Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1958, Síða 8

Vesturland - 24.12.1958, Síða 8
8 VESTURLAND GJAFIR VITRINGANNA Einn dalur áttatíu og sjö sent. Það er allt og sumt. Og sex- tíu sent af því í smáu. Aurana hafði hún dregið saman með því að prútta um verðið við matvöru- kaupmanninn, grænmetissalann og slátrarann þar til hún roðnaði af blygðun. Della taldi aurana þrisv- var. Einn dalur áttatíu og sjö sent. Og á morgun var aðfangadagur jóla. Það var bersýnilega ekkert ann- að að gera en fleygja sér niður á litla óhreina legubekkinn og gráta. Og það gerði Della. Þetta styrkir þá skoðun að uppistaða lífsins sé grátur eða hlátur þar sem grátur- inn skipi hærri sess.. Ibúð búin húsgögnum var ekki leigð fyrir minna en átta dali á viku og þessi íbúð bar ekki beinlínis vott um fá- tækt. í forstofunni á neðri hæðinni var bréfakassi en í hann komu aldrei bréf, og ónýt dyrabjalla. Á hurðinn var nafnspjald, sem á var letrað „Hr. James Dillingham“. I hvert skipti sem James Dill- ingham kom heim til sín faðmaði konan hann og kallaði hann Jim. Della hætti að gráta og púðraði sig. Hún stóð við gluggann og horfði dapurlega á gráan kött, sem gekk á grárri girðingu í gráum húsagarði. Á morgun var aðfanga- dagur jóla og hún átti aðeins einn dal og áttatíu og sjö sent til að kaupa fyrir jólagjöf handa Jim. Mánuðum saman hafði hún lagt fyrir hvern eyri sem hún gat, með þessum árangri. Tuttugu dalir á viku hrökkva skammt. Útgjöldin höfðu verið meiri en hún hafði reiknað með. Þannig er það alltaf. Aðeins einn dalur og átta tíu og sjö sent til að kaupa fyrir jóla- gjöf handa Jim. Jim sínum. Marg- ar ánægjustundir hafði hún átt þegar hún var að hugsa um jóla- gjöfina fyrir Jim. Eitthvað sjald- gæft, ósvikið og fallegt varð það að vera. Eitthvað sem verðskuldaði það að vera eign Jims. Milli glugga herbergisins var stór spegill. Della gekk að speglinum og virti fyrir sér mynd sína. Augu hennar ljóm- uðu en andlitið var náfölt. I flýti leysti hún hárið og lét það falla um herðar sér. Ungu hjónin áttu tvennt, sem þau SAGA EFTIR O. HENRY. voru mjög hreykin af. Annað var gullúr Jims, sem forfeður hans höfðu átt. Hitt var hár Dellu. Ef sjálf drottningin af Saba hefði búið í íbúðinni hinu megin götunn- ar myndi Della hafa látið hárið hanga út um gluggann einhvern daginn til að þurrka það aðeins til að gera gull og gimsteina hennar hátignar einskisvirði. Hefði Saló- mon konungur verið dyravörður hússins og hlaðið öllum auðæfum sínum upp á ganginum mundi Jim hafa dregið upp úrið sitt í hvert skipti, sem hann fór framhjá, að- eins til að sjá hann rífa í skeggið af öfund. Hið fagra hár Dellu flæddi um hana í bylgjum og glitraði eins og foss í sólskini. Það náði niður fyrir hné og myndaði næstum hjúp um hana. Því næst batt hún það upp aftur í flýti og taugaóstyrk. And- artak var hún á báðum áttum, og stóð hreyfingarlaus. Nokkur tár hrundu á slitna gólfábreiðuna. Hún fór í brúnan jakka og setti upp brúnan hátt. Með pilsaþyt og ljóma í augum þaut hún út um dyrnar, niður stigana og út á götu. Hún nam staðar við verzlun, sem á var letrað „Frú Sofronie“. „Alls kyns vörur úr hári.“ Della hljóp upp einn stiga, jafnaði sig, varp öndinni. Stór, fölleit, kulda- leg og harðneskjuleg, þannig var frú Sofronie. „Viljið þér kaupa hárið mitt?