Vesturland - 24.12.1958, Qupperneq 11
VESTURLAND
11
„Þá voru það kallaðir draumórar að nota hrærivél“
Á síðastliðnu sumri átti einn
samborgari okkar 50 ára starfsaf-
mæli. Það fór að vísu fram hjá
okkur í sumar, enda var því ekki
haldið á lofti.
Þórður G. Jónsson, múrarmeist-
ari hér í bæ hafði á s.l. sumri unn-
ið í 50 ár við múrverk. Og mestan
hluta ævinnar hefur hann starfað
hér á ísafirði.
Við gerðum okkur ferð heim til
Þórðar til að spyrja frétta.
Ég byrjaði að vinna við múr-
verk hjá Jóni Ingibirni og Finn-
boga Arndal. Þá unnum við við að
múrhúða kirkjuna á Bíldudal og
dömubúð fyrir Pétur Thorsteins-
son. 1 þá daga hafði ég ekki nema
8 aura á tímann. Eftir tvo mán-
uði fékk ég svo hækkað kaupið í
121/2 eyri. Ég var sendur upp á
þak til að hlaða skorstein, því að
maðurinn sem með mér var svo
lofthræddur að hann þorði ekki
upp á þakið. Þarna á Bíldudal
steypti ég fyrsta vatnsgeyminn.
Það var að vísu vatnsgeymir
þarna, en þeir höfðu notað kalk í
hann, úr Esjunni, en ekki sement,
svo að hann lak alltaf. Ég var
sendur til Isafjarðar að sækja bát,
sem var með 4ha. vél. Á vélina
lærði ég á tveimur tímum hjá Jes-
sen, og var ég á bátnum um haust-
ið. Þetta er það eina, sem ég hefi
verið viðriðinn sjómennsku. Það
þætti gott nú til dags að vera tvo
tíma að læra á vél. Ég fór svo á
bátnum til Grundarfjarðar. Þar
var ég fenginn til að steypa grunn
undir bólverk.
Árið 1910 kom ég svo aftur til
ísafjarðar, daginn sem halastjarn-
an sást. Við sáum hana þegar við
vorum staddir út af Dýrafirði. Ég
vann svo við múrverk hér á ísa-
firði þangað til ég fór til Dan-
merkur.
Fyrsta verkið sem ég vann hér
var að pússa utan Ásbyrgi. Til
Danmerkur fór ég fyrir orð Hall-
gríms Benediktssonar, en honum
kynntist ég í glímufélaginu Ár-
manni í Reykjavík. Hann var einn
þeirra manna, sem höfðu keypt
einkaleyfi á því að framleiða hér
holstein. Með honum voru í félag-
inu þeir Garðar Gíslason, Klem-
ens Jónsson, Gunnar frá Selalæk,
sem var gjaldkerinn o. fl.
Þegar ég kom til Hafnar tók
Christensen á móti mér. Hann var
búinn að koma hingað til Islands
og hafði selt þeim einkaleyfið og
hann hafði líka selt einkaleyfi í
Færeyjum. Hingað seldi hann tvær
vélar til vinnslu á holsteini en þær
voru ekkert notaðar, nema hvað
ég reyndi þær, því að einkaleyfið
varð aldrei greitt að fullu.
Þegar ég kom til Hafnar þurfti
ég að byrja á því að útvega mér
réttindi. Ég hafði unnið með
sænskum manni og gaf hann mér
meðmæli. Jón Þorláksson gaf mér
líka meðmæli og var þetta tekið
gilt. Þarna lærði ég svo á vélam-
ar og tók bæði sveinspróf og meist-
arapróf í iðnirmi.
Árið 1920 eða ’21 lögðum við
svo af stað heim með íslandinu.
Við vorum mörg saman eða 63 far-
þegar. Þetta var rétt fyrir pásk-
ana og vildum við ná heim fyrir
hátíðina. Við, sem vorum á fyrsta
plássi skutum því saman og keypt-
um kyndarana til að moka betur
á til að flýta fyrir ferðinni. í heim-
Reykajvík kom Davíð Scheving,
læknir, um borð. Það voru allir
mældir til að vita hvort þeir væru
með hita. Meðal farþega voru
Þórður Thoroddsen, læknir, og
tvær eða þrjár hjúkrunarkonur. Á
páskadagsmorgun fengu f jórir far-
þegar að fara í land. Einar Ben.
neitaði að fara í land nema hann
fengi eina flösku af whisky með
sér í nesti. Pétur Hoffmann var
fenginn til að flytja farþegana í
land, því að þá var engin haf-
skipabryggja til í Reykjavík. Á
páskadag var svo úrskurðað að
leiðinni komum við við í Skotlandi
og stóðum þar við í þrjá daga. Þar
fórum við í skemmtiferð upp á
Skotlandsheiðar. 1 þessari ferð
kynntist ég Einari Ben. og Jakob
Möller, sem sagði mér að ég skyldi
aldrei byrja að múra fyrr en hinir
væru byrjaðir á verkinu.
Við komum til Edinborgar og
þar fór Einar Ben upp á hótel.
Hann var blankur en fékk lánuð
hjá okkur 20 pund. Á hótelinu var
fyrir fjöldi fyrirmanna frá Islandi.
