Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.12.1955, Blaðsíða 1

Vesturland - 01.12.1955, Blaðsíða 1
w \y & mm sss a/essrFwzxíiH sam m iFsarm»SMmtNR XXXn. árgangur. Isafjörður, 1. desember 1955. 14,—15. tbl. fflutdeildar- og arðskiptafyrirkomulag í atvinnurekstri íslendinga. t'íngsályktunartillaga: Tengja ísafjörð, Bolungavík og Hnifs- dal með sjáifvirku símakerfi. Þeir Sigurður Bjarnason, Gunn- ar Thoroddsen og Magnús Jónsson hafa fyrir nokkru lagt fram á Al- þingi eftirfarandi þingsályktunar- tillögu: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta rannsaka og gera tillögu um, hvar og hvernig megi bezt koma á hlutdeildar- og arðskiþtifyrirkomulagi í atvinnu- rekstri íslendinga og á hvern hátt þing og stjórn geti stuðlað að eíl- ingu slíks fyrirkomulags. Skal rík- isstjórnin hafa samráð við fulltrúa frá samtökum atvinnurekenda og launþega um þetta undirbúnings- starf, er skal lokið eins fljótt og möguleikar eru á.“ í greinargerð fyrir tillögunni segir m. a.: „Hagsmunaárekstrar gerast nú stöðugt tíðari milli vinnuveitenda og verkalýðs í hinu íslenzka þjóð- félagi. Efnahags- og afkomugrund- völlur þjóðarinnar verður við þess- ar deilur ótraustari. Engra úrræða má því láta ófreistað til þess að sætta vinnu og fjármagn, koma á friði milli þeirra, sem stjórna at- vinnutækjunum, og þeirra, sem vinna við þau. Mjög líklegt verður að telja, að stórt spor væri stigiö í þá átt með því að gera verka- mennina, sjómennina eða iðnaðar- mennina að meðeigendum og með- stjórnendum í atvinnufyrirtækjun- um, þar sem því verður við komið. Að því takmarki stefnir þessi til- laga.“ „Hér skal atvinnufyrirkomulagi þessu lýst nokkuð. Arðskiptifyrir- komulagið gengur út á það að veita starfsmönnum fyrirtækjanna hlutdeild í arði þeirra. Er það eitt út af fyrir sig mjög þýðingarmik- ið ati’iði og mjög til bóta frá því, sem nú er víða. Oft er samfara arðskiptingunni eftirlit og nokkur stjórnaríhlutun af hálfu verka- mannanna. En hlutdeildarfyrir- komulagið sjálft miðar að því að veita starfsmönnum fyrirtækjanna áhrifavald í fyrirtækjunum, ekki einungis með þeim hætti að gera þá hluttakandi í arði fyrirtækj- anna; heldur með því að gera þá beinlínis að meðeigendum þeirra. Yfirleitt er það stefnumið þeirra manna, sem berjast fyrir þessu máli, að allir verkamenn fyrirtækj- anna hafi hluttöku í arði þeirra, eignist hluti í þeim og hafi íhlut- un um stjórn þeirra eða eftirlit með henni. Má í sem styztu máli segja, að grundvallarsetningar þessa fyrirkomulags séu: 1. að verkamennirnir fái auk hinna föstu launa einhvern hluta í arðinum; 2. að þeim gefist kostur á að safna arðhluta sínum, eða ein- hverjum hluta hans, til þess með honum að eignast hluta í atvinnu- fyrirtækjunum; 3. að þeir fái hlutdeild í stjórn fyrirtækjanna, annaðhvort með því: a) að eignast hlutafé og verða á þann hátt aðnjótandi réttinda venjulegra hluthafa, eða með því: b) að nefnd verkamanna hvers fyr- irtækis hafi íhlutun um rekstur þess. Eru þetta þær grundvallarsetn- ingar, sem sérstaklega hefur verið byggt á í þessu efni. En fjölbreytni fyrirkomulagsins er svo takmarka- laus, enda hægt að beita því við svo til allar greinar atvinnulífs- ins. Er fengin í þessum efnum mik- il reynsla erlendis.