“ spurði Della. „Ég kaupi hár“, svaraði frúin. „Takið ofan hattinn, við skulum sjá hvernig það lítur út.“ Della tók af sér brúna hattinn. „Tuttugu dalir“, sagði frúin og lyfti hinu fagra hári með æfðum höndum. „Fáið mér þá fljótt“, sagði Della. Næstu tvær stundir léið hún sem á rósrauðum vængjum. Gleymdu þessari óeiginlegu samlíkingu. Hún var að leita að gjöf handa Jim. Hún fann hana að lokum. Hún hafði örugglega verið búin til handa honum og engum öðrum. Það var engin henni lík í neinni verzluninni. Hún hafði komið í þær allar. Það var úrfesti úr platínu, einföld og látlaus að ytra útliti og eins og allir góðir munir ættu að gera bar hún það með sér hvers virði hún var, án þess að vera al- sett ginnandi skrauti. Hún var jafnvel samboðin úrinu. Jafnskjótt .og Della sá hana vissi hún að Jim yrði að eignast hana. Hún var eins og hann, látlaus og mikils virði. Sú lýsing átti við bæði. Ilún þurfti að greiða tuttugu og einn dal fyr- ir festina. Svo hraðaði hún sér heim með áttatíu og sjö sentin. Með þessa festi við úrið þyrfti Jim ekki að skammast sín fyrir að líta á það hvar sem væri. Þó að úrið væri stórt og fallegt leit hann stundum á það í laumi, til þess að gamla leðurólin, sem hann notaði sem úrfesti, sæist ekki. Þegar Della kom heim vék gleði- víman örlítið fyrir skynseminni. Hún tók fram krullujámið, kveikti á gasinu og tók að bæta úr því tjóni sem örlæti hennar og ástin til Jim höfðu valdið henni. Innan skamms var höfuð hennar alsett lokkum, örsmáum lokkum, sem gerðu hana einna líkasta hirðu- lausum skólastrák. Hún skoðaði sig vandlega og gagnrýnandi I speglinum. „Ef Jim gerir ekki út af við mig,“ sagði hún við sjálfa sig, „áð- ur en hann horfir á mig í annað sinn, mun hann segja að ég líti út eins og kórstúlka á Coney Is- land. En, hvað gat ég gert — hvað gat ég keypt fyrir einn dal og átta- tíu og sjö sent?“ Klukkan sjö var kaffið lagað og pannan tilbúin til að steikja kjöt- ið. Jim kom aldrei of seint. Della hringaði festina í hendi sér og lagði hana á borðshornið, sem vissi að þeim dyrum, er hann gekk jafn- an um. Þá heyrði hún fótatak hans niðri og hún fölnaði andartak. Hún hafði þann sið að biðja örlítillar bænar þó um einföldustu hvers- dagshluti væri að ræða. Nú hvísl- aði hún: „Góður guð, gefðu að honum finnist ég var ennþá jafn fögur.“ Dyrnar opnuðust og Jim kom inn og lokaði á eftir sér. Hann var grannvaxinn og alvarlegur á svip. Vesalings pilturinn, hann var að- eins tuttugu og tveggja ára og hafði fyrir fjölskyldu að sjá. Hann vantaði nýjan frakka og átti enga vettlinga. Jim snarstanzaði fyrir innan dyrnar og stóð hreyfingarlaus eins og veiðihundur hjá hóp af akur- hænum. Hann starði á Dellu. í aug- unum fólst eitthvað, sem hún ekki skildi. Það skelfdi hana. Það var hvorki reiði né undrun, hvorki van- þóknun né ótti, né nokkur þeirra tilfinninga, sem hún hafði gert ráð fyrir. Hann einblíndi á hana með þessum einkennilega svip. Della ýtti borðinu til hliðar og gekk til hans. „Jim, ástin mín,“ hrópaði hún. „Horfðu ekki svona á mig. Ég lét klippa af mér hárið og seldi það vegna þess að ég hefði ekki getaö Framhald á 16. síðu. KISA KÍKIR I VESTURLAND (Ljósm.: Jón A. Bjarnason).

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.