En þegar Einar birtist sáu þjón-
amir engan nema hann. í Edin-
borg keyptum við mikið af whisky
en það var ekki byrjað að drekka
fyrr en við sáum Island. Sigurður
Birkis var þarna með og stjórnaði
hann söng.
Við sendum skipshöfninni 2 eða
3 kassa af whisky og létum einn
kassa síga niður í kolaboxin til
kyndaranna. Menn voru orðnir svo
drukknir að þeir köstuðu fullu
kössunum út í staðinn fyrir þá
tómu.
Þegar við fórum að nálgast
Reykjavík sendi Emil Strand
skeyti í land að allir væru veikir
um borð.
Þegar við komum á höfnina í
við fengjum eitt toddýglas á
hverju kvöldi, á kostnað ríkisins,
samkv. læknisráði. Það reyndist
enginn vera veikur, en þegar við
vorum flutt 1 land vorum við látin
í Kennaraskólann. Við máttum
skrifa í land en pappírinn varð að
vera sótthreinsaður. Við fréttum
síðar að við höfðum verið sett í
sóttkví af því að Sigurður Eggerz
var með. Þá stóðu fyrir dyrum
bæjarstjórnarkosningar og þótti
hann bezt geymdur um borð.
1 kennaraskólann voru settir 25
símar, því að þama voru margir
stórir karlar með og þar var vörð-
ur bæði dag og nótt. Á Islandinu
skrifuðum við blað og héldum því
áfram þegar við komum í Kenn-
araskólann. Blaðið kölluðum við
Spönsku fluguna og var ég rit-
stjórinn. Síðasta blaðið var prent-
að en alls komu víst út tólf blöð.
Peningana sem við fengum fyrir
blaðið notuðum við til að skemmta
okkur fyrir.
Á meðan ég var úti pantaði ég
allar hurðir og glugga í Herkast-
alann, en ég fór bæði um Svíþjóð
og Noreg. í Noregi sá ég fyrst
skíðastafi, en vissi ekki til hvers
ég átti að nota þá, því að ég kunni
bara á tunnustöfum.
Svo fór ég hingað til ísafjarðar.
Hér bauð ég í að pússa VaLlarborg
fyrir 600 krónur, því að ég hafði
verið við að steypa hana, en fékk
ekki verkið. En ég varð að lokum
að hjálpa manninum, sem tók
verkið, til að klára það.
Meðan ég var úti voru kosning-
ar hér. Við fórum mörg saman til
að kjósa og einhvernvegin vildi
það til að við kusum öll Sigurjón
Jónsson og var mér kennt um það.
Þú sérð að pólitíkin var hörð í þá
daga ekki síður en nú.
Við Herkastalann vildi ég nota
hrærivél en það þótti of dýrt því
að hún notaði olíu fyrir 17 krónur
á dag. Þá voru það kallaðir draum-
órar að nota hrærivél.
Héðan fór ég til Eyrabakka og
steypti loft í hús þar. í þá daga
vildu menn ekki trúa því að hægt
væri að steypa loft og láta það
hanga uppi með því að taka stoð-
irnar undan. Þeir héldu að það
myndi hrynja. Til þess að sýna
þeim að þetta væri hægt setti ég
mikið af grjóti á loftið.
Þarna notaði ég fyrstu Ellve-
vélina sem kom til landsins. Þessi
vél var síðan notuð til ljósa á
Stokkseyri og gekk ég þá í ábyrgð
fyrir hana.
Fyrsti nemandinn sem ég tók
var Sveinbjörn Halldórsson, en
hann hætti eftir 2 ár. Sá fyrsti sem
ég útskrifaði er Þorsteinn Löve.
Hann útskrifaðist 1926. Síðan hefi
ég útskrifað marga múrara, sem
eru búsettir víðsvegar um landið.
Þorsteinn fékk undanþágu til að
læra og lauk prófi 17 ára. Síðan
fluttist hann til Reykjavíkur og
fékk hann vinnu við að skreyta
Kaþólsku kirkjuna. Hann var líka
valinn úr 20 mönnum til að múra
á Korpúlfsstöðum.
Ég hef verið mjög heppinn með
þessa lærlinga mína. Þeir eru allir
góðir múrarar og miklir afkasta-
menn. Einn fór til dvalar í Svíþjóð,
var boðinn þangað, kom aftur
og taldi sig ekkert hafa lært meira
en hann lærði hjá mér. Þorsteinn
er fyrsti múrarinn, sem útskrifað-
ur er á Vesturlandi.
Þegar ég fór að stilla upp með
tommuborðum var það kallað að
stilla upp með eldspýtum, en áður
voru veggir réttir af með plönkum.
Fyrsta akkorðið við múrverk hér
í bæ tók ég við hús Páls Kristjáns-
sonar árið 1917 og á því þénaði ég
37 krónur og síðan hefi ég oftast
unnið í akkorði. Ég er fyrsti múr-
arameistarinn á Vesturlandi og
jafnframt sá elsti, sem nú starfar
hér í bænum.
Þar sem nú er orðið áliðið dags,
kveðjum við Þórð og þökkum hon-
um fyrir samtalið.