Vesturland

Årgang

Vesturland - 24.12.1958, Side 12

Vesturland - 24.12.1958, Side 12
12 VESTURLAND „Farþegarnir koma brosandi út í bátinn“ Við ísfirðingar höfum ætíð búið við lélegar samgöngur, þó að segja megi að stórlega hafi rætzt úr við komu flugvélanna. En furðulegt má heita að enn þann dag í dag skuli Isafjörður vera eini kaup- staðurinn á landinu, sem ekki er kominn í akvegasamband við aðal- vegakerfi landsins. Við hittum hér mann, sem tals- — Ég held að fólk sé undantekn- ingarlítið orðið uppgefið þegar það er búið að sitja í bíl allan daginn. Margir farþegamir sem komu með rútunni sögðust ekki fara þetta aftur nema í neyð. Þá voru bílam- ir líka minni og óþægilegri en þeir em núna og verri vegir og bílarn- ir lögðu af stað kl. 7 frá Reykja- vík en komu ekki til Arngerðar- vert hefir komið nærri samgöngu- málum okkar nú síðari árin, en það er Bjöm Guðmundsson á Flugfélagsbátnum, eða Bjössi eins og við köllum hann í daglegu tali. — Segðu okkur, Bjössi, ert þú ekki búinn að vera lengi ferjumað- ur? — Jú, ég er búinn að vera ferju- maður í um það bil 10 ár. Ég byrj- aði á Pólstjömunni þegar áætlun- arferðirnar hófust landleiðina yf- ir Þorskafjarðarheiði, frá Reykja- vík til Arngerðareyrar. Þá fórum við tvisvar í viku inn að Arn- gerðareyri með farþega í rútuna. Áður en vegurinn var kominn til Bolungavíkur og Súðavíkur fórum við líka þangað einn dag í viku til að sækja fólk, en urðum að. fara tvær ferðir þann dag. Bæði til að sækja fólk og að skila af okkur farþegum. — Hvenær réðist þú svo til Flugfélagsins ? Til Flugfélagsins fór ég þegar það fór að hefja reglubundnar flugferðir hingað til Isafjarðar og Loftleiðir hættu innanlandsfluginu. Eftir að Katalinubátarnir vom teknir í notkun vom þeir of stór- ir til að lenda þeim í fjöm svo að þá þurfti að flytja bæði farþega og farangur á báti út í flugvélina. Ég ek líka farþegafarangri og flutningi fyrir Flugfélagið. — Þú ert bæði búinn að starfa við áætlunarferðirnar á landi og í lofti. Hvort heldur þú nú að far- þegamir séu ánægðari að ferðast í flugvél eða bíl? eyrar fyrr en kl. 8 eða 9 og var fólk þá búið að fá nóg. Mörgum fannst samt gaman að fara þetta einu sinni. Þegar Loftleiðir hættu flugi hingað og Flugfélagið tók við af þeim, byrjuðu annimar fyrir al- vöru. Flugið hingað hefur aukist frá ári til árs, bæði hvað snertir fólks- og vöruflutninga. En það em oft ýmsir erfiðleikar við flug- ið hingað. Bæði er ótrygg veðrátta og erfið lendingarskilyrði. Afgreiðslan verður að ganga greiðlega og allir þurfa að mæta á réttum tíma því að ekki er hægt að láta flugvélina bíða eftir ein- um og einum manni. Það er slæmt að þurfa að af- greiða flugvél á sjó. Oft er mik- ill flutningur með vélunum og þá þarf fólk að bíða í bátunum á með- an skipt er um flutning. Það er oft kalt í veðri, einkum á vetuma, svo að fólki leiðist að bíða. En yfir- leitt ef mikill flutningur er og vont er veður þá látum við farþegana bíða í afgreiðslusalnum og förum tvær ferðir. Það er stór bót að gott samstarf er milli afgreiðsl- unnar og flugmannanna. Við höf- um líka verið heppnir með flug- mennina á þessari leið. Það hefir líka sýnt sig því að margir þeirra eru nú orðnir flugmenn á