Vesturland - 01.12.1955, Blaðsíða 3
VESTURLAND
3
Eiríkur Br. Finnsson, áttræður.
Eiríkur Br. Finnsson verkstjóri
varð áttræður þ. 10. f. m. Gat
hann þá litið til baka yfir langan
og farsælan æfiferil. Hann er Ön-
firðingur að ætt, fæddur að Kirkju-
bóli í Valþjófsdal, sonur Finns
bónda Eiríkssonar þar og konu
hans Guðnýjar Guðnadóttur, sem
bæði voru komin af kunnum og
merkum ættum hér vestra.
Tæplega var Eiríkur kominn af
barnsaldri er hann fór að hafa fyr-
ir lífinu. Árið 1888, tæpra 13 ára,
fór hann til sjós á hákarlaveiðar
á kútter „Sigríði“ með Helga An-
dréssyni skipstjóra, og aftur sum-
arið eftir á kútter „Guðnýju" með
Eyjólfi skipstjóra Bjarnasyni. Eft-
ir það var hann tvö ár við nám
hjá Matthíasi Ólafssyni í Hauka-
dal, síðar kaupmanni þar, og
sagði þá um leið skilið við sjó-
mennskuna.
Árið 1894, þá 19 ára gamall,
gerðist Eiríkur verkstjóri hjá
verzlun Á. Ásgeirssonar á Flateyri
og var við það starf til ársins 1901,
er hann fluttist hingað til bæjar-
ins og varð verkstjóri hér í Neðsta-
kaupstað hjá sömu verzlun. Hélt
hann því starfi áfram óslitið með-
an verzlunin var rekin, eða þar til
hún var seld Hinum sameinuðu ís-
lenzku verzlunum þ. 1. des. 1918.
En hann var þá ráðinn verkstjóri
áfram hjá hinum nýju eigendum
og hélt því starfi þar til þær verzl-
anir voru lagðar niður 1927. Tók
hann þá Edinborgareignina hér á
leigu og rak þar umfangsmikil
fiskkaup og fiskverkun í tvö ár.
Eftir þetta gerðist Eiríkur verk-
stjóri hjá Togarafél. Isfirðinga h/f
og síðan hjá togarafélaginu Val-
ur h/f og var við þau störf öll þau
ár, sem þessi félög störfuðu hér.
Fiskimatsmaður var hann skipað-
ur 1936, og hefur fengist við það
starf allt fram að þessu, þrátt fyr-
ir aldur sinn, enda vel ern og frár
á fæti og lítil ellimörk að sjá á
honum enn.
Eiríkur hefir nú dvalið hér í
bænum í 54 ár, og á þeim tíma
áunnið sér vináttu og virðingu
allra þeirra, sem komist hafa í ein-
hver kynni við hann, en þeir eru
orðnir margir á þeirri löngu leið,
eins og eðlilegt er um mann, sem
lengst af var verkstjóri hjá lang
umfangsmesta atvinnufyrirtæki
landsins á þeim tíma, og hafði yf-
ir mörgum hundraða karla og
kvenna að segja árlega. Um það
leyti er Eiríkur lét af verkstjóra-
störfum, var hann sæmdur ridd-
arakrossi fálkaorðunnar fyrir
störf sín, og var það að makleg-
leikum.
Dugnaður, hagsýni og frábær
trúmennska hafa ávalt einkennt
alla starfsemi Eiríks Finnssonar,
og lætur því að líkum, að hann
hafi gert sömu kröfur í þeim efn-
um til þeirra er hann átti yfir að
segja og var hann því af sumum
talinn vinnuharður. En þrátt fyrir
það munu allir þeir sem unnu und-
ir stjóm hans, karlar sem konur,
ávalt bera hlýjan hug til Eiríks.
Eiríkur Br. Finnsson.
Drenglyndi hans og aðrir mann-
kostir hafa ráðið því, að hann
mun engan óvildarmann hafa
eignast fyrr eða síðar.
