Vesturland

Årgang

Vesturland - 24.12.1958, Side 7

Vesturland - 24.12.1958, Side 7
VESTURLAND 7 Eitt af meginlögmálum efna- hagslífsins segir okkur, að einung- is með aukinni framleiðslu, sköpun meiri verðmæta, sem koma til skiptanna milli þeirra, sem að framleiðslunni vinna, verði lífs- kjörin bætt, raunverulegar kjara- bætur eigi sér stað. Þetta ár hefur verið mjög hag- stætt fyrir togarana. Á seinni ár- um hefur afli þeirra ekki verið meiri í annan tíma. Ólafur Jóhann- esson er búinn að veiða 5700—800 tonn á árinu, sem er mesta afla- magn á skip hjá Patreksfjarðar- togurunum í seinni tíð. En árið 1955 var ársaflinn hjá Gylfa 5433 tonn. Á þessu ári munu launagreiðsl- ^ ur atvinnufyrirtækja og opinberra aðila á Patreksfirði til íbúa staðar- ins, sem eru 834 að tölu, nema samtals um 20 milljónum króna, sem er að meðaltali 120 þús. kr. á bifreiðum einnig verið teknir upp. Árið 1956 tók til starfa á Pat- reksfirði ný vélsmiðja, Logi h.f., sem jafnframt er bifreiðaverkstæði og smurstöð. Er hún í nýju húsi, sem er staðsett innarlega á Geirs- eyri, við gatnamótin, þar sem mæt- ast vegirnir að norðan og sunnan. Hin vélsmiðjan á staðnum er Sindri h.f. á Vatneyri, sem annast alla venjulega vélsmíði og hefur eitt af meiri háttar verkefnum smiðjunnar verið viðgerðir inn- lendra og erlendra togara, sem löngum hafa leitað til Patreks- fjarðar undan veðri, og þegar þeir hafa þurft á ýmis konar fyrir- greiðslu að halda. Einkaframtakið hefur byggt upp atvinnulíf staðarins. Það hefur verið gæfa þessa byggðarlags, að þar hefur einka- framtakið löngum fengið notið sín. Atvinnutækin á staðnum eru yfir- leitt rekin með hlutafélagsformi og eru í eign einstaklinga og kaupfé- lagsins, sem á siðustu árum hefur lagt fram nokkuð fjármagn til efl- ingar atvinnulífinu í kauptúninu. Á sama tíma og bæjarfélög víðs vegar um land hafa orðið að verja milljónum og milljónatugum króna af útsvörum bæjarbúa til greiðslu á tapi bæjarútgerða, jafnvel allt að 20% af útsvörunum, og bæjar- útgerðir hafa verið gerðar upp með stórtapi, þrátt fyrir gegndarlaus- an fjáraustur ríkissjóðs í mörgum tilfellum, hafa útsvör Patreksfirð- inga nær óskipt farið til verklegra tlr vinnusal Kaldbaks. framkvæmda á staðnum og hinna ýmsu sameiginlegu þarfa fólksins. Áþján og óreiða hins opinbera rekstrar hefur aldrei náð að festa rætur í atvinnulífi staðarins. Þvert á móti er togaraútgerðin, sá at- vinnurekstur, sem mikilvægastur er fyrir staðinn, í eigu einstakl- inga og rekinn af þeim, og hefur greitt til hreppsins, en ekki tekið frá honum, lyft upp þessu bygðar- lagi, en ekki sligað það. hverja 5 manna fjölskyldu. Og fólkið í þessu vestfirzka sjáv- arþorpi, sem telur aðeins 0,5% af íbúatölu landsins, hefur á þessu ári framleitt útfluttningsverðmæti að upphæð 35—40 milljónir króna, sem er 3,5—4,0% af heildarút- flutningi landsmanna, sem er áætlaður 1050—70 millj. króna á sama tímabili. Patreksfirðingar geta því vissu- lega gert kröfur til ríkisvaldsins Togarinn Gylfi um stuðning við eðlilega uppbygg- ingu staðarins, bætt skilyrði til áframhaldandi eflingar atvinnu- lífsins og tryggt þannig bjarta framtíð til handa sér og sínum af- komendum á þessum þróttmikla athafnastað, þar sem mikil fram- leiðsla, framtak og dugnaður