Vesturland - 24.12.1958, Qupperneq 5
VESTURLAND
5
Jóhannes Árnason, stud. jur.:
Patreksfj örður
Mikil framleiOsla, framtak eg dugnaönr féiksins er undirstaöa lifskjaranna
Það er einkum þrennt, sem vek-
ur athygli aðkomumanna, er leggja
leið sína til Patreksfjarðar. Þar
sigla skipin „inn í landið“, staður-
inn er vel skipulega byggður og
þar er bíll við nærri hvert hús'.
Frá fornu fari hefur Patreksfirði
verið skipt í tvo hluta, Vatneyri
og Geirseyri, en sú skipting hefur
ekki lengur neina raunhæfa þýð-
ingu fyrir kauptúnið út á við. Það
þykir fremur fallegt á staðnum
sjálfum, sem hvað það snertir
sker sig nokkuð-úr umhverfinu,
bröttum og hrjóstrugum hlíðum
fjallanna að norðaustanverðu við
fjörðinn. Undirlendi er ekki mikið,
aðeins eyrarnar og tveir þröngir
dalir upp af Geirseyrinni.
tJtgerð og vinnsla sjávarafurða
er atvinna fólksins.
Það er sameinlegt með kauptún-
um á Vestfjörðum, að þar er sjáv-
arútvegur og vinnsla sjávarafurða
sá atvinnuvegur, sem langmest
kveður að og uppbygging stað-
anna og afkoma íbúa þeirra bygg-
ist á.
Frá Patreksfirði hefur útgerð
verið stunduð svo áratugum skipt-
ir. Á síðari tímum hefur togaraút-
gerð skipt mestu máli og verið
sannkölluð lyftistöng fyrir byggð-
arlagið. Þaðan hafa að jafnaði
verið gerðir út tveir, togarar, en
jafnframt nokkrir þilfarsbátar,
auk minni báta, og svo er enn.
Þá eru á staðnum tvö frystihús
og beinamjölsverksmiðjur í sam-
bandi við þau, ennfremur tvær vél-
smiðjur og tvö trésmíðaverkstæði.
Þetta eru vissulega mikil at-
vinnutæki í kauptúni með 830—40
íbúa, og nokkuð skortir á, að hægt
sé að manna þau að öllu leyti með
fólki á staðnum. Þess vegna verð-
ur að leita út fyrir staðinn eftir
vinnuafli.
Á togurunum er að jafnaði fjöldi
aðkomumanna, einkum Reykvík-
inga, og gott samstarf hefur tek-
izt með framleiðendum á staðnum
og bændum á Barðaströnd, sem
alltaf öðru hvoru vinna við upp-
skipun á fiski úr togurunum, eða
þegar þeir fá því við komið, vegna
anna við bústörfin heima fyrir.
Leiðin milli Patreksfjarðar og
Barðastrandar er ekki ýkja löng,
en yfir háa heiði að fara. Er það
um klukkutíma akstur í jeppum að
sumrinu, snjóbíl að vetrinum.
Frystihúsaiðnaðurinn fer
vaxandi.
Stærra frystihúsið á staðnum er
Kaldbakur h.f. á Vatneyri. Er það
stór og myndarleg bygging, tvær
samsíða álmur með rúmgóðum
vinnusal og frystigeymslum. í
byggingunni er ennfremur neta-
vinnustofa og ísgerð fyrir togar-
ana.
Á s.l. fjórum árum hafa verið
gerðar margháttaðar breytingar
og endurbætur á frystihúsinu.
Byggt var yfir „portið“ milli álm-
anna, og er það nú notað fyrir
fiskmóttöku. Frystikerfið var end-
urbætt, frystitækjum fjölgað og
öll aðstaða við vinnslu stórbætt
með nýju kerfi af færiböndum og
fleiri tækjum.
Með þessu hefur afkastageta
hússins verið stóraukin, eða úr 25
—30 tonnum á sólarhring í 80—90
tonn. Er þannig unnt að taka við
heilum togaraförmum og hafa
stöðuga vinnslu.
Síðan löndunarbannið í Bret-
landi var sett á eftir útfærslu land-
helginnar í 4 sjómílur 1952, hafa
togararnir, Gylfi og Ólafur Jó-
hannesson, að langmestu leyti lagt
afla sinn á land í heimahöfn. Sein-
ustu árin hefur hann aðallega far-
ið til vinnslu í frystihúsunum á
staðnum. Við þetta hefur skapast
mikil atvinpa, sem þó er nokkuð
misjafnlega stöðug eftir árstíðum,
eins og gengur og gerist i sjávar-
þorpum. Um háveturinn dregur
t. d. stundum úr atvinnu í landi,
vegna þess að þá sigla togararnir
um tíma með aflann á erlendan
markað.
Sumarið er mesti annatíminn.
Þá er vinna oft mjög mikil, bæði
við framleiðslustarfsemina og
ýmsar verklegar framkvæmdir,
sem ekki er hægt að vinna við á
öðrum árstíma. í Kaldbak vinna
80—100 manns, þegar flest er, og í
frystihúsinu á Geirseyri um 30—
40 manns. Þá er algengt, að hús-
mæðurnar taki sér um stundarsak-
ir frí frá heimilisstörfum og stundi
vinnu í frystihúsunum. Ungling-
arnir vinna fyrir skólakostnaði á
komandi vetri og yngstu borgar-
arnir eiga líka sína fulltrúa, 10—
12 ára leggja menn af mörkum
sinn fyrsta skerf við sköpun út-
flutningsverðmæta og gjaldeyris-
öflunar í þjóðarbúið. Allt vinnu-
afl er notað í þágu framleiðslunn-
ar, svo sem frekast er unnt. — Og
það vantar fleira fólk.
Frá því í maí á vorin og fram i
ágúst eru handfæraveiðar stund-
aðar á opnum bátum og litlum þil-
farsbátum. Aflamagnið virðist
fara vaxandi ár frá ári og hver
sjómaður flytur á land á hverju
sumri aflamagn, sem er margar
tugþúsundir króna að verðmæti. í
júní búast hinir stærri bátar á
síldveiðar fyrir Norðurlandi og
og fara stundum á reknetjaveiðar
að þeim loknum. Og enn vantar
fleira fólk — fleiri sjómenn.
Eftir áramótin hefst vetrarver-
tíðin hjá bátunum. Á. s.l. vetri
voru gerðir út þrír bátar frá Pat-
reksfirði, og auk þess lögðu tveir
bátar frá Tálknafirði afla sinn þar
á land framan af vertíðinni, eða
þangað til frystihúsið í Tálkna-
firði, sem brann veturinn 1957, gat
hafið vinnslu að nýju eftir endur-
bygginguna. Var þetta ein bezta
vertíð, sem verið hefur um lengri
Þar sem höfnin er núna var áður tjörn. — Æðarfuglinn verpir enn í hólmanum. Bátaflotinn liggur
við stálþilið.