Vesturland

Årgang

Vesturland - 24.12.1958, Side 4

Vesturland - 24.12.1958, Side 4
4 VESTURLAND r Það var aðfangadagskvöld árið 1851, og séra Henry Schwan, stóð við dyrnar á kirkjunni sinni í borg- inni Cleveland í Ohio. Þetta var lít- il kirkja, og þegar kirkjugestim- ir komu inn óskaði hann þeim gleðilegra jóla. — Síðan athugaði hann vel svipbrigði á andlitum þeirra. Og allir, hver og einn ein- asti, létu í ljós undrun, sumir jafn- vel undrunaróp. Þegar svo séra Schwan hafði lokað dyrunum og gekk inn kirkj- una í áttina til kórsins, þar sem háa græna tréð lýsti í öllum sínum skrúða, heyrði hann í barni sem sagði: „Sjáðu mamma — prest- urinn hefur fengið tré frá guði.“ Svo las presturin jólaguðspjallið fyrir söfnuðinn. Honum fannst jólagleðin aldrei fyrr hafa verið jafn innileg. Þetta voru fyrstu jól séra Schwan hjá nýja söfnuðinum, því að hann hafði komið frá Þýzka- landi fyrir tæpu ári. Og tréð, sem barnið hélt að presturinn hefði fengið frá Guði, var fyrsta jóla- tréð, sem ljómaði við guðsþjón- ustu í Bandaríkjunum. Að aflokinni jólahelgi snéri fólk aftur til daglegra starfa. — Allir höfðu haldið jólin hátíðleg og hlustað á boðskapinn um frið á jörðu. En nú leit út fyrir, að friðn- um í borginni væri stefnt í hættu. — Það, sem gerst hafði í litlu kirkjunni hans séra Schwan, hafði vakið hneyksli. — Fólk ræddi um þennan atburð á götunum, í verzl- unum og veitingahúsum. „Þetta eru helgispjöll", sagði einn. „Það nálgast heiðni að krjúpa fyrir framan tré“, sagði annar. Sumir töldu, að leggja bæri málið fyrir lögregluna, borgarstjórann eða jafnvel fylkisstjórann. En aðr- ir bentu á, að samkvæmt stjómar- skrá Bandaríkjanna, þá væri trú- frelsi ríkjandi þar í landi, einnig þó að innflytjendur ættu í hlut, sem væru nýkomnir þangað. Álitu því margir, að dómstólamir mundu ekki sjá sér fært að koma í veg fyrir slíka smán sem þessa. Á hinn bóginn væri mönnum í sjálfsvald sett að útiloka slíka heiðingja frá atvinnu eða eiga engin viðskipti við þá. Safnaðarmeðlimir litlu kirkjunnar voru flestir iðnaðar- menn eða smáatvinnurekendur. Ef þeim væri gert skiljanlegt, að borgaramir þyldu þeim enga hjá- guðadýrkun, þá gæti svo farið að slíkt tré sæist ekki framar í Cleve- land. Þá væri allt farsællega og vei til lykta leitt. Næsta sunnudag flutti séra Schwan messu og talaði um ná- ungakærleikann. Fremur fámennt var við guðsþjónustuna. Sólin skein gegnum gluggana, og tréð var ekki eins fallegt og á aðfanga- dagskvöldið. Presturinn átti erfitt með að einbeita huganum að efni ræðunn- ar. Honum var oft hugsað um tréð, sem vakið hafði slíkt umtal og hneyksli. Þegar messunni lauk kom slátrari einn til prestsins og mælti: „Það er nú svo komið, að viðskiptavinir mínir neita að eiga við mig nokkur kaup, af því að ég tilbiðji tréð þarna.“ „Jólatréð felur ekki í sér neina heiðni“, sagði presturinn og reyndi að gera röddina sannfærandi, „og það er ekki um neitt slíkt að ræða, að við tilbiðjum það.“ En honum gekk illa að sann- færa sóknarbörn sín. — Greinilegt var, að þau vom óttaslegin og bjuggust við hinu versta af sam- borgurum sínum. Þó voru nokkr- ir, sem virtust sammála prestinum. — Að lokum tók presturinn tréð og bar það út úr kirkjunni og yf- ir í bakgarðinn hjá húsinu sínu. Hann var gripinn miklum efa, þegar þetta verk hans, sem hann hafði gert í góðum tilgangi var misskilið á þennan hátt. Hann heimsótti prestinn, sem var næstur honum. Hann hét Canfield. Allir safnaðarmeðlimir hans voru fæddir og aldir upp í Bandaríkjunum, en enginn þeirra hafði tekið þátt í illdeilunum, sem voru út af jólatrénu. Séra Canfield var ófús að láta í ljós skoðun sína á jólatrénu, hvorki með né móti. En presturinn frá litlu kirkjunni varði mál sitt af sannfæringu. Hann sagði, að í konungsríkinu Hannover, þar sem hann hafði fæðst fyrir 32 árum, væru engin jól talin nógu hátíð- leg, nema jólatré væru þar með. Þetta er orðin föst venja þar, og víðar í Þýzkalandi" sagði séra Schwan. Séra Canfield brosti: „Sumar venjur eru góðar, aðrar slæmar. Að sjálfsögðu eiga menn að vera umburðalyndir, en samt ber að sýna varkárni við að innleiða nýja siði, jafnvel þótt góðir séu. „Þetta er enginn nýr siður,“ tók séra Schwan fram í og var æstur. „Þetta er gömul Kristin venja, ævaforn, og ég trúi því ekki, að hún sé óþekkt hér í landi.