fólks- ins er fyrst og fremst undirstaða lífskjaranna. Framtíð Patreksfjarðar byggist á friðun fiskimiðanna úti fyrir Vestfjörðum, eðlilegri og farsælli þróun í atvinnumálum staðarins og því, hvernig búið er að unga — kom í ársbyrjun 1952. fólkinu, sem á að taka við á þess- um stað. Fari -það allt á hinn betri veg og æska Patreksfjarðar glati ekki trúnni á bjarta framtíð á fæðing- arstað sínum, heldur horfi með bjartsýni fram á veginn, er ekki að efa, að Patreksfjörður verður, framvegis sem hingað til, staður framtaks og athafna. ★ Myndirnar með grein þessari eru teknar af Hannesi Pálssyni, ljósmyndara. Frá Flugfélaoi íslands Það er nú liðið um það bil eitt ár síðan að Flugfélag íslands hóf sölu á happdrættisskuldabréfum. Sala þessara happdrættisskulda- bréfa var algjör nýjung hér á landi. 1 fyrsta lagi stofnaði félag- ið til happdrættis í sambandi við þetta skuldabréfalán, eftir að Al- þingi og Ríkisstjórn hafði veitt heimild til þess. í öðru lagi var ákveðið að greiða vexti og vaxta- vexti af skuldabréfunum. Lán þetta var upphaflega til 6 ára, og auk 5% vaxta og vaxta- vaxta eru árlega dregnir út vinn- ingar að upphæð 300.000,00. Lán- ið endurgreiðist 31. desember 1963. Sala þessara skuldabréfa hefir gengið nokkuð misjafnlega svo sem búast mátti við. Sumsstaðar hefir hún gengið mjög vel, og þá sérstaklega í dreifbýlinu og á af- skekktum stöðum. Má af því ráða, að þeir aðilar skilji enn betur hvaða þýðingu flugsamgöngurnar hafa, og viljað með því að kaupa þessi happdrættisskuldabréf sýna hug sinn til þessa máls. Happdrættisskuldabréfalánið er samtals að upphæð 10 miljónir kr., og er því skipt niður í eitthundrað þúsund hluti, eða 100 krónur hvert bréf. Var þetta gert með tilliti til þess að sem flestir, og það án þess að nokkurn munaði í rauninni um það, gætu eignast þessi bréf. Á s.l. vori var dregið um 254 vinninga í þessu happdrættisláni, en vinn- ingar eru flugfargjöld með flug- vélum félagsins utanlands og inn- an. Hafa margir þegar eignast skemtmilegar endurminingar frá ferðalögum sínum með „Föxunum“ á þessu ári, vegna þess að þeir hafa keypt hapdrættisskuldabréf og hlotið vinning. Nú hefir félagið ákveðið að gefa bæði þeim sem þegar hafa keypt bréf og þeim sem kaupa bréf fyr- ir 30. apríl 1959, tækifæri á enn fleiri og stærri vinningum, en hingað til hafa verið á boðstólnum. Dregið verður um 102 glæsilega vinninga í viðbót við þá 254, sem auglýstir hafa verið til þessa. Þar á meðal eru 2 stórir vinn- ingar: 1. 2 farmiðar fram og aftur til Parísar, ásamt uppihaldi í 14 daga. 2. 1 farmiði fram og aftur til Kaupmannahafnar, ásamt uppi- haldi í 14 daga. Verðgildi þessai’a tveggja vinn- ingar ei'u að upphæð um kr. 40 þús. Auk þessa eru 100 farmiðar með hinum góðkunnu „Viscount" flugvélum félagsins inn yfir há- lendi Islands. Um leið og félagið vill gefa þeim sem þegar eru handhafar þessara skuldabréfa tækifæri á enn stærri og fleiri vinningum, en vonir hafa staðið til, væntir það þess, að enn séu margir, sem vilja eignast þessi happdrættisskuldabréf, sem kosta aðeins eitt hundrað krónur, og skapa sér með því tækifæri til að hreppa góða vinninga og fá síðan sínar 100 krónur endurgreiddar með 134 krónum eftir 5 ár.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.