Vesturland - 24.12.1959, Blaðsíða 19
VESTURLAND
19
Ólafur Ásgeirsson, tollvörður,
átti 65 ára afmæli 14. desember.
Ólafur hefur í fjölda mörg ár
gengt tollgæzlustörfum á Vest-
f jörðum, en var áður um skeið lög-
regluþjónn. Á yngri árum var
hann sjómaður. Hann er traustur
og áreiðanlegur maður í hverju
því starfi sem hann tekur að sér.
Kona Ólafs er Freyja Rósantsdótt-
ir og eiga þau tvo syni.
Jón Guðnason, fyrrum bóndi á
Sléttu í Sléttuhreppi átti sjötugs-
afmæli 18. desember s.l. Hann
fluttist hingað til bæjarins fyrir
rúmum áratug. Jón er atorku- og
dugnaðarmaður, og háði lengi lífs-
baráttu sína við erfið skilyrði á
jörð sinni, en var ávallt sjádfum
sér nógur.
Kona Jóns er Emelía Alberts-
dóttir og eiga þau 6 börn uppkom-
in.
Vesturland árnar afmælisbörn-
unum heilla og blessunar.
Ný bók um Önnu Frank
Nýkomin er út bók hjá Kvöld-
vökuútgáfunni á Akureyri um
Önnu Frank eftir þýzka rithöfund-
inn Erns Schnabel. Jónas Rafnar
læknir hefur þýtt bókina og nefn-
ist hún í þýðingunni „Hetja til
hinztu stundar". Höfundurinn hef-
ur tekið sér fyrir hendur að rekja
slóð önnu Frank frá fyrstu
bernsku til æviloka með því að
tala við 42 manneskjur sem þekkt
höfðu önnu og verið henni sam-
tíða, kennara hennar og vinkonur,
vini fjölskyldunnar og samfanga
hennar í fangabúðunum.
Kristbjörg Kjeld leikkona, er
fór með hlutverk Önnu í „Dagbók-
inni“ hefur ritað formálsorð við
bókina og mynd er af henni í hlut-
verkinu ásamt fleirum.
I niðurlagi formálans farast
Kristbjörgu Kjeld þannig orð:
„Anna var ekki álitin nein fyrir-
mynd á heimili sínu, og engir sem
þekktu hana, töldu hana neitt
undrabarn, en í augum allra ungra
stúlkna, sem vilja hugsa og þrosk-
ast, mun hún ávalt verða sönn
fyrirmynd."
Anna lézt í fangabúðum Þjóð-
verja svo sem kunnugt er. Hún
gat sér heimsfrægð fyrir Dagbók-
ina er hún skrifaði meðan hún
dvaldi í felum í bakhýsinu í Am-
sterdam. Dagbókin hefur nú verið
kvikmynduð og verður væntanlega
sýnd hér á næstunni.
Hvítasunnusöfnuðurinn
SALEM
óskar öllum lsfirðihgúm gleði-
legra jóla og farsældar á kom-
andi ári.
Verið hjartanlega velkomin á
samkomur um jólin.
Sunnudaginn 20. des.: Kl. 11
Sunnudagaskóli. Kl. 16,30 Vakn-
ingasamkoma.
Jóladaginn: Kl. 16,30 Hátíðar-
samkoma.
Annan jóladag: Kl. 16,30 Vakn-
ingasamkoma.
Sunnudaginn 27. des.: Kl. 14 og
17 Hátíð Sunnudagaskólans.
Gamlárskvöld: Kl. 23 Áramóta-
samkoma.
Nýársdag: Kl. 16,30 Hátíðar-
samkoma.
Sunnudaginn 3. jan.: Kl. 11
Sunnudagaskóli. KI. 16,30 Vakn-
ingasamkoma.
Þriðjudaginn 5. jan.: Kl. 20,30
Biblíulestur.
Sunnudaginn 10. jan.: Kl. 11
Sunnudagaskóli. Kl. 16,30 Vakn-
ingasamkoma. Kl. 20,30 Áramóta-
samkoma safnaðarins.
Salemsöfnuðurinn
Fjarðarstræti 24, ísafirði.
j(i ihiii i ii iii i n iii i ii 1111111111111 iii iii iii ii iii iii iii iiii ii 1111111111111
Nytsamar jólagjafir:
Vegglampar
Standlampar
Borðlampar
Gufustraujárn
Brauðristar
Rakvélar
Jólatrésseríur
Perur o. m. fl.
4IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII ■111111111111111111111111111111111111111111111111
Til jólagjafa:
Kuldaskór
karla, kvenna, drengja
Inniskór
karla, kvenna, drengja
Töflur
karla, kvenna, drengja
Bomsur
Skóhlífar
Unglingaskór
Lakkskór karlmanna
og margt fleira.
Skóverzlun LEÓS h.f.
ísafirði.
Jiiiiiiniiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiitiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiini
MYND
af fimleikaflokki á bls. 14.
Afstasta röð frá vinstri:
1. Þórir Bjarnason, Reykjavík.
2. Jóh. Jóhannsson, Isafirði.
3. Jón Ásgeirsson.
4. Finnur Magnússon, ísafirði.
5. Gunnar Andrew, Reykjavík.
6. Viggó Bergsveinsson, Rvík.
7. Páll Jónsson, Reykjavík.
8. Guðm. Bjarnason, Isafirði.
9. Ásgeir Magnússon.
Miðröð frá vinstri:
10. Jón Björnsson, Siglufirði.
11. Gunnar Þorsteinsson, (látinn)
12. Magnús B. Magnússon, Rvík.
13. Magnús Hólmbergsson, Rvík.
14. Elí Ingvarsson, ísafirði.
Fremsta röð frá vinstri:
15. Hrólfur Benediktsson, Rvík.
16. Guðjón Bjarnason, (látinn).
17. Karl Bjarnason, Reykjavík.
18. Eggert Ólafsson, Reykjavík.
19. Viggó Jessen, Reykjavík.
Gleðileg jól! Farsælt nýtt ár!
Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
Grótti h.f.
Gylfi h.f.
Kaldbakur h.f.
Vélsmiðjan Sindri h.f.
Verzlun Ö. Jóliannessou h.f.
Vörður h.f.
Samlag skreiðarframleiðenda
Reykjavík
óskar félögum sínum og viðskiptamönnum
gleðilegra jóla og farsæls nýárs.