Vesturland - 24.12.1959, Blaðsíða 4
4
VESTURLAND
Sverrir Hermannsson, viðskiptafræðingur:
Ekki er ein
Þetta er saga hinnar miklu gleði,
glæstu vona og sáru vonbrigða.
Sem sagt harmsaga, aí því að end-
irinn er svo hryggiiegur, sem raun
ber vitni.
Það hefir verið sagt, að milli
manns og hests (og raunar hunds
líka) liggi leyniþráður og kann
það að vera rétt. En milli veiði-
manns og lax liggur veiðiþráður,
þegar hinn siðarnefndi hefir
heimskað sig á að éta ekki merki-
legri krás en ánamaðk eða gersam-
lega óæta flugu. Og í þessum veiði-
þræði eru stundum brestir, sem
geta haft alvarlegri afleiðingar en
nokkurn grunar. Slitni veiðiþráð-
ur, þegar hæst stendur á stöng-
inni og stóri laxinn er í seilingar-
fjarlægð frá veiðimanni, þá geta
afleiðingarnar orðið þessar:
1. Veiðimaðurinn kastar sér i
ána og nær laxinum. Báðir hljóta
frægð af.
2. Veiðimaðurinn kastar sér í
ána og nær ekki laxinum, og þá
getur eftirfarandi gerzt:
a. Maðurinn skríður í land eins
og hundur af sundi dreginn og fé-
lagar hans hlæja það, sem eftir er
veiðiferðarinnar.
b. Laxinn, sem slapp, tekur að
stækka með ótrúlegum hraða í
huga veiðimannsins, þar til hann
verður svo stór, að maðurinn hefir
aldrei vitað annað eins. Um
stærðina rífst hann við félagaslna
og alla, sem hann nær til.
c. Veiðimaðurinn getur ekki sof-
ið vegna hugarangurs. Af því hlýt-
ur hann lystarleysi og meltingar-
kvilla í stórum stíl.
d. Hjónabandið fer að mestu út
um þúfur, maðurinn leggst í óreglu
og endar á Bláa bandinu.
Allt þetta gæti skeð. En flestir
komast hjá meiri hluta þessara
þrenginga, og svo fór, guði sé lof,
í það skiptið, sem hér verður frá
greint.
o o o
Það er árla dags í ágúst 1959,
að fjórir gunnreifir laxveiðimenn
búast til ferða frá Reykjavík og
er ferðinni heitið norður í land.
Það er suddarigning og norðan
kaldi, og allir sammála um að
veðrið sé gott. Sólskin og logn er
eitt versta veður, sem laxveiðimað-
ur þekkir, því að það er vont veiði-
veður. Skapið er Ijómandi, því að
allir eru þeir félagar hjartanlega
sammála um það, að laxveiði sé
það dásamlegasta, sem þessi ver-
öld hafi upp á að bjóða. — Nema
þá kannske velheppnað og lukku-
legt kvennafar, skýtur einn inní
og þögn slær á hina. Getur það
verið að eitthvað jafnist á við lax-
veiði ?
— Og hvað kallar þú vel heppn-
að kvennafar? — segja þeir.
— Hvað kallið þið velheppnaða
veiðiferð? spyr hann.
— Ja, ef maður fær svona fjóra,
fimm, köllum við það ágætt.
— Ég er sammála, segir kvenna-
maðurinn og við hlæjum þrír. Bíl-
stjórinn hlær ekki, hann hefir ekki
skilið þessa fyndni. En um kvöld-
ið, þegar hann býr sig undir að
Sverrir Hermannsson.
klifra upp í kojuna sína, rennur
upp fyrir honum ljós. Hann fær
óstöðvandi hláturkast og segist
ætla að reyna að muna þetta og
segja söguna, ef hann komist í
„Partý“, þar sem kvenfólk sé.
Upp Hvalfjörð er deilt um
hversu stór Grímseyjarlaxinn hafi
verið. Menn verða ekki á eitt sátt-
ir, nema að hann hafi verið stór,
en annað eins hafi menn séð. Einn
veit ekki betur en frændi hans hafi
misst lax í ölfusá í hitteðfyrra,
sem hafi verið röskir 70 cm yfir
um sig.
— Hvernig var það nú mælt ?
— Það var nú ekki mikill vandi.
Frændi var með tveggja metra
langt girni, og laxinn vatt því
þrisvar um sig miðjan að frænda
ásjáandi, og hrökk girnið hvergi
nærri til, og þrisvar sinnum sjötíu
sentímetrar eru jú rúmir tveir
metrar, eins og guð og menn vita.
Svo sleit laxinn.
