Vesturland

Volume

Vesturland - 24.12.1958, Page 13

Vesturland - 24.12.1958, Page 13
VESTURLAND 13 svo að hann nái til viðtakanda fyrir jólin. Eins og kunnugt er standa yfir miklar breytingar hér á húsnæð- inu og hefir það gert bæði okkur starfsfólkinu og viðskiptavinunum erfiðara fyrir. Þó hafa viðskipta- vinirnir haft fullan skilning á þess- um erfiðleikum. Þetta stendur þó allt til bóta. Breytingin er langt komin og þá batna vinnuskilyrðin. Ég held líka að afgreiðslan ætti að ganga greiðar þó að hún hafi að vísu alltaf gengið vel. Hvað starfaðir þú áður en þú komst hingað? Ég var búinn að vinna samfleytt í 20 ár hjá Kaupfélaginu. Fyrst vann ég í Neðstakaupstaðnum í verkamannavinnu og síðan var ég bílstjóri á fyrsta bíl Kaupfélags- ins, gamla Ford model 1929, og ók ég þá kolum um bæinn. Ég sótti líka tvö sumur mjólk vestur í önundarfjörð. Síðustu 15 árin vann ég aðallega við lagerinn í verzlun Kaupfélags- ins. Á þessum árum eignaðist ég fjölda starfsfélaga. Þó eru aðeins fáeinir eftir af þeim hjá Kaupfé- laginu núna. — Á þessum árum hefur þú kynnst mörgum mönnum úr sveit- unum í nágrenninu. — Já, þarna kynntist ég mörg- um mönnum, einkum þó á fyrri árunum, meðan byggð var líka í Sléttuhreppi og búið var allt norð- ur að Horni. Þá þurfti að útvega þessu fólki alla vöru. Þarna kynnt- ist ég mörgum góðum og skemmti- legum mönnum, því að fáir komu í kaupstað án þess að koma í Kaup- félagið. Ég á margar skemmtilegar endurminningar frá þessum dög- um. — Þú nefndir áðan að þú hafir ekið fyrsta bílnum, sem Kaupfé- lagið eignaðist. Hvernig fannst þér að vera bifreiðastjóri fyrir 20 ár- um. Var það eitthvað svipað og að aka bíl núna? Já, starfið var að vísu svipað þó að bílarnir séu orðnir breyttir. Þetta var 'lítill bíll á við bíla nú til dags. Þá voru miklu færri bíl- ar hérna og þurfti þá að nota þessa bíla, sem til voru, í alla mögulega vinnu. T. d. var þessi aðallega not- aður til kolakeyrslu um bæinn, en auk þess var hann bæði notaður í skemmtiferðir og sem líkvagn, þegar á þurfti að halda. Bíllinn þótti jafnan nokkuð fljótur í ferð- um, fór nokkuð greitt yfir landið og held ég að það sé ekki ofmælt að hann eigi íslenzkt hraðamet, sem líkvagn, ef ekki heimsmet. Við viljum ekki tefja Hermann lengur, því að nóg er hjá honum að gera. Jólapakkarnir þurfa að kom- ast á leiðarenda fyrir jólin. Við ljúkum því samtalinu og kveðjum hann. ★ Úr soflu pósttijónnstunnar á ísafirði Á. s.l. hausti flutti Gunnlaugur Guðmundsson, póstfulltrúi, erindi á fundi í Lionsklúbb Isafjarðar um þróun póstmála og starf póstþjón- ustunnar á Isafirði. Hann hefur góðfúslega gefið Vesturlandi heim- ild að birta glefsur úr erindi sínu og fara þær hér á eftir. Saga póstskipulags á Islandi hefst með tilskipun um póstmál frá 26. febrúar 1872, en fyrstu ísl. frímerkin koma út 1873 og eru það skildingamerkin, en fjórum árum síðar koma fyrstu aura frí- merkin út. Árið 1902 er gefið út 1 krónu frímerki, 1904 2ja krónu og 5 krónu, en 10 krónu frímerki koma fyrst út 1924 og árið 1955 koma út 25 króna frímerki. Póstafgreiðslur á fsafirði. Það er talið að Nielsen, verzlun- arstjóri hjá Tangsverzlun, afi hins þekkta sellóleikara Erlings Blöndal Bengtson, hafi fyrstur haft með höndum póststörf hér í bænum. Eftir hann tekur Thorsteinsson, alþingismaður við þeim störfum, en hann stofnsetti Gamla-bakarí- ið, og var þá pósthúsið í Aðal- stræti 24. Því næst tekur Þorvald- ur læknir við póstinum og þá er póstafgreiðslan í Mjallargötu 