“ „Vinur minn,“ sagði séra Can- field, „færðu fram sannanir fyrir fullyrðingum þínum, og þegar slíkar sannanir eru fyrir hendi, skal ég lofa þér, að á næstu jólum mu ég kveikja á jólatré í kirkj- unni minni.“ Strax og presturinn var kominn heim í skrifstofu sína, hóf hann að skrifa bréf öllum bandarískum prestum, sem hann vissi deili á. ' Hann spurði alla sömu spurningar- innar, hvort jólatré væru óþekkt í Bandaríkjunum. Svör bárust frá prestum víðs- vegar um landið, en öll voru þau á einn veg: Fólk, sem kom frá Evrópu, þekti þennan jólasið, en þeir, sem fæddir voru og uppaldir í Bandaríkjunum höfðu aldrei heyrt jólatré nefnt á nafn. En svo var það dag einn í nóv- embermánuði, að barið var að dyr- um hjá séra Schwan. Við dyrnar stóð miðaldra maður. Hann hafði verið háskólakennari við háskól- ann í Worms í Þýzkalandi og var nýlega fluttur til Bandaríkjanna. Hann hafði heyrt um eftirgrennsl- anir prestsins og þess vegna var hann nú þama kominn. — Hann ætlaði að segja honum, hvað hann vissi um jólatréssiði almennt. Þessi siður væri upprunninn í Elsass. í riti útgefnu árið 1646, er fyrst minnst á jólatré, þó án ljósa. Eftir 50 ár var siðurin kominn austur fyrir Rín, og á leiðinni var farið að lýsa slík tré. Samkvæmt upplýsingum háskólakennarans voru jólatré orðin algeng í þýzku furstadæmunum um 1700. Til Finnlands barst siðurinn um 1800, árið 1810 til Danmerkur og til Noregs árið 1828. Svo fékk séra Schwan bréf, dag nokkurn. Það var frá borginni Wooster í Ohio. Þar var skýrt frá því, að í því ríki í Bandaríkjunum hefðu jólatré verið þekkt í nokkur ár. Presturinn fór til Wooster til þess að heimsækja bréfritarann. Það var ungur Þjóðverji, August Imgard að nafni, sem flutzt hafði til Bandaríkjanna árið 1847. — Áður hafði eldri bróðir hans búið í Wooster, ásamt fjölskyldu sinni. Fyrir jólin 1847 hafði August fellt grenitré og skreytt það. Þetta tré prýddi heimili bróður hans þau jól og var fyrsta jólatré í Banda- ríkjunum. Bömin voru himinlif- andi af hrifningu og síðan höfðu æ fleiri tekið upp þennan hátt á jólunum. Þegar presturinn kom á ný heim til Cleveland boðaði hann á sinn fund stjórn safnaðarins ásamt nokkrum blaðamönnum, sem höfðu látið háðuleg orð falla um jólatré prestsins. Séra Schwan skýrði þeim frá því, sem hann hefði orðið vís- ari. Hann hafði enn ekki fengið neina sönnun þess, að þetta væri ævaforn kristinn siður, eins- og hann hafði fullyrt við starfsbróð- ur sinn, séra Canfield. Skömmu fyrir jólin 1852 heimsótti hann aftur nágranna sinn og sagði að sér hefði mistekist að sanna full- yrðingar sínar. En séra Canfield var nýkominn frá Kanada, og þar hafði hann aflað sér þeirar vitn- eskju hjá munki einum, að jóla- tré væru frá frumkristni. í helgi- sögninni, sem munkurinn sagði honum, er frá því skýrt, að nótt- ina, sem frelsarinn fæddist hafi allt lifandi haldið til Betlehem til þess að tilbiðja hann. Trén voru líka þar í förinni, þar á meðal eitt lítið grenitré, sem var frá fjar- lægu landi. Það var svo máttfarið eftir hina löngu ferð, að það átti erfitt með að halda sér beinu við hliðina á öllum hinum glæsilegu trjánum, sem nærri því yfir- skyggðu það í allri sinni smæð. En skyndilega kom skínandi stjarna svífandi og settist á toppinn á litla trénu, og nú ljómaði það fegurra en nokkurt hinna. Og jólabarnið blessaði þetta tré með brosi sínu.- „Já, þannig er hið stjörnum prýdda jólatré tákn frá himnum“, sagi séra Canfield. — „Helgisögn- in getur sannfært marga,“ bætti hann við. Á aðfangadag var barið að dyr- um hjá séra Schwan. Fyrir utan stóð dásamlega fagurt jólatré. Silf- urglitrandi englahár dreifðist um greinar þess og litlar glerklukkur hengu í greinunum. Þær ómuðu í golunni . Við hliðina á trénu stóðu tvö lítil börn og brostu. „Við áttum að flytja þér inni- legar jólaóskir frá séra Canfield“, sagði annað þeirra. „Þetta er jóla- gjöfin frá honum til kirkjunnar þinnar.“ Þannig ljómaði jólatré á ný í litlu kirkjunni, og brátt breiddist þessi fagri siður um öll Bandarík- in. (Þýtt og endursagt). ★

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.