Vesturland - 24.12.1958, Page 14
14
VESTURLAND
VESTURLAND
15
Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
Matthías Bjamason og Sigurður Bjamason frá Vigur.
Skrifstofa Uppsölum, sími 193.
Afgreiðsla og auglýsingar: Hafsteinn O. Hannesson, Hafnarstræti
12 (Uppsaiir). Heimasími: 10. — Verð árgangsins kr. 20,00.
_____________________________________________________________________1
J Ó L
Nú rennur jólastjarna
og stafaó geislum lætur
á strák í nýjum buxum
og telpu í nýjum kjól.
Hve kertaljósin skína
og sykurinn er sætur
og söngurinn er fagur,
er börnin halda jól.
Og mitt í allri dýrðinni
krakkakríli grætur
— það kemur stundum fyrir,
að börnin gráta um jól —
en bráðum gleymist sorgin,
og barnið huggast lætur
og brosir gegn um tárin
sem fífill móti sól.
Þá klappa litlar hendur,
og dansa fimir fætur,
og fögrum jólagjöfum
er dreift um borð og stól.
Nú rætast margar vonir
og draumar dags og nætur.
Ó, dæmalaust er gaman
að lifa svona jól.
Og ellin tekur hlutdeild
í helgi jólanætur,
er heimur skrýðist ljóma
frá barnsins jólasól.
En innst í hugans leynum
er lítið barn, sem grætur -
og litla barnið grætur,
að það fær engin jól.
örn Arnarson.
r
Feðgarnir Jakob Þorláksson og Finnbogi Jakobsson,
sem er yngsti nemandinn á námskeiðinu.
Þeir nemendur námskeiðsins sem hafa verið formenn
og stýrimenn.
Nemendur og kennarar.
ZTn.ŒSLkt
Bóndi, sem átti tuttugu svín
sendi írska vinnumanninn sinn til
þess að telja þau. Vinnumaðurinn
var lengi í burtu. Þegar hann kom
aftur sagði húsbóndi hans.
„Þú varst lengi, eru þau ekki
öll?“
„Jú, sagði vinnumaðurinn, mér
gekk vel að telja nítján, en einn
litli grísinn hljóp svo hratt um
að ég gat aldrei talið hann.'í
Hann: Viltu giftast mér?
Hún: Nei, ég get það ekki, en
ég skal alltaf muna hvað þú hefur
góðan smekk.
Rödd í símanum: „Er þetta
Elísabet.“
7,Já.“
„Viltu giftast mér?“
„Já, elskan, hver talar?“
Tveir heyrnardaufir öldungar
mættust á götu:
„Ertu að koma frá jarðarför ?“
„Nei, ég er að koma frá jarðar-
för.“
„Nú, ég hélt að þú værir að
koma frá jarðarför."
Abstraktmálarinn sýndi vini sín-
um mynd, sem hann hafði málað
af kú á beit.
Vinurinn horfði þegjandi á
myndina dálitla stund og sagði
svo: „Mér finnst nú skipið ekki
sem verst, en þú hefur málað sjó-
inn allt of grænan."
„Hvað meinarðu með því að færa
mér skó sitt af hverju tagi,“ sagði
húsbóndinn og sýndi þjóninum
annan skóinn brúnan en hinn
svartan.
„Mér þykir það leitt, herra,“
sagði nýi írski þjónninn, „en það
skrítnasta er, að það eru aðrir
skór niðri, sem eru alveg eins.“
----------------o-----
Bið þú þess ekki, að allt gerist
svo sem þú villt, heldur skal það
vera vilji þinn, að allir hlutir gér-
ist svo sem þeir gerast, og þá munt
þú verða hamingjusamur.
Svo sem markið er ekki reist til
þess að skyttan missi þess, er ekk-
ert í heimi illt í sjálfu sér.
Ef þú hefur gengizt undir hlut-
verk, sem þér er ofvaxið, er þér
ekki aðeins vansi að því, heldur
hefur þú einnig vanrækt hitt, sem
þú hafðir.
Epiktets.
Bjargarlausir eiginmenn.
1 saumaklúbb voru konurnar að
tala um eiginmenn sína, eins og
títt er.
„Maðurinn minn er alveg bjarg-
arlaus án mín,“ sagði sú fyrsta.
„Minn líka,“ sagði önnur. „Ég
veit bara ekki hvernig hann færi
að ef ég færi frá honum í viku.“
„Maðurinn minn er alveg eins
og barn,“ sagði sú þriðja. „Þegar
hann er að gera við fötin sín, festa
tölu á skyrtuna eða stoppa í
sokkana sína, verð ég alltaf að
þræða nálina fyrir hann.“
Rangeygur dómari var að yfir-
heyra þrjá menn. Hvað heitirðu,
sagði hann við þann fyrsta. Þá
svaraðí annar: „Jóhannes“. Dóm-
arinn leit ávítandi á annan mann-
inn: „Ég var ekki að ávarpa þig.“
Þá sagði sá þriðji: „Ég sagði ekk-
ert, herra.“
Nemandi kom upp í mannkyns-
sögu og kunni harla lítið. Tók hann
því það ráð að jánka við öllu sem
kennarinn sagði. Gekk svo um
hríð.
Rætt var um páfana og komst
kennarinn að þeirri niðurstöðu, að
þeir myndu vera orðnir allmarg-
ir og r.efndi einhverja tölu í því
sambandi.
— Já, já, sagði nemandinn.
— Þetta er orðin ærið löng
tradisjón.
— Já, já, sagði strákur með
sannfæringu.
Þá brosti kennarinn góðlátlega
um leið og hann skotraði augunum
til stráksa og sagði:
— Já, góði, það hefir mörgu vit-
lausara verið játað um dagana.
HátlðaonO sþj ónustar
tsaf jörður:
Aðfangadagskvöld kl. 8
Jóladagur kl. 2
Jóladagur kl. 3
Sjúkrahúsið.
Gamlárskvöld kl. 8
Hníf sdalur:
Aðfangadagskvöld kl. 6
Jóladagur kl. 5
Gamlárskvöld kl. 6
Sunnud. 4. jan. 1959 Ellih. kl. 2
Ögur:
Annan jóladag kl. 2
Súðavík:
Nýársdag kl. 2
Skutulsfjörður:
Sunnud. milli jóla og nýárs
kl. 2.