Eiríkur er tvíkvæntur. Fyrri
konu sína, Jóhönnu Hjálmarsdótt-
ur, Jónssonar prests á Stað á
Reykjanesi, missti hann árið 1908,
og er ekkert barna þeirra á lífi.
Síðari konu sinni, Kristínu Einars-
dóttur frá Hríshóli í Reykhóla-
sveit, giftist hann árið 1911, og
hefir hjónaband þeirra verið hið
farsælasta, enda Eiríkur alltaf ver-
ið frábær heimilisfaðir og þau
hjón samhent í öllu. Börn þeirra
sex eru öll hin mannvænlegustu.
Eru þau öll farin að heiman nema
elzti sonur þeirra, Jóhann fiski-
matsmaður, sem heldur heimili
með foreldrum sínum í hinu gamla
„f aktorshúsi' ‘ N eðstakaupstaðar-
ins, sem Eiríkur hefir bundið mikla
tryggð við.
Fánar blöktu hér við hún um
allan bæinn á afmælisdaginn, og
börn Eiríks, ættingjar og vinir, ut-
anbæjar og innan, fjölmenntu á
heimili þeirra hjóna þennan dag,
til að færa hinu aldraða afmælis-
barni heillaóskir, og var þar setið
í góðum fagnaði fram á nótt. Þá
barst og afmælisbarninu mikill
fjöldi heillaskeyta víðsvegar að
auk gjafa frá vinum og vanda-
mönnum. Varð dagur þessi hinn
ánægjulegasti í alla staði og leiddi
berlega í ljós, hversu miklum vin-
sældum þessi heiðursmaður á að
fagna hjá samborgurum sínum.
• Ég, sem þessar línur rita, kynnt-
ist Eiríki strax og ég sem ungl-
ingur byrjaði að starfa við Ás-
geirsverzlun, en það var einu ári
eftir að hann fluttist til bæjarir.s.
Varð með okkur þegar góð vin-
átta og hefir haldist síðan, án þess
nokkurntíma hafi fallið skuggi á.
Ég vil að lokum óska þess, að
Halldér M. Ólatsson
frá Berjadalsá.
Nokkur minningarorð.
Halldór Marias Ólafsson er
fæddur að Berjadalsá í Snæfjalla-
hreppi, 2. nóvember 1894. Foreldr-
ar hans voru Margrét Bjamadóttir
og Ólafur Bjamason á Berjadalsá.
Eignuðust þau hjón 5 böm, og dóu
3 þeirra í æsku, en upp komust
þeir Halldór og Þorgeir, sem bú-
settur er hér í bæ.
Halldór Ólafsson hóf lífsstarf
sitt ungur að árum. Hann byrjaði
sjómennsku barn að aldri frá
heimastöðvum sínum á Snæfjalla-
strönd og varð formaður á bát
strax á unglingsaldri og réri þá
lengst af frá Bolungavík.
Halldór fluttist frá Berjadalsá
til Hnífsdals 1926, en hingað til
Isafjarðar fluttist hann árið 1931
og var hér búsettur í 20 ár, en þá
fluttist hann til Reykjavíkur far-
inn að heilsu, og þar bjó hann til
dauðadags 12. september s.l.
Halldór stundaði sjómennsku
lengst af ævi sinnar, fyrst á ára-
bátum, síðan vélbátum og togur-
um. Löngum átti hann eigin bát
og stundaði róðra af kappi og elju-
semi, sem honum var ríkulega í
blóð borin. Seinni búsetuár sín hér
á Isafirði var Halldór verkstjóri
hjá útgerð Björgvins Bjamasonar.
