Vesturland

Volume

Vesturland - 01.12.1955, Page 2

Vesturland - 01.12.1955, Page 2
2 VESTURLAND Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Matthías Bjarnason og Sigurður Bjarnason frá Vigur. Skrifstofa Uppsölum, sími 193. Afgreiðsla og auglýsingar: Hafsteinn O. Hannesson, Hafnarstræti 12 (Uppsalir). Heimasími: 10. — Verð árgangsins kr. 20,00. . —------------------------—-----—----—-----—----------J lítgerðin er grundvollur efnalegs sjálfstæðis þjóðarinnar. Verður auðið að lækka milliliðakostnaðinn. Sex Sjálfstæðisþingmenn flytja þingsályktun um rannsókn á milliliðagróða. Á yfirstandandi ári hefur verið mikil vinna í landinu og hefur af- koma almennings líklega aldrei verið betri en nú. Eftirspurnin eft- ir vinnunni er mjög mikil og hefur skortur á vinnuafli víða gert vart við sig og þó alveg sérstaklega hjá framleiðslunni. Þessi skortur á vinnuafli hefur gert það að verk- um að fólki er lofað mikilli eftir- og næturvinnu, sem gefur því miklar tekjur. Það er eðlilegt og mannlegt að fólk vilji helzt vinna þar sem það fær bezt borgað fyr- ir sína vinnu. Þessvegna hefur fólkið mjög hópast á þá staöi, þar sem unnið er að framkvæmdum fyrir hernámsliðið og ýmsa aðra fjárfestingavinnu, sem engin út- flutningsverðmæti skapa. Hér skal ekki lagður dómur á þessu vinnu, en hitt skal full- yrt, að hver sú þjóð sem hverf- ur frá framleiðslustörfum, hún veikir um leið þann grundvöll, sem efnahagslíf hennar bygg- ist á. Á sama tíma og almenning- ur í landinu lifir við blómleg- asta afkomu, sem allir gleðjast yfir, þá blasir sú blúkalda stað- reynd við okkur að útgerðin, sem skapar gjaldeyristekjur okkar og er hornsteinninn að efnahagslegu sjálfstæði þjóðar- innar, er rekin með stórum halla og nýtur „fátækrastyrks“ frá ríkisvaldinu. Hver hugsandi maður veit það og skilur að traustur efnahagur verður aldrei til nema að tryggður verði rekstursgrundvöllur fiski- flotans. Einhverjir kunna segja það, að hver eigi að hugsa um sig sjálf- ur og útgerðin líka? Sannarlega á það að vera svo, en ríkisvaldið, verkalýðssamtökin og ifjöldi annara hagsmunasam- t-aka hafa gripið hér inn og því raiðjar-oft á óskynsamlegan hátt. Við skulurn segja það að fyrir rúmu ári hafi verið hægt að fram- leiða saltfiskkílóið fyrir kr. 3,60 og það hafi selst fyrir það í mark- aðslöndum okkar. í ár er sama verð fyrir það í markaðslöndum okkar, en kostnaðurinn við fram- leiðslu þess er ekki lengur kr. 3,60 heldur mun láta nærri að hann sé nú um kr. 4,20. Hvað hefur skeð? Grunnhyggn- ir angurgapar og menn sem vilja þjóðskipulag okkar feigt, hleyptu af stað kauphækkunum og í kjöl- far hennar hljóp dýrtíðarflóð sem etið hefur upp kauphækkunina og náð þeim eina árangri að íþyngja útgerðinni og útflutningsfram- leiðslunni og rýja til muna verð- gildi íslenzku krónunnar. Ríkisvaldin og raunar allri þjóð- inni er kunnugt um, að gengi ís- lenzku krónunnar hefur lækkað, og sú óhamingja hefur þegar skeð að útgerðin og þó sérstaklega togara- útgerðin, er orðin ósjálfbjarga fyrst og fremst af þessum sökum. Það er Alþingi og ríkisstjórn sem ákveður skráð gengi ísl. krónunn- ar. Af gildum ástæðum er skað- legt að lækka krónuna og reyna verður fyrst allar aðrar leiðir til þess að stöðva frekari rýrnun á verðgildi krónunnar. En það er ekki leyfilegt að sporna við fæti á kostnað útgerðarinnar. Á sama tíma og allir í landinu fá fleiri krónur fyrir vinnu sína og öll þjón- usta hækkar getur sliguð útgerð ekki staðist þá raun að allur til- kostnaður hennar vaxi, en sölu- Nýlega var haldinn flokksstjórn- arfundur í Alþýðuflokknum. Þar var gerð stjórnmálaályktun þar sem flokkurinn hyggst koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lengur áhrif á stjóm landsins, og býður Alþýðuflokkurinn Maddömu Framsókn upp á kosningabanda- lag.. Vinna nú tveir prófessorar, annar frá krötum og hinn frá Framsókn, að kappi að því að reikna út á hvern hátt sé .hentug- ast að slá reitum sínum saman. Það vekur nokkra undrun að krataflokkurinn skuli bjóða upp á samstarf við aðra flokka til þess að útiloka stærsta flokk þjóðarinn- ar frá áhrifum að stjórn