Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1952, Blaðsíða 8

Vesturland - 24.12.1952, Blaðsíða 8
8 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjamason frá Vigur Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Afgreiðsla og auglýsingar: Engilbert Ingvarsson, Hafnar- stræti 12 (Uppsalir). — Verð árgangsins krónur 20,00. ? Nú skal leika á langspilið veika og lífsins minnast í kveld, hjartanu orna við hljóma foma og heilagan jólaeld, meðan norðurljós kvika og blástjörnur blika og boganum mínum eg veld. Eg blundaði hljóður við brjóst þín, móðir, sem blómin um lágnættið. Þú söngst um mig kvæði; við sungum bæði um sakleysi, ástir og frið. Þú gafst mér þann eld, sem eg ennþá í kveld get ornað hjartanu við. Þú hófst mína sál yfir hégóma og tál og hug mínum lyftir mót sól. Þú gafst mér þá þrá, sem eg göfgasta á, og gleði, sem aldrei kól. Ef eg hallaði mér að hjarta þér, var mér hlýtt; þar var alltaf skjól En útþráin seiddi mig ungan og leiddi á ótroðinn skógarstig. Þrestimir sungu; þyrnarnir stungu, og þorstinn kvaldi mig; þá græddi það sárin og sefaði tárin að syngja og hugsa um þig. Og nú vil eg syngja og sál mína yngja með söngvum um lágnættið hljótt og hvísla í norður ástarorðum, meðan allt er kyrrt og rótt, og láta mig dreyma um ljósin heima, sem loga hjá mömmu í nótt. Davíð Stefánsson. I I Jól á Cuha. Veistu hvað Cuba er? Cuba er stór, stór eyja. Ef þú hefur ein- hverntíman litið á landabréf yfir Ameríku hefur þú kannske séð, að það er nokkuð sem heitir Norður- Ameríka og Suður-Ameríka. Á milli Norður- og Suður-Ameríku er landið ákaflega mjótt. Þar eru margar eyjar og heitir sú stærsta þeirra Cuba. Á Cuba er alltaf hlýtt. Á vetr- um er hlýtt og á sumrum ennþá hlýrra. Það er skrýtið að kaupa jólatré í 30 stiga hita. Þér finnst ef til vill að jólatréð og hitinn eigi illa saman, en ég get sagt þér, að það er jafn notalegt að hafa jólatré í stofunni sinni í Havana, höfuðborg Cuba, eins og það er í Kaupmannahöfn eða á Isafirði eða hvar sem vera skal. Ég kom til Havana í byrjun des- ember fyrir 5 árum síðan og var mikil forvitni á að vita hvernig tækist að skapa jólagleði. Sízt bjóst ég við að sjá jólatré, því greni vex ekki á Cuba. En jóla- trén koma. En það var ekki neitt venjulegt jólatré. Það kom frá Bandaríkjunum (meira að segja frá Hyde Park, hinum stóra bú- garði Franklin D. Roosewelts, hins látna forseta Bandaríkjanna), þar sem grenitré eru gróðursett og höggvin og send til Cuba fyrir jól- in. Trén eru innborin strax og þau eru höggvin, til þess að þau þoli hitann, og grenið falli ekki af. Til Cuba eru trén flutt í kæli- klefum. Allt þetta umstang gerir það að verkum að þau eru mjög dýr. Eitt jólatré kostar 8—10 doll- ara og er það mikið fé. Jóladagarnir voru einkennilegir en skemmtilegir. Veðrið var gott og hlýtt. Ég fór í sjóinn á aðfanga- dagsmorguninn. Þeir innfæddu á Cuba segja að á vetruma sé svo kalt að ekki sé hægt að fara í sjó- inn og því byrja þeir fyrst á bað- ströndinni um páska. En allir amerísku ferðamenn- imir og aðrir sem eru á ferðalagi, fara í sjóinn allan veturinn. 1 sandinum á baðströndinni var stórt jólatré í fullum skrúða, og öll börnin á baðströndinni döns- uðu nakin í kringum það. Cubabúar halda ekki aðfanga- dagskvöld hátíðlegt. Hátíðisdagur þeirra er eiginlega Dia de los Reyes eða „kvöld þriggja heilögu konunga", sem er 6. jan. En nú eru margir farnir að halda jóladaginn hátíðlegan eins og gert er í Ameríku. Á aðfangadagskvöld hengja börnin upp sokkana sína og jóladagsmorgun reyna þau að vakna eldsnemma í von um að fá augum litið Sánti Claus, en svo heitir jólasveinninn þar. En hann kemur alltaf svo hræðilega snemma og stingur jólagjöfum sín- um í sokka barnanna. Húsin em öll skreytt með líku sniði og í Ameríku með ,,farger“ og „guirlander“ og „Happy Christ- mas“, sem þýðir gleðileg jól. Á jóladag eru allir á kreiki og heimsækja hver aðra og gefa og fá jólagjafir. Efst á óskalista flestra bamanna eru venjulega rúlluskautar og reiðhjól. Það er svo heitt á Cuba, að við vorum fegin að fá ekki þungan jólamat, eins og venja er á Norð- urlöndum. í hitanum er ekki hægt að torga eins miklu af feitmeti og kraftfæði og þar er gert. Á Cuba er enginn sérstakur jóla- matur. Margir steikja kalkun. En þeir hafa heilmikið af allskonar jólasætabrauði. 1 jólavikunni ganga götusópar- arnir í húsinu og afhenda kort með nýársóskum og eiga þá allir að gefa þeim peninga. Á kvöldi þriggja heilagra kon- unga, 6. jan., eru gjafir gefnar aft- ur og þar með em jólin úti. GUÐM. E. GEIRDAL: Ypt á aöra. Mælt af munni fram á götu við J. T. tónskáld. Ætla’ að líta ef ég má inn í dyrnar hjá þér, ef þú vilt það ekki — þá er ég rokinn frá þér. Sagt við braskara. Haldirðu þig heilagan himnaríkis varning, segi ég þig syndugan satans átta barning. Mætti tveim Þórðum á götu. Úti’ á götu upp hóf raust einn — án fyrirvara: Það er ekki Þórðarlaust þar, sem slíkir fara. < Bjarnarvísa. Þarna’ er Björn að þramma um torg, þyrnigjörn er leið í borg, barnavöm og barnaorg Birni hrörnun valda’ og sorg. Staka. Hafirðu komizt eldraun í og þig brennt til muna, geyma örin upp frá því innri þjáninguna.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.