milli- landaflugvélum félagsins. Yfirleitt virðist mér farþegamir skilja að við eigum við erfiðari aðstæður en þeir, sem hafa flugvöll til að lenda á. En það stendur nú vonandi allt til bóta. Fólki finnst gaman að fljúga í góðu veðri og þá koma farþegarnir brosandi út í bátinn. — Hefir ekki eitthvað skemmti- legt skeð í þessum ferðum þínum? — Jú, í haust varð skemmtileg- ur misskilningur. Þá kom hingað útlendur blaðamaður og var að taka kvikmyndir. Þegar hann var að fara aftur og farþegarnir vom komnir um borð í flugvélina kom hann aftur út í bátinn til okkar, þegar við vorum að fara í land. Við héldum að hann ætlaði í land með okkur og lögðum af stað. Þá vildi hann fá okkur til að fara frá flugvélinni til að hann gæti tekið myndir af henni. Við keyrðum svo eins og hann vildi. Þá startaði vél- in til flugtaks og fór í nokkra hringi til að hita hreyflana. Hann var alltaf að taka myndir af flug- vélinni. Svo tók flugvélin sig á loft og hann var lukkulegur að fá svona góða mynd af flugvélinni. Hélt að flugmennirnir væru að gera þetta allt fyrir sig. Svo sáum við vélina hverfa út í Djúp eins og venjulega svo að maðurinn varð að fara í land. En þetta endaði betur hjá hon- um en á horfðist, því að vélin kom til Flateyrar sama daginn og komst hann þá með henni suður. Hann tók margar góðar myndir í Önundarfirðinum, sem hann hefði ekki getað tekið ef þetta hefði ekki komið fyrir. Myndirnar sáum við síðar í sænsku blaði. Við verðum að slíta samtalinu því að flugvélin er að koma og Bjössi er farinn að bera töskurnar út í bílinn. „Við inegum ekki segja frá öllu“ Jólin nálgast senn. Bærinn hefir fengið á sig sinn jólasvip, því að skátarnir hafa fest upp jólaskraut- ið, eins og þeirrar er vani. Fólkið er farið að þyrpast í búðimar til að kaupa jólagjafirnar. Ekki dug- ir að draga fram á seinustu stund að senda jólapakkana, sem eiga að fara víðsvegar um landið. Það er víðar annríki en í verzlununum. Við göngum niður á pósthús í fréttaleit. Þar er annríki mikið. Þar hittum við Hermann Bjöms- son og tökum hann tali. þú spyrð um starfið hérna er því til að svara að ég er búinn að vinna hérna í stuttan tíma og get því ekki sagt frá starfinu af langri reynslu. Við vinnum hérna þrjú, en þau hin hafa unnið hér miklu lengur en ég. En eins og þú veizt, þá er þetta þannig stofnun að við megum ekki segja frá öllu, sem gerist hér innan veggja. En eins og ég gat um áðan þá líkar mér vel hérna. Starfsfólkið hér og á símanum hefir talsvert saman að sælda og líkar mér prýðilega við Ert þú búinn að vinna lengi hérna, Hermann ? — Nei, ég er ekki búínn að vera héma á pósthúsinu nema rúmt ár. Þetta er skemmtilegt starf, fjöl- breytni mikil í starfinu. Það eru margir sem koma hér við á póst- húsinu í allskonar erindum, eins og gengur á svona stað. En þegar það allt saman. Vinna er hér oft mikil, einkum þó þegar fer að líða á haustið og jólin fara að nálgast. Fyrst berast jólapakkarnir til út- landa því að þeir þurfa að kom- ast til viðtakanda í tæka tíð og virðist mér fólk vera farið að átta sig á því að koma í fyrra lagi með útlenda póstinn. Það er auðvitað bezt að fá allan póst nógu snemma

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.