landsins, þegar vitað er að krataflokkurinn Þeir Sigurður Bjamason, Magn- ús Jónsson, Sigurður Ágústsson, Jón Sigurðsson, Kjartan J. Jó- hannsson og Ingólfur Flygenring, hafa nýlega flutt eftirfarandi til- lögu til þingsályktunar: „Alþingi ályktar að kjósa nefnd 5 sérfróðra manna til þess að rann- saka þátt milliliða í framleiðslu- kostnaði þjóðarinnar, þannig að úr því fáist skorið, hvort hann sé óhóflega mikill, og skal saman- burður gerður á milliliðakostnaði hér og í nálægum löndum. Jafn- framt verði athugað, hvort og þá hvernig auðið sé að lækka milli- liðakostnað. Skal leitazt við að hraða þessari rannsókn svo, að álitsgerð liggi fyrir, er næsta reglulegt Alþingi kemur saman." í greinargerð fyrir tillögunni segja flutningsmenn m. a. „Það er viðurkennd staðreynd, að höfuðatvinnuvegir' íslendinga eigi nú við verulega erfiðleika að etja. Framleiðslukostnaður hefur hækkað svo, að jafnvel stópvirk- ustu atvinnutæki landsmanna eru verð afurðanna standi í stað. Ríkisstjórn og Alþingi geta ekki lengur látið undir höfuð leggjast að koma útgerðinni — og þó einkum togurunum til að- stoðar ef koma má í veg fyrir stöðvun þessara stórvirku at- vinnutækja, sem halda uppi vinnu fyrir þúsundir manna og skapa þjóðarbúinu drýgsta hlutann af gjaldeyristekjunum. hangir inn á Alþingi á einum þingmanni, sem hefur litlar eða engar vonir til að ná kosningu næst. Þessvegna má eingöngu segja um þessa stjórnmálaályktun krata- flokksins, að hún sé neyðaróp ósjálfbjargra auðnuleysingja, sem tapað hafa allri trú á að geta bjargað sér á eigin spýtur frá al- geru pólitísku skipbroti. Og eina Iífsvon þessa auma flokks er nú að leita skjóls í náðarfaðmi hinnar ellihrumu Framsóknarmaddömu. Hannibal leitaði skjóls við barm þessarar sömu maddömu við síð- ustu þingkosningar hér á Isafirði með góðum árangri, eins og mönn- um er í fersku minni!! rekin með verulegum halla. Er efnahagsöryggi þjóðarinnar stefnt með þessu í mikla hættu. Meginástæða þess, að svo er komið, er sú, að of miklar kröfur hafa verið gerðar á hendur fram- leiðslunni. Þjóðin hefur fallið fyr- ir þeirri freistingu að eyða meiru en hún aflar, miðað við lífskjör sín við meiri arð en atvinnutæki henn- ar gefa. Því er einnig mjög haldið fram, að hin bága afkoma útflutnings- framleiðslunnar spretti af óhófleg- um gróða ýmiss konar milliliða, þarfra og óþarfra, þessir millilið- ir valdi framleiðslunni stórkostleg- um auknum útgjöldum og merg- sjúgi hana á ýmsa lund. Nauðsyn- legt er að fá úr því skorið, hvort þessu sé þannig varið. Þjóðin má einskis láta ófreistað til þess, að bjargræðisvegir hennar séu reknir á heilbrigðum og traustum grund- velli. Ef það sannast, að óþarfir milliliðir raki saman fé á kostnað framleiðslunnar, verður hiklaust að koma í veg fyrir slíka fjárplógs- starfsemi. Með tillögu þessari er lagt til, að sérfróðum mönnum verði falið að rannsaka þátt milliliða í fram- leiðslukostnaði þjóðarinnar til lands og sjávar, þannig að úr því fáist skorið, hvort hann sé óhóf- lega mikill eða hlutfallslega hærri en í nálægum löndum. Er ætlazt til, að nefndin afli sér fyllstu gagna um hliðstæðan milliliða- kostnað t. d. á Norðurlöndum, Þýzkalandi og Bretlandi og geri sem nákvæmastan samanburð á honum þar og hér. Yrði sá saman- burður birtur í álitsgerð nefndar- innar. Sjálfsagt er, að þeir, sem rann- sóknina framkvæma, leiti sam- vinnu við samtök framleiðenda, sem gerst þekkja, hvar skórinn kreppir að í þessum efnum, og einnig eiga ríkra hagsmuna að gæta í því, að framleiðslutækin séu rekin á sem hagkvæmastan og skynsamlegastan hátt. Eðlilegt er einnig, að fulltrúar frá launþegum geti komið fram sjónarmiðum sín- um í sambandi við rannsóknina. Gæti það átt nokkurn þátt í því að eyða þeirri tprtryggni, sem mjög verður vart milli atvinnurek- enda og launafólks til mikillar óþurftar fyrir báða aðila og efna- hagslíf þjóðarinnar í heild. Að lokinni þessari rannsókn verði athugað, hvort ekki sé unnt að lækka milliliðakostnað og létta framleiðslunni róðurinn.“ Algert vonleysi í krata- flokknum.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.