5, þar sem bankaútibússtjóri Útvegs- bankans býr nú, en flytur síðan í Aðalstræti 26, hús þeirra Gísla Júlíussonar, Bjama Sigurðssonar og Guðmundar Kr. Guðmundsson- ar. Árið 1903 tekur Guðmundur Bergsson við pósthúsinu, en hann hafði unnið hjá Þorvaldi við póst- inn. Á eftir Guðmundi verður Finnur Jónsson póstmeistari og er póstafgreiðslan þá til húsa fyrst í Þinghúsinu, sem nú er Skáta- heimilið, síðar í Pólgötu 5 (hús Þórðar múrara). Þar næst er það á Norðurpólnum en flytur síðan í húsið Austurvegur 1 (Kjartans læknis húsið), en árið 1927 kaup- ir póststjórnin húseignina Aðal- stræti 18 og þar hefur pósthúsið verið til húsa í rúmlega 30 ár. Þegar fyrst voru borin út bréf hér í bæ. Fyrsti bréfberi þessa bæjar var nefndur Guðmundur Kleppur, hann byrjaði að bera út bréf árið 1904. Hann kallaði menn undir húsvegg og spurði hvort viðkomandi ætti von á bréfi og ef viðkomandi sagð- ist ekki eiga það, þá afhenti hann alls ekki bréfið. Áður en farið var að bera út bréf, þá var sá háttur hafður á að eftir að póstur kom voru lesin upp á póstafgreislunni nöfn þeirra, sem bréf fengu og bréfin aðeins afhent viðtakendum sjálfum. Nokkur sýnishorn af bréfum póstmeistara. Hér fara á eftir nokkur sýnis- horn af bréfum póstmeistara, sem gefa nokkra innsýn á kaupi, skyld- um og hversu ákvörðunarvald póstmeistara var takmarkað þegar greiða átti úr póstsjóði. 50 krónur á ári. 1 sambandi við þetta hef ég séð afrit af bréfi Þorvaldar læknis, frá 2. jan. 1904 til póstmeistarans í Reykjavík, hann var þá æðsti mað- ur póstsins. „Út af bréfi yðar herra póst- meistari, dagsettu 24. nóv. f. á., leyfi ég mér að tjá yður, að ég sem stendur eigi sé næga þörf á, að annai póstkassi sé festur upp hér í kaupstaðnum, en ég verð að álíta mjög svo heppilegt, að póstafgr. eigi vísan kunnan mann og áreið- anlegan, er beri út um bæinn bréf þau, er móttakendur eigi hafi vitj- að sjálfir 2—3 klukkustundum eft- ir komu hvers pósts, og komi til- kynningum til þeirra er register- aðar sendingar eiga á pósthúsinu. Hefi ég þegar stungið uppá því við mann, sem ég álít einna heppi- legastan, að hann taki það starf að sér fyrir 50 krónur yfir árið og kveðst hann muni fáanlegur til þessa og það þó því fylgdi sú kvöð að tæma bréfakassa í bænum. Brjósttösku handa honum leyfi ég mér að óska eftir.“ Þegar landpósturinn skrópaði í 10 daga. Hér er eitt bréf skrifað af Guðm. Bergssyni til póstmeistarans í Reykjavík, varðandi einn landpóst- inn. 31/10 1910. „Með bréfi þessu vil ég allra virðingarfyllst, leyfa mér að tilkynna yður herra póstmeist- ari, að maður sá, ^gr hefir haft á hendi að undanförnu aukapóstferð- ir að Eyri í Seyðisfirði, hefir nú gert sig sekan í því að dvelja hér á Isafirði í 10 daga í óleyfi og án gildra forfalla, eftir að hafa tekið póstinn hér á pósthúsinu til 13. póstferðar. Ég hefi því fyrir hönd póststjómarinnar leyft mér að víkja manni þessum þegar frá ferðunum, og ráðið í hans stað Halldór M. ólafsson, sem er bæði duglegur og áreiðanlegur maður og haft hefir og hefur enn aukapóst- ferðimar héðan til Bolungavíkur.“ Halldór þessi er nefndur er í bréfinu er faðir Halldórs M. Hall- dórssonar, verkstjóra hjá skipaaf- greiðslunum. Atti póstafgreiðslumaður að fá síma? Bréf til Póstmeistarans í Reykja- vík 8. ágúst 1908 frá Guðmundi Bergssyni. „Með því að fjöldi borgara hér í bæ eru að taka telefón í hús sín nú í haust, hafa óskað eftir að ég tæki Framhald á 16. síðu.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.