Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 24.12.1958, Qupperneq 16

Vesturland - 24.12.1958, Qupperneq 16
16 VESTURLAND Gjafip vitringanna Framhald af 8. síðu. lifað jólin af, án þess að gefa þér jólagjöf. Þaö vex aftur. Segðu gleðrleg jól Jim og við skuium vera hamingjusöm. Þú veizt ekki hversu faiiega — hve yndislega gjöf ég hef íengið handa þér.“ „Hefirðu klippt af þér hárið“ spurði Jim með erfiðismunum eins og hann hefði ekki komist að þess- ari augljósu staðreynd þrátt fyrir mikil heilabrot. „Klippt það af mér og selt það“ svaraði Della. „Geðjast þér ekki eins vel að mér og áður? Ég er sú sama án hársins, eða er það ekki?“ Jim horfði forvitnislega kring um sig í herberginu. „Þú segir að hárið sé farið,“ segir hann nærri heimskulegur á svip. „Þú þart ekki að gá að því,“ sagði Della. „Ég hef selt það, ég segi þér það satt. — Það er að- fangadagskvöld, drengur minn. Vertu góður við mig af því að það fór fyrir þig. Það getur verið að það sé hægt að telja hárin á höfði mér,“ hún hélt áfram alvarlega og blíðlega, „en aldrei verður ást mín til þin talin. Á ég að láta kjötið á pönnuna, Jim?“ Jim virtist vakna skyndilega af dvalanum. Hann faðmaði Dellu, og dró böggul upp úr frakkavasa sín- um og fleygði honum á borðið. „Misskildu mig ekki, Della“, sagði hann. „Ég held að það sé ekkert til, hvorki klipping eða annað, sem getur fengið mig til að þykja minna vænt um stúlkuna mina. En ef þú vilt taka utan af þessum böggli getur þú séð hvers vegna ég varð svona undarlegur áðan.“ Della leysti bandið liprum hönd- um og tók umbúðimar utan af bögglinum. Fyrst rak hún upp gleðióp síðan brast hún í örvænt- ingarfullan grát, því að þarna lágu kambamir, sem Della hafði svo lengi þráð að eignast og séð í búð- arglugga á Broadway. Fallegir kambar úr hreinni skjaldbökuskel, settir gimsteinum — einmitt hin- ir réttu til að prýða hið fagra, horfna hár. Hún vissi að þetta vom dýrir kambar og hún hafði þráð þá af öllu hjarta án hinnar minnstu vonar um að eignast þá nokkurn tímann. Og nú átti hún þá, en lokkamir, sem myndu hafa prýtt hina skrautlegu kamba, voru horfnir. En hún þrýsti gjöfinni að s^r og loks gat hún litið brosandi upp. Augun voru döpur þegar hún sagði: „Hár mitt vex svo fljótt, Jim.“ Því næst stökk Della á fæt- ur og hrópaði: „Ó!“ Jim hafði ekki ennþá séð sína fögru gjöf. Hún hélt á henni, áköf, í lófanum, og rétti honum. „Er hún ekki faleg, Jim? Ég leitaði að henni um allan bæinn. Nú verður þú að gá á klukkuna hundrað sinn- um á dag. Fáðu mér úrið þitt. Mig langar til að sjá hvemig festin fer við það.“ í stað þess að hlýða lét Jim fall- ast niður á legubekkinn og brosti. „Della“ sagði hann, „við skulum leggja jólagjafimar okkar til hlið- ar og geyma þær um stund. Þær eru of fallegar til að nota þær núna. Ég seldi úrið til að fá pen- inga til að kaupa kambana þína. Nú skaltu setja kjötið á pönnuna.“ Vitringarnir voru eins og þið vitið hyggnir menn, framúrskar- andi vitrir menn, sem færðu Jesú- barninu í jötunni gjafir. Þeir inn- leiddu þann sið að gefa jólagjafir. Þar sem þeir voru vitrir voru gjaf- ir þeirra, án efa viturlegar. Og nú hefi ég, af veikum mætti, sagt ykkur hina óbrotnu sögu um tvö fávís börn, sem í fávizku sinni gáfu hvort öðru sína dýrustu eign. En að lokum vil ég segja hinum vitru mönnum vorra daga, að af öllum þeim, sem gefa gjafir vom þessi tvö hyggnust. Allir þeir, sem gefa gjafir og þiggja, eins og þau, eru vitrari. Alls staðar eru þau vitrust. Þau em vitringarnir. ★ (Lauslega þýtt úr ensku). Hvítasunnusöfnuðurinn Salem, lsafirði, óskar öllum gleði- og blessnarríkra jóla og nýárs. SAMKOMUR: 21. des. Sunnudag. Kl. 11 f. h. Sunnudagaskóli. Kl. 4,30 e. h. Vakningasamkoma. 25. des. Jóladagur. Kl. 9 f. h. Jólabæn. Kl. 4,30 e. h. Hátíðarsamkoma. 