Öll störf sín rakti Halldór af
trúmennsku og skyldurækni. Hús-
bóndahollusta hans var með fá-
dæmum. Öllu því, sem aðrir trúðu
honum fyrir, fór hann með eins
og hver og einn getur bezt gert
fyrir sjálfan sig. Strax barn að
aldri var hann hamhleypa til
vinnu og hirti þá ekki um að gæta
krafta sinna og heilsu sem skyldi,
enda bilaði heilsan of snemma og
þessi vinnusami dugnaðarmaður
varð síðustu árin að láta sér nægja
að horfa á aðra vinna. Ég sá hann
oft síðustu árin niður við höfn-
ina syðra, þegar fiskilandanir
stóðu yfir. Útgerðin, fiskurinn og
vinnan átti hug hans allan.
Halldór Ólafsson var þéttur á
velli og þéttur í lund. Hann var
fastur fyrir í skoðunum, hafði
áhuga fyrir stjórnmálum og kunni
góð skil á þeim. Hann átti sínar
eigin skoðanir og lét ekki aðra
skipa sér hverju trúa skuli í þeim
efnum.
Halldór kvæntist 13. desember
æfikvöld Eiríks vinar míns Finns-
sonar megi verða bjart og frið-
sælt og hann fái að njóta góðrar
elli. Um leið þakka ég honum fyr-
ir hans löngu og traustu vináttu
og fyrir margar glaðar og góðar
liðnar stundir. Bið ég svo honum,
konu hans og börnum allrar far-
sældar á ófarinni æfi.
J. Gr.
Sigurður J. Dablntann
umdæmisstjóri
látinu.
Sigurður J. Dahlmann umdæm-
isstjóri Pósts og síma hér á Isa-
firði andaðist að Sjúkrahúsi Isa-
fjarðar 19. nóvember s.l. Sigurður
var fæddur á Seyðisfirði 31. marz
1899 og voru foreldrar hans Ingi-
björg Jónsdóttir og Jón J. Dahl-
mann.
Minningarathöfn um Dahlmann
fór fram í ísafjarðarkirkju 26.
þ. m. að viðstöddu miklu fjöl-
menni. Lík hans var flutt til
Reykjavíkur til brennslu.
Sigurður J. Dahlmann var
kvæntur Guðlaugu Jónsdóttur frá
Tannstaðabakka og hafa þau hjón
eignast fjögur börn og er það
yngsta tólf ára.
Siguröar Dahlmanns verður nán-
ar minnst síðar hér í blaðinu.
1922 Ólöfu Fertrantsdóttir frá
Grunnavík og eru börn þeirra
þessi: Bjarni, Guðbjörg, Gunnar,
Ólafur, Ingólfur, Margrét og Ragn-
heiður. Auk þess ólu þau hjón upp
Margréti Friðbjörnsdóttir, sem bú-
sett er hér í bæ. Það var ærið starf
og ekki heiglum hent að koma
þessum stóra bamahóp upp. En
þeim Ólöfu og Halldóri tókst með
dugnaði og guðsvilja að annast
uppeldi barna sinna og koma þeim
vel til manns.
Með Halldóri ólafssyni er í val-
inn fallinn góður og traustur
drengur, vinsæll og virtur af sam-
ferðarmönnum sínum, sem sakna
hans sárt. Konu hans, börnum og
bróðir og öðru vandafólki sendi
ég innilegar samúðarkveðjur.
En þó Halldór sé horfinn héðan,
þá lifir ennþá hjá öllum og þó sér-
staklega hjá þeim, sem þekktu
hann bezt, ljúfar minningar um
heilsteyptan og góðan mann, sem
á lífsbraut sinni verðskuldaði að
vera kallaður sæmdarmaður. Guðs-
blessun fylgi þessum drengilega
vestfirzka sjómanni á hans nýju
leiðum.
M. Bj.
GÓÐ ÍBÚÐ TIL SÖLU.
Neðri hæð húseignarinnar Tún-
götu 17 ásamt hálfum kjallara og
tilheyrandi leigulóð er til sölu.
Allar upplýsingar gefur
JÓN GRÍMSSON
Aðalstræti 20.
Stúlka óskast
ÞVOTTALAUGIN h/f.
Plötur, plötuspilararnir komnir.
VERZLUNIN RÚN