“ Sjálfstæðisfélag Isfirðinga hélt umræðufund s.l. þriðjudag um bæj- armál og fræðslumál. Högni Þórðarson bæjarfulltrúi hafði framsögu um bæjarmál. Rakti hann gang bæjarmálanna á yfirstandandi kjörtímabili og þátt Sjálfstæðismanna í því að fá meiri- hluta bæjarstjómar í nauðsynlegar framkvæmdir. Guðjón Kristinsson skólastjóri hafði framsögu um fræðslumál og rakti hann í stómm dráttum sögu almennrar fræðslu hér á landi og gaf ítarlegar upplýsingar um námsefni gagnfræðastigsins, til- högun kennslu og prófa. Þeir Kjartan Jóhannsson og Sig- urður Bjarnason hafa nýlega lagt fram á Alþingi þingsályktunartil- lögu um að tengja Isafjörð, Bol- ungavík og Hnífsdal með sjálf- virku símakerfi. Tillagan er á þessa leið: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta athuga möguleika á því að setja upp sjálfvirkar símastöðvar á Isa- firði, í Bolungavík og Hnífs- dal. Ennfremur að hraðað verði nauðsynlegum ráðstöf- unum til að bæta símasamband þessara byggðarlaga og Vest- fjarða í heild við aðra lands- hluta. I greinargerð segja flutnings- menn, að þessir þrír staðir séu stöðugt að verða samfelldari at- vinnuheild. Skammt er á milli þeirra og ganga stöðugar hi’inging- ar á milli þeirra eins og væru þeir allir innan sama bæjar. öllum tog- arafiski, sem vinna skal á þessum stöðum er landað á ísafirði. Er þá oft mjög bagalegt, að ekki skuli Báðar framsöguræðurnar voru fróðlegar og ítarlegar og að þeim gerður góður rómur. Umræður um báðar þessar fram- söguræður urðu nokkrar og tóku til máls þeir: Matthías Bjarnason, Kristján Guðjónsson, Samúel Jónsson og auk þeirra báðir frum- mælendur, sem svöi’uðu fyrir- spurnum. Að loknum umræðum var kvik- myndasýning. Fundarstjóri var Guðmundur B. Jónsson og fundar- ritari Gísli Kristjánsson. Fundur þessi var mjög ánægjulegur og gagnlegur. ■ -oOo...... vera opið símasamband milli þess- ara byggða allan sólarhringinn. Bráð nauðsyn fjölsíma- sambands. Telja flutningsmenn víst að ekki líði á löngu þar til sjálfvirk síma- stöð verði sett á Isafjörð, en þá er réttara að taka það strax til athugunar að hafa hina bæina einnig með í hinni sjálfvirku stöð og ef til vill einnig Súðavík. Enn- fremur er nauðsynlegt að fá hið bráðasta fleiri fjölsímasambönd frá Vestfjörðum við aðra lands- hluta. -----oOo---- Verður Hafnarstræti malbikað að sumri? Fyrir nokkru síðan fluttu Sjálf- stæðismenn í bæjarstjórn eftirfar- andi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að feia bæjarstjóra að láta gera áætlun um hvað kosta muni að malbika Hafnarstræti (frá Túngötu), Silf- urtorg niður Aðalstræti og Suður- götu að bátahöfn. Einnig verði gerð kostnaðaráætlun um stein- steypu á þessum sömu götum. Báðar þessar áætlanir verði síð- an lagðar fyrir bæjarstjórn eins fljótt og kostur er á.“ Tillaga þessi var samþykkt með samhljóða atkvæðum allra bæjar- fulltrúa. Nauðsynlegt er að hraða því að þesssi áætlun verði gerð áður en fjárhagsáætlun verður endanlega afgreidd í byi’jun næsta árs. Göt- urnar hér á ísafirði eru oft í lé- legu ásigkomulagi, en út yfir hef- ur tekið í haust bleytan og aur- inn, svo varla hefur verið fært um nema í stígvélum, enda óvenjú miklar haustrigningaf. Þess er að vænta að bæjarstjórn sýni áhuga fyrir því að bæta hér um og láti þegar að vori malbika eða steypa eftir því sem betur er talið henta, aðalgötu bæjarins. Slík framkvæmd myndi vissulega vera öllum bæjarbúum að skapi. Sjálfstæðisfélag lsfirðinga: Ágætur umræðufundur um bæjarmál og fræðslumál.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.