vorum illa staddir, ef vél- in náði ekki fullum ganghraða eða vindur breyttist okkur í hag. Ég talaði við hásetann, sem vélarinn- ar gætti, að við þyrftum endilega að herða á vélinni. Hann skýrði mér þá frá því, að vírspotti hefði farið milli tannhjóla í Húnverkinu, og því gæti vélin ekki skilað full- um krapti, þótt halda mætti henni gangandi. Þegar hinir hásetarnir heyrðu þetta leizt þeim illa á horf- urnar, enda var ekki fýsilegt að leita til hafs undir nóttina, en um annað var ekki að gera, ef ráð okk ar vænkaðist ekki. En heppnin var með okkur, því að rétt í þessu hopaði vindátt svo, að hægt var að koma við seglum. Skipaði ég að heisa segl í snatri, og herða á vélinni, sem hægt væri. Er það skemmst frá að segja, að við kom- umst til ísafjarðar seint um dag- inn; mig minnir klukkan átta. Var þá svo mikill sjógangur við Dokk- una, að Sveinn Jensson (síðar í Súðavík), sem þá var formaður í Bolungarvík, en hafði orðið að hleypa til Isafjarðar, treysti sér ekki til þess að sækja okkur fram í Sundin, þar sem við vorum í legu færam. Sveinn gerði tvær tilraunir til þess að komast fram, en skip hans fyllti í bæði skiptin og varð að snúa við upp í fjöru. I þriðja sinni tókst Sveini vel framflotið, og varð heldur en ekki fagnaðarfund- ur, þegar þeir komu fram til okk- ar. Lendingin tókst vel og giftu- samlega, og urðum við næsta fegnir að komast í land í hendur vina og kunningja. Var þá lokið þesari sjóferð, sem var ein sú erfiðasta er ég lenti í alla mína formannstíð. Mátti um tíma ekki á milli sjá hvort við yrð- um herfang hafsins og hlytum vota gröf, eða við kæmumst lífs af. Það eru þessar miklu alvöru- stundir, sem beina augum sjó- mannanna til æðri máttar.------- Bolungavík.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.