Þessu trúum við hinir ekki en
forðum okkur frá stælum með því
að játa að það geti verið satt.
En deilur láta ekki á sér standa.
Á þráðbeinum og sléttum vegi
undir Hafnarfjalli er bílstjóra
tvívegis bjargað frá því að aka
útaf. Hann er önnum kafinn og
bálreiður að verja hendur sínar og
snýr sér oftar aftur en fram í sæti
sínu. Hann er sem sé sagður ljúga
báran stðk
blákalt og blygðunarlaust, og um
það eru þrír menn í bílnum sam-
mála.
— Lygari get ég heitið af öllu
en ekki þessu. Sex laxa veiddi ég
í einu á sama klukkutímanum, seg-
ir hann og tilgreinir stað og stund.
Þar séu tveir steinar auðþekktir,
þar sem lækurinn rennur út í ána,
eins og við hljótum að muna og
rétt fyrir neðan myndist eins og
strengur, og ef maður standi við
neðri steininn og kasti skáhalt nið-
ur, þá bíti hann strax, og hann
bætir við:
— Þetta var um morguninn, en
um kvöldið fékk ég aðra sex á
þessum stað á rúmum klukkutíma.
Þá er þessi deila úr sögunni, því
að enginn ómakar sig við að mót-
mæla, enda líf manna í beinni
hættu sökum gálauss aksturs.
En bílstjóri er ekki ánægður
með þessi málalok. Upp allan
Andakíl nöldrar hann um það, að
það sé helvíti hart að vera rengd-
ur um þetta og beðinn um vitni.
Sér vitanlega hafi ekkert vitni
verið til um laxveiði, sem mark
sé á takandi. Sex laxar í einu á
flugu á sama stað væri ekkert
einsdæmi, öðru nær. Hann vissi um
fleir dæmi slíks og að þeim væru
til nóg vitni, ef við óskuðum sér-
staklega eftir að þau yrðu kölluð
til. Gjörið svo vel. En það væri
alls ekki sama hvaða tegund flugu
væri notuð á staðnum hans við
ið er tekið að versna, komið logn
og sólskin. Á Holtavörðuheiði er
upphafinn söngur, en bílstjóri, sem
er mestur raddmaður, tekur ekki
undir. Hann er í þungum þönkum
og veðurhorfur í andliti hans í-
skyggilegar. Við hinir sjáum að
við svo búið má ekki standa og
einn grefur upp í flýti gleymda
sögu um mann, sem dregið hafi
sjö laxa í einu á sama stað og alla
á flugu. Og ekki man sögumaður
betur en að allt hafi þetta orðið á
einum og sama klukkutímanum.
Þetta var að því leyti merkileg til-
raun til sátta við bílstjóra, sem
hún fól í sér viðurkenningu á sann-
leiksgildi fyrri sögu hans. En það
fór á annan veg.
— Hvar og hvenær skeði þetta
og hver var að verki? — spyr bíl-
stjóri og er nú meira niðri fyrir
en nokkru sinni.
— Ég hefði gaman af að sjá
þann mann. Það er ekki nóg með
að maður er sagður Ijúga, heldur
er strax fundin upp saga til þess
að gera lítið úr manns eigin veiði.
Ég segi þetta barast haugalýgi og
hananú. Það gætir klökkva í rómn-
um og eru nú góð ráð dýr.
— Kannske þeir hafi verið
fimm, er umlað í aftursætinu.
— Já, ég man það núna, þegar
ég fer að hugsa um það, þeir voru
bara fimm, en það þótti líka mik-
ið.
Það er eins og kveikt sé á þús-
Stóri laxinn er sloppinn.
steinana tvo og það myndi hann
aldrei segja okkur, dauður eða lif-
andi.
Þegar einhver stingur upp á, að
þessi staður verði látinn heita í
höfuðið á honum, þagnar hann og
mælir ekki orð frá vörum fyrr en
sezt er að snæðingi í Forna-
hvammi. Þá segir hann að kjötið
sé ólseigt, kartöflurnar ósoðnar og
fari í helvíti sem hægt sé að
smakka sultutauið.
Og enn er haldið af stað. Veðr-
und kerta peru í höfði bílstjóra.
Geislabaugurinn ljómar um höfuð
honum. Hann ræskir sig vandlega,
réttir úr sér í sætinu og hrindir
hattkúfnum aftur á hnakka.
— Ja, mikið, — jú víst er það
mikið, en alls ekkert undur. Ann-
að eins hefir nú skeð, eins og ég
er búinn að segja ykkur.
Eftir þetta sungu allir.
Um miðjan dag er komið á
áfangastað. Þar eru hafðar hrað-
ar hendur. Farangri hent inn í