26. des. Annar í jólum. Kl. 4,30 e. h. Vakningasamkoma. 28. des. Sunnudag. Kl. 2 og 5 e. h. Hátíð Sunnudaga- skólans. 31. des. Gamlárskvöld. Kl. 11 e. h. Áramótasamkoma. I. jan. Nýársdagur. Kl. 4,30 e. h. Hátíðarsamkoma. 4. jan. Sunnudag. Kl. 11 Sunnudagaskóli. Kl. 4,30 e. h. Vakningasamkoma. 6. jan. Þrettándi dagur jóla. Kl. 4,30 e. h. Vakningasamkoma. II. jan. Sunnudag. Kl. 11 Sunnudagaskóli. Jóla- od nýársdagskrá 1958-1959 Sunnudaginn 21. des. kl. 8,30: Fyrstu tónar jólanna sungnir. Kveikt á jólatrénu. Jóladaginn kl. 8,30: Hátíðasamkoma (jólafóm). Laugardaginn 27. des. kl. 8,30: Jólatréshátíð fyrir almenning. Sunnudaginn 28. des. kl. 4: Jólatréshátíð fyrir böm og full- orðna. Sunnudaginn 28. des. kl. 8,30: Hjálpræðissamkoma. Þriðjudaginn 30. des. kl. 8,30: Jólatréshátíð fyrir almenning. Nýársdaginn 1. jan. kl. 8,30: Hátíðasamkoma. Sunnudaginn 4. jan. kl. 8,30: Fyrsta hjálpræðissamkoma árs- ins. Mánudaginn 5. jan. kl. 8,30: Jólatréshátíð í Hnífsdal (fyrir böm og fullorðna). Þriðjudaginn 6. jan. kl. 8,30: Jólafagnaður heimilasambands- ins. Miðvikudaginn 7. jan. kl. 3,00: Jólatréshátíð fyrir aldrað fólk. Fimmtudaginn 8. jan. kl. 8,30: Síðasta jólatréshátíðin fyrir al- menning. Föstudaginn 9. jan. kl. 4,00: Jólatréshátíð í Bolungarvík fyr- ir börn. Föstudaginn 9. jan. kl. 8,30: Jólatréshátíð í Bolungarvík fyr- ir fullorðna. Verið hjartanlega velkomin á þessar hátíðasamkomur. Jól fyrir bömin: Annan í jólum kl. 2: Jólatréshátíð sunnudagaskólans (efri bær). Sunndaginn 28. des. kl. 2, Sunnudagaskóli. Mánudaginn 29. des. kl. 2: Jólatréshátíð sunnudagaskólans (neðri bær). Föstudaginn 2. jan. kl. 2 Jólatréshátíð fyrir Kærleiks- bandið og Drengjaklúbbinn. Þriðjudaginn 6. jan. kl. 2: Jólatréshátíð fyrir börn (efri bær). Fimmtudaginn 8. jan. kl. 2: Jólatréshátíð fyrir börn (neðri bær). Aðgangur kr. 3,00 að öllum jólatréshátíðunum. Deildarstjórinn, majór Fritjof Nilsen kemur í heimsókn til ísa- fjarðar 5.—9. janúar 1959 og stjórnar jólatréshátíðunum þessa daga. TLJr sögu póstþj ónustunnar Framhald af 13. síðu. þá einnig telefón fyrir póstafgr. hér. Þá vil ég hér með leyfa mér að æskja eftir svari yðar herra póstmeistari, viðvíkjandi því hvort ég myndi fá kostnað þann kr. 36,00 er árlega fylgir því, endurgoldinn úr póstsjóði. Ella þykist ég' ekki skyldur að sinna umræddri ósk bæjarbúa." Mátti endurgreiða 35 aura. Bréf frá 26. júlí 1912. „1 tilefni af bréfi yðar herra póstmeistari dags. 17. þ. m. við- víkjandi ábbr. nr. 256 héðan er hafi farist með s/s Titanic, skal ég hér með alla virðingarfyllst leyfa mér að tjá yður að sendandi heimtar engar aðrar skaðabætur, en að fá burðareyr-ir endurgreidd- an, en hann var 35 aurar, og ég bíð frekari fyrirmæla yðar um það hvort sendanda skuli greiddir þess- ir 35 aurar.“ Aulsin póstþjónusta krefst fleira starfsliðs. Á árinu 1956 störfuðu 850 manns við póststörf á landinu, þar af eru nokkrir jafnframt starfs- menn landssímans. Auk þess unnu stuttan tíma um 150 manns hjá póstinum þetta sama ár í sumar- leyfum og veikindaforfölium fastra starfsmanna. Fyrir 50 árum unnu 251 maður við póststörf. Landpóstar voru flestir árið 1930, en þá voru þeir 232 og fer þeim mjög fækkandi. Á árinu 1926 fara landpóstar með póst 229.284 km. Eimskipafélags- skipin með póst 43.854 km. og Rík- isskip 64.505 km. En þrjátíu ár- um síðar flytja flugvélar mest af póstinum, síðan koma skipin og landpóstarnir eru orðnir minnstir. Þannig hefur þetta gersamlega snúist við á þrjátíu árum. Með bættum samgöngum taka hrað- gengustu tækin við. öld hraðans ræður ríkjum og landpóstarnir em óðum að hverfa. En við geymum öll minninguna um þrekmikla menn, og hestana þeirra, á erfið- um ferðum um fjöll og